Vikan - 16.08.1962, Síða 10
Tveir blaðamenn eru að taka myndir á fjöldafundi í
Havana á Kúbu, bar sem Castró er að tala. Þeir eru
umsvifalaust teknir fastir og settir í dýflissu með
andstæðingum byltingarinnar. - Síðari hluti. -
Eftir Serge Lents.
MAÐURINN ÖSKRAÐI MEÐ HENDURNAR TEYGÐAR
UPP f LOFTIÐ.
Eftir tyo tíma vcrkjaði mig í hvern einasta vöðva. Ég reyndi ár-
angurlaust að snúa mér, en til þess var ekkert pláss. Ég sá mann í
fleti fyrir ofan, sem teygði hendurnar upp i loftið, eins og hann
væri að teygja úr sér. Ég öfundaði hann af rúminu, en sá samstund-
is, að það var eitthvað skrýtið, hvernig liann lá. Hann var eins og
trédrumbur, og þetta hafði einhver óþægileg áhrif á mig, sem ég
gat ekki gert mér grein fyrir. Allt í einu fór hann að hósta, án þess
að breyta um stöðu og síðan að stynja. Slunurnar hækkuðu og urðu
að ömurlegu væh. Alltaf vorn handleggirnir réttir upp i loftið og
hnefarnir krepptir. Nú varð einhver hreyfing i hinum enda klef-
ans og sá ég Galvera lækni koma alstripaðan i áttina til okkar.
Hann klifraði upp i rúmið og horfði stundarkorn á manninn. Svo
færði hann hann úr buxunum og batt hann með þeim við rúmið.
Galvera renndi sér hægt niður úr rúminu.
— Hvað gengur að honum? spurði ég.
— Flogaveiki, svaraði Galvera, stuttur i spuna eins og venjulega.
Maðurinn emjaði stöðugt í rúminu. Eftir stutta stund var ég orð-
inn veikur af þessu og flýtti mér á vanhúsið, traðkandi á hand- og
fótleggjum á leiðinni. Klósettskálin var nýþvegin. Ég settist á hana
og hélt þar kyrru fyrir það sem eftir var nætur. Þegar morgnaði
komst hreyfing á í klefanum. Ég fór aftur til míns fyrri staðar hjá
föður Cilio. Prestur var staðinn upp og var I alvarlegum samræð-
um við hina dauðadæmdu. Plássið, sem hann hafði skilið mér eftir,
var dásamlegt og ég sofnaði á augabragði.
Ég vaknaði við brunalykt. Tæpum tveim metrum frá mér var
kæfandi reykský og Tchéco var önnum kafinn að gera eld upp við
eina súluna í miðjum klefanum, en aðrir fangar reyndu að leiða
reykinn til dyranna með þaninni skyrtu. Kringum eldinn voru múr-
steinar og hafði Tcliéco scít þar yfir gamlan skaftpott og lagði frá
honum ilmandi kaffilykt. Hver okkar fékk nokkra dropa af sjóð-
heitu kaffi. Svo l omu tveir hermenn inn með matinn, hálfa mat-
skeið af mjólkurdufti, hrærðu í kalt vatn í gamalli ávaxtadós. Ann-
að var ekki skárra. Væri Okkur gefinn hanan, var hann æfin’ega
skemmdur. Ef fyrir kom, að kettægja sæist ofan á þessari hnefa-
fylli af hrísgrjónum, sem okkur var skammtað, var hún alltaf úld-
in. Meðan við vorum að borða sæmdi Galvera læknir okkur með
einu af sínum sjaldgæfu brosum og sggði::
— Það er ekki vist, að við séum svo illa haldnir hérna. Með þess-
um skömmtunaraðgerðum, sem verða strangari með hverium degi,
er ég viss um, að eftir nokkra mánuði horða menn ekki mikið betur
fyrir utan en innan. Það er hcimskulegt, hvað við leggjum mikið að
okkur til þess að geta orðið vanþróuð þjóð.
ÞRIGGJA DAGA BIÐ EFTIR DAMSPILI
Á daginn var ekkert annað að gera en tala. Tvö damtöfl voru til,
en menn þurftu að innrita sig þrem dögum fyrirfram til þess að
geta komizt að. Umræðurnar voru liins vegar liinar margbreytileg-
ustu. Tveir lögfræðingar rökræddu í meir cn þrjá klukkutíma um
eitt atriði í borgaralegum rétti. Annar þeirra gekk svo upp i efni
sínu, að daginn eftir hélt hann fjörutiu minútna fyrirlestur um
hjónabandslögin og hlustuðu allir á með stakri kostgæfni. Einn
hinna dauðadæmdu útskýrði út i æsar fyrir hverjum, sem hlusta
vildi, hvernig rækta bæri sykurreir. Aðrir töluðu um hjólreiðakeppni,
bifreiðar, kvenfólk og stjórnmál. Allar höfðu umræður þessar sér-
stakan blæ. Þær stóðu yfir tímunum saman og ekki hætt við þær
fyrr en allt hafði verið krufið til mergjar. Hér og þar voru nokkrir,
sem skýrðu frá sínum eigin högum og orsökunum til þess, að þeir
10 VIKAN