Vikan


Vikan - 02.08.1962, Page 38

Vikan - 02.08.1962, Page 38
Palmolive gefur yður fyrirheit um ... AUKINN YNDISÞOKKA Þvoið, nuddið i eina mínútu. Skolið og þér megiO búast við aö sjá árangurinn strax Mýkri, unglegri, aðdáanlegri húð Frá og með fyrsta degi verður jafnvel þurr og við- kvæm húð' unglegri og feg- urri, en það er vegna Þess að hið ríkulega löður Palmo- live er mýkjandi. Palmolive er framleidd með olívuolíu. Aðeins sápa, sem er jafn mild og mjúk eins og Palmolive getur hreinsað jafn fullkomlega og þó svo mjúklega. Hættið því handa- hófskenndri andlitshreins- un: byrjið á Palmolive hör- undsfegrun í dag. — Lækn- ar hafa sannað hvaða ár- angri er hægt að ná með Palmolive. Palmolive með olívuolíu er ... mildari og mýkri. with Palmolive Læknirinn Framhal daf bls. 18. hann af einlægni. Það kemur manni skemmtilega á óvart. Lilian kom fram í dyrnar. — Já, það er flest, sem kemur manni á óvart þessa dagana, sagði hún. Orð hennar komu ónotalega við þau hin. Hún var í sumarkjól úr ákaflega dýru efni, blómamynztruðu, og gim- steinarnir glitruðu í eyrnameni henn- ar. En snyrtingin var ýkt, og gat Þó ekki leynt því að hún var náföl. Og það sló annarlegum glampa á augu henni. — Ertu þreytt? spurði Einar vin- gjarnlega. Þið hafiö vitanlega haldið áfram fram undir morguninn. Ég varð að fara eins og þú vissir. Og svo var ég svo þreyttur, þegar aðgerðinni var lokið, að ég varð að leggja mig. Ann- ars hefði ég komið fyrr heim. — Ástin mín, sagði Lilian óeðlilega Ijúf og innileg. Einar sá á gamla manninum, að hann mundi fara nærri um að ekki væri sönn sagan um kallið frá sjúkra- húsinu um nóttina. Hann roðnaði við Það var lakast, ef Lilian renndi grun i það lika. Hann vissi ekki hvort var, en framkoma henn'ar var annarleg. — Það er ekki að sjá að þú sért út- sofinn. sagði hann við hana. — Ég svaf illa og var að sálast úr höfuðverk, þegar ég vaknaði. En það líður áreiðanlega hjá. Og nú eru gest- irnir víst að koma, svo ég verð að taka á móti þeim. Hún hraðaði sér til móts við Halle höfuðsmann og konu hans. Þau hin héldu I humáttina á eftir henni. 1 fylgd með höfuðsmanni voru þau Gren liðsforingi og Margrét Jansen, unnusta hans. Gestirnir voru í sól- skinsskapi. Halle höfuðsmaður kunni manna bezt þá list að halda uppi skemmtilegum samræðum, enda var Patrik frændi honum þar hinn hjálp- legasti, enda þótt hann væri að öðru leytinu með hugann bundinn við fram- komu Lilian, og lét ekki á neinu bera. Einkennilegt hvað hún var brosmild og hve dátt og oft hún hló. Hlátur hennar var þó málmkenndur og upp- gerðarlegur. Og það sló óeðlilegum glampa á augu henni. Allt varð þetta til þess að vekja ugg og kvíða með gamla manninum. Hann virti Einar fyrir sér í laumi. Gat Það átt sér stað að hann tæki ekki eftir neinu óvenju- legu .... — Má ég biðja um meiri síld, varð Halle höfuðsmanni að orði. Dásamleg- ur síldarréttur þetta; einhver sá bragðljúfasti, kenndur við þann fisk, sem inn fyrir mínar varir hefur kom- ið. Sjálf matseljan I konungsgarði mætti vera stolt af slíkum síldarrétti. Leitt að við skyldum ekki geta haft upp á Gustav Lange og tekið hann með okkur. Ég hafði náð í aðgöngu- MaSur má bara aldrei líta af þér augunum, drengur. miða handa honum lika. Ég fæ alls ekki skilið að hann skuli láta á sér standa. Hann hefur þó hingað til ekki skort áhuga, þegar fallegir kven- mannsfætur eru annars vegar .... — Ég ætla að vona að ekkert hafi komið fyrir hann, varð konu höfuðs- mannsins að orði. Við spurðum eftir honum á öllum þeim stöðum, sem okk- ur gat til hugar komið . . . ég segi það satt, að mér líður ekki vel fyrr en hann er kominn fram. Hann hvarf héðan 1 nótt, talsvert ölvaður, eins og við öll vissum. Það er kannski heimskulegt, en einhvern veginn er eins og mig gruni að eitthvað sé að .... Hvað heldur þú um það Lilian? Lilian leit fast og athugandi á hana. Hún ætlaði að svara einhverju, en vafðist tunga um tönn. Það var eins og hún hafði lengi haft grun um. Sonja Halle var henni andsnúin. Hún var að minnsta kosti ekki vinkona hennar og hafði aldrei verið það. En hvað vissi hún mikið . . . spurði hún þannig af illgirni, eða .... • — Bn hvað gengur að þér, Lilian? Patrik gamli var dauðhræddur um að Lilian mundi falla í öngvit eða koma einhverjum ósköpum af stað. Hann reis úr sæti sinu til hálfs og var við öllu búinn. En Lilian tókst að ná aftur valdi yfir sér og svaraði með ýktu brosi. — Ég er ekki vel frisk í dag . . . við vorum líka að skemmta okkur fram á morguninn. Og það lá við sjálft að þú gerðir mér bylt við, Sonja. Þú veizt hve ég er ákaflega tilfinninganæm. En auðvitað getur þetta allt verið I stak- asta lagi. Gustav hefur sýnt það áður, að hann kann fótum slnum forráð .... Halle höfuðsmaður hló. — Það segi ég llka. Og hver getur 38 vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.