Vikan


Vikan - 02.08.1962, Qupperneq 30

Vikan - 02.08.1962, Qupperneq 30
Glært — POLYTEX — til blöndunar í — POLYTEX-málningu, gefur meiri gljáa og auðveldar hréingerningu. — POLYTEX— plastmálning er mjög auðveld í meðförum og ýrist lítið úr rúllu. — Viðloðun er frábær á nýja sem gamla málningu. Saumavél Framhald af bls. 22. skiptingu og leikandi létta og lið- uga veltiskyttu. Vélin á a<5 vera meðfærileg og hafa fjölþætt nota- gildi. Hún á ennfremur að vera sterk og endingargóð. Húsfreyjurn- ar krefjast skjótrar og góðrar við- gerðarþjónustu og leiðbeininga um meðferð vélanna. Allt þetta og miklu meira fáið þér með því að eignast Husqvarna Automatic saumavél." Nú þegar eru yfir 2000 slíkar vél- ar í notkun hér á landi og saian fer ört vaxandi, en það ber greini- lega vott um gæði og vinsæld vélar- innar, enda eru Husqvarna vörur heimsþekktar fyrir gæði. Husqvarna Automatic er vandað- asta og fullkomnasta saumavélin, sem framieidd er af þessu fyrir- tæki, og kostar kr. 9.640. Um 70% kaupenda nota sér þau afborgunar- kjör, sem boðin eru: Helmingur greiddur við móttöku og afgangur- inn á hálfu ári. Vikan er hreykin af því að geta nú boðið slíka vél i verðlaun i þess- ari getraun, og veit að hún kemur sér vel og verður mesti dýrgripur þess heimilis, sem fær hana. ★ Nesti Framhald af bls. 15. FYLLT RUNDSTYKKI EÐA KRUÐUR Bæði má hola rúndstykkin nokk- uð að innan, áður en fyliingin er sett i þau og eins má leggja hana milli laganna, þegar þau eru skor- in í tvennt. RTJNDSTYKKI MEÐ SVEPPUM Skerið ofan af rundstykkjunum og skafið dálitið innan úr þeim. Hreins- ið sveppina vel, látið þá þorna og skerið i smábita. Sjóðið þá nokkra stund i smjöri, bætið hveiti í og iafnið upp með rjóma fmá vera blandaður miólk). Hafið jafninginn frekar þykkan. Rifið ost og stráið vel yfir og bakið i ofni, þar til ost- urinn er vel bráðinn. Pegar þetta er kalt, myndar osturinn húð yfir stykkin, svo að iafningurinn renn- ur ekki út. Pakkað inn i málmpappir. FYLLTAR KRUDUR Gott er að kruðurnar séu úr heil- bveiti, og sem minnst sætar. Skerið þær i ívennt og blandið saman smá- skorinni skinku, hökkuðum harð- soðnum eggium og söxuðum gras-,' lank. Kryddið með salti, sinnepi og:í' nipar. Smyriið bæði stykkin og iegg-n >ð saman. skerið þau siðan eins og* tertu þegar þau eru borin fram.(»J T.íka má hola liær að innnn. klæðaá^ bo’una með salatblaði og fylla mcð: T. Smáskornum k.iúkling, söxuðu epli og spergil. 2. Rækjum, rifnum osti eða smá ostastykkjum með svolitlu austurlenzku karrý stráð yfir. Sal- atblað er svo lagt yfir og lokið sett á. Gott er að hafa majones i túbum með i ferðinni og sprauta á eftir smekk. KJÖTPIE 2 bollar hveiti, V< bolli jurtafeiti, 3 matsk. vatn, salt. Fyllingin: Kjöt- fars, nokkrar sneiðar nautatunga, sterkur kjötkraftur. Jurtafeitin (eða önnur feiti) er höfð mjög köld, og söxuð i smákorn saman við hveitið. ísköldu vatninu bætt í og þetta hnoðað lauslega. Flatt út, en varizt að fara alveg út á end- ana með lcökukeflið, þvi þá fer loft- ið úr deiginu. Búið til tvær kökur, hæfilega stórar til að þekja það fat, sem á að nota, eða nokkrar minni, ef smá föt eru notuð. Þekjið fatið upp fyrir brúnina, en varizt að teygja deigið (gott er að taka það upp á kökukeflinu, svo það togni ekki), setjið svo kjötfarsið í og leggið tungubita, smáskorna ofan á. Siðan er það sem eftir er af deig- inu sett ofan á sem lok og kantarn- ir límdir vel saman. Nokkrar rifur eru skornar ofan á, helzt i fallegu mynztri, og pensla má deigið að of- an með eggi. Það er bakað í mjög beitum ofni, því sé ofninn ekki nógu heitur, bráðnar fitan áður en það er bakað, og pieið vcrður seigt og hart. Hins vegar má minnka hitann, þegar pieið er hálfbakað, og er það oft gert þegar það er bakað með fyll- ingu, eins og hér er talað um. Kjöt- kraftinn þarf ekki að nota, en rétt-' urinn verður enn ljúffengari, ef kraftinum er helt i gegnum rifurnar á lokinu meðan pieið er heitt. Hann þarf að vera það sterkur, að hann hlaupi þegar hann kólnar, annars þarf að setja i hann matarlim. Gott er að hafa svolítið sherry í soðið. Þetta má, eins og áður er sagt, baka i einu stóru fati, eða i litlum form- um, sem sé hæfilegur skammtur á mann. Alls konar salöt má hafa i krukku meðferðis til að nota með þessu, eins og kartöflusalat. En af þvl að majones fer ekki sérlega vel á ferðalögum (nema hægt sé að geyma hana i kæli) fer hér á eftir uppskrift að frönsku kartöflusalati: FRANSKT KARTÖFLUSALAT Ca. 1 kg kartöflur, 2 rifnir laukar, % dl rauðvin, 1 tesk. salt, Va tesk pipar, 2 matsk. borðedik, 6 matsk. matarolia, 3—4 matsk. söxuð per- silja. Kartöflurnar eru soðnar og skorn- ar i sneiðar og settar í skál með rifna lauknum, og rauðvininu helt yfir. Látið standa þar til kartöflurnar hafa sogið i sig rauðvinið. Siðan er öllu hinu blandað saman við, siðast persiljunni. 30 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.