Vikan


Vikan - 02.08.1962, Síða 39

Vikan - 02.08.1962, Síða 39
látið sér til hugar koma hvar ungur og glæsilegur liðsforingi leggur leið sína um Jónsmessuleytið? Þetta gleymdist fljótt. Þegar miö- degisverðinum var lokið, var setzt út á veröndina og drukkið kaffi. Þá bar Blom garðyrkjumann að. Hann var búinn sínum beztu klæðum og spurði hvort hann mætti fá bilinn lánaðan. — Jæja, svo þú ætlar út á galeið- una, Blom, sagði Patrik gamli glettn- islega. Hvað segir frúin um það? Það lá við að feimnissvipur kæmi á andlit honum. — Það er einmitt Alma, sem ræður þessu, svaraði hann. Hún fullyrðir að það sé ekki Jónsmessa nema einu sinni á ári. Þess vegna langaði mig til að spyrja þig .... — Þá getum við ekið í mínum bíl, svaraði Patrik. Við komumst öll prýðilega fyrir í honum. Liðsforing- inn og unnusta hans geta komizt í bilnum með höfuðsmanninum . . . geri ekki ráð fyrir að þau kæri sig um að skilja. Það verður kannski þröngt um ykkur sex í bílnum minum, en ég sé ekki annað en það sé bezta lausnin, samt sem áður. Og þá lánar þú Blom þinn bíl, Einar. Þú veizt að Eva þurfum bæði að mæta snemma til vinnu í fyrramálið. Nú ættir þú að hvíla þig, vina min .... Hún bauð honum varir sinar, og hann varð að taka á öllu, sem hann átti til að kyssa hana. Og EVa horfði á .... Hans Bertilsen var orðinn þreyttur og leiður, þar sem hann sat I troðfull- um matsal veitingahússins — og þó undarlega einn síns liðs. Hann kallaði á þernuna, greiddi fyrir matinn og hélt út í sólskinið. Hafði Lilian ekki sagt að hann væri boðinn og velkom- inn, hvenær sem hann fengi löngun til að heimsækja hana? Hann gekk föst- um skrefum þangað, sem strætisvagn- inn nam staðar. Kvöldsólin skein hlýtt og notalega, þegar hann steig út úr strætisvagnin- um og gekk heim brautina upp að Fosshlíð. Þar var hvergi lifandi mann- eskju að sjá, hvarvetna ríkti kyrrð og friður. Hann hringdi dyrabjöllunni, og and- artaki síðar heyrði hann fótatak nálg- ast fyrir innan. Dyrnar opnuðust, Lil- ian stóð á þröskuldinum. Hún fagnaði honum með innilegu brosi. — Ertu kominn, Hans? Þú veizt þér er óhætt að trúa honum fyrir , , . , ^ , . bílnum . . . þeir eru ekki margir ör-Ö&^ h™ vel Þu SL Z*}?* uggari ökumenn en hann. Og þakka Þér fyrir í — Já, svaraði Einar. Það er velkom- ið að hann fái minn bil .... — Ég geri ekki ráð fyrir að Þið þurfið að hafa neinar áhyggjur af mér, sagði Lilian og greip hendinni að enni sér, eins og hún hefði þar sára tilkenningu. Ég finn að höfuðverkur- inn er að færast aftur i aukana. Það er því bezt að ég haldi mig heima við. Ég verð engum til skemmtunar hvort eð er. Ég er alltof þreytt til þess og illa á mig komin. Þið komizt þvi öll fyrir i bilnum hjá Patrik. Það var eins og öllum létti stórum við orð hennar. Þótt reynt væri, hæ- verskunnar vegna, að telja henni hug- hvarf, voru þær tilraunir einkenni- lega ósannfærandi, enda báru þær heldur ekki neinn árangur. Kannski var það einmitt þess vegna, að allir virtust í bezta skapi þegar lagt var af stað. Hún fylgdi þeim út á dyra- þrepin. — Hvenær má búast við ykkur heim aftur, spurði hún loks, þegar hún hafði óskað þeim góðrar skemmtunar. — Við verðum áreiðanlega ekki seint á ferðinni, svaraði Einar. Við heima. nótt .... Hún var þreytuleg á svip og tekin í andliti. — Kannski ætti ég heldur að heim- sækja þig einhvern tíma seinna, sagði Hans og virti hana fyrir sér. Þú ert svo þreytt að sjá. En mig langaði svo óumræðilega til að sjá þig og Þakka þér fyrir . . . i nótt. — Ég er ekki svo þreytt. Mér þyk- ir innilega vænt um að þú skyldir koma. Ég er svo óumræðilega ein- mana .... Hún leiddi hann inn. Sagði honum hvert hitt fólkið hafði farið. — Ég hafði ekki neina löngun til að fara með, sagði hún. Ég hef senni- lega fundið það á mér, að þú mundir koma. Nú fáum við okkur svolítið kaffitár, en þú verður að sitja hérna inni í stofunni á meðan ég er að laga það . . . kannski þú viljir hlusta á út- varpið .... Viðtökurnar voru vingjarnlegar, það vantaði ekki, hugsaði Hans, Þegar hann hafði fengið sér sæti í þægileg- asta stólnum, kveikt sér í sigarettu og opnað viðtækið. Engu að síður hafði hann gert sér vonir um það, eftir það sem þeim hafði farið á milli í nótt, að þær yrðu með eilítið öðrum hætti. En hún var bersýnilega Þreytt — og svo gat þetta lagazt .... Lilian var að örvinglun komin, þótt hún reyndi að láta ekki á Því bera. Hún var búin að hringja til Gustavs, hvað eftir annað, án þess að nokkur svaraði. Henni leið þó svolítið betur, eftir að Hans var kominn, hún var að minnsta kosti ekki eins einmana þá stundina. Hún hafði komið dótturinni fyrir í fóstur hjá Kristínu gömlu; fann að hún þoldi alls ekki nálægð hennar á meðan óvissan kvaldi hana. Hún lagaði kaffið með vélrænum handahreyfingum og annars hugar, spurði sjálfa sig stöðugt hvað gætl hafa hent Gustav .... Hans var að loka viðtækinu, þegar hún kom inn með kaffi handa þeim báðum. Það leit helzt út fyrir að hann væri í æstu skapi. Hún varð undrandi, hafði ekki hugmynd um hvað gat hafa gerzt þessar fáu mínútur .... — Ég var að hlusta á kvöldfréttirn- ar, sagði hann. Hérna situr maður i N hefir náð miklum vinsældum á örstuttum tíma. Bókobúð Böðvnrs Box 75. — Hafnarfirði. jSportveiðimeiii)! Leitið ekki langt yfir skammt. — Komið beint í einu ___ sérverzlunina með lax- og silungsveiðafæri. — Úrvalið hefur aldrei verið meira en nú, — og alltaf eitthvað nýtt. Veiðimnðurinn VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.