Vikan


Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 24

Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 24
Með kokkteilmim Framhald af bls. 17. HÁLF FYLLT EGG. Eggin skorin í tvennt, rauðurnar muldar og þeim blandað saman við fyllinguna, sem notuð er, en það geta verið hakkaðar sardlnur, sax- aðir sveppir, rækjur, og fleira. Oft hrært út með majones. SKINKUBITAR Skinka smurð með vel krydduðu majonesi, eða með sinnepi og sneið- unum vafið þétt um spergiibita. KOKKTEILPYLSUR Litlum pylsum raðað í hring á fat og skál með þeyttum rjóma, blönduðum sinnepi, borin með. OSTAKÚLUR 150 gr rifinn ostur, 200 gr smjör, 2 matsk. franskt sinnep (úthrært), 1 tesk. pipar, 150 gr rifið rúgbrauð. Allt hnoðað saman og búnar til litl- ar kúlur, sem eru kældar vel í is- skáp. ÝMISLEGT TIL AÐ SMYRJA MEÐ Ofan á sneiðunum má ekki vera neitt, sem dettur af um ieið og þær eru teknar upp, svo bezt er að blanda efnunum saman við smjörið, t.d. má setja 1—2 tesk. af jndversku karrý i Vi bolla af smjöri með einni tesk. sitrónusafa. Eða það má setja 2 matsk. sinnep. í Vz bolla af smjöri. Krydda má smjörið með papriku eft- ir smekk og er þá nokkrum hvít- vínsdropum bætt í. Ostasmjör er gert þannig, að Vi bolla af gráðaosti er bætt í V2 bolla af smjöri með 1 tesk. Worcestershiresósu. KAVÍAR Blandið saman Vo, bolla af kavíar, 1 matsk. sítrónusafa og % tesk. af rifnum lauk. EGG OG GRÆNN PIPAR Hvort tveggja hakkað mjög smátt og bleytt með majones. Kryddað með þurru sinnepi, salti og pipar. Það má smyrja litil kokkteilkex í stað brauðsins. Saltstengur og kex er mikið notað og er liér uppskrift að þvi: 500 gr hveiti, IV2 tesk. lyfti- 24 VIKAN duft, 50 gr smjörlíki, IV2 tesk. syk- ur, Vt matsk. salt, 2% dl mjólk. Hnoðað og búnar til stengur eða kex, sem er penslað með mjólk og stráð á grófu salti áður en það er bakað. Hér í búðum fæst núna ýmis konar álegg i túbum og er það einkar hent- ugt á kokkteibrauð. Tækniþáttur Framhald af bls. 3. mann, að bakpokinn „sitji" þannig, að hann þreyti sem minnst og vita þeir það gerst, sem reyna. Þarna hafa framleiðendurnir dregizt aftur úr, og er leitt til þess að vita, eins vel og þeir fylgjast með á öðrum sviðum — íslenzku kuldaúlpurnar eru til dæmis fyrirtaks flíkur, sem standast fyllilega samanburð við beztu, erlenda framleiðslu. Síðasta áratuginn hefur einmitt orðið mikil framför i öllum ferðaút- búnaði, og þó sér í lagi þeim útbún- aði, sem miðaður er við ferðir um öræfi og jökla. Það á sína sögu eins og allt annað. Þegar Bandaríkja- menn komu sér upp herstöðvum víðs vegar á Norðurhjara í síðustu heims- styrjöld, t.d. á Grænlandi, var ekk- ert til þess sparað að allur útbúnað- ur þeirra, klæðnaður og annað, yrði sem fullkomnastur, og í því skyni var stuðzt við reynslu þeirra, sem gert höfðu leiðangra til heimskauts- Iandanna. Svo vildi til, að norski flugkappinn Bent Balchen, náfrændi Amundsen gamla, hafði yfirumsjón með þeirri útgerð allri — og það var fyrir hans atbeina, að kulda- úlpurnar komust i tizku, en þær þörfu og hentugu flíkur lét hann gera eftir úlpum, sem gamall, norsk- ur seglasaumari gerði þeim félögum að forsögn Amundsen, sem tóku þátt í leiðangursförinni á Suðurheims- skautið. Þó var þessi nýja útgáfa nokkuð breytt, m.a. hafði þurrkað sefgras verið notað sem fóðurtróð í þá eldri og upphaflegu, 1 stað gæru- skinnsins. Þegar svo majór Ilunt undirbjó Himalayaleiðangur sinn, varð enn bylting á slíkum iitbúnaði, og hafa þær breytingar verið upp teknar af herjuin Breta og Banda- ríkjamanna og endurbættar margar. Nú eru því á markaði erlendis tjöld, bakpokar, burðargrindur og svefnpokar vandaðri, hentugri, létt- ari og traustari en nokkru sinni áð- ur. Og vafalaust geta íslenzkir iðn- aðarmenn framleitt slíkan ferðabún- að svo ágætlega, að hann þyldi sam- anburð við fyrirmyndina — og það eiga þeir að gera. ★ Spor í svartan sand Framhald af bls. 12. nieð fallegum ástarorðum. HANN var ekki einn. Einhver stúlka sem hún ekki kann- aðist við, var með HONUM. Hún sá HANN kynna liana fyrir foreldrum sínum. Hún sá mömmu HANS kyssa þessa stúlku, sem svo snögglega skaut upp kollinum. Kom allt í einu inn i ævintýrið hennar og kastaði henni að eld- stónni. Hún sem hafði beðið HANS. Gefið HONUM ást sina. Tryggð sina. AllL Hún var gleymd. Enginn vissi af henni i sandinum við lijallinn. Enginn vissi um sporin i sandinum. Og enginn myndi nokkurn tima vita hvert þau lágu. Örsmá öldubörnin skoppuðu og hlógu við fjörusteinunum og fylltu upp sporin i svörtum sandinum. Blóm á heimilinu: fueksm eftir Paul V. Michelsen. Fucksia hybrida. Fyrir nokkr- um árum sáum við í öðrum hverjum glugga Fucksíu, eða Blóðdropa Krists, eins og hún er einnig nefnd. Ifún var afar vin- sæl planta, einkum sú með dönsku litunum, rauð og livít, er minnti mann á þyrlandi pils ball- ettmeyjanna. Þá var líka hin dökkfjólubláa með leyndardóms- fulla lokaða blómbikara, og sú tvílita rauða, með fínlegum og léttum blómum, eins og litlum rauðklæddum álfiun. En vinsækl irnar minnkuðu, og hvers vegna? Sennilega vegna þess, að fram komu nýjar tegundir plantna, svo allir gátu valið úr við sitt liæfi og aðstæður. En nú getum við glatt okkur við það, að Fucksia er aftur far- in að vinna á í vinsældum, enda komin fram mörg ný og falleg afbrigði. Fyrstu tegundir Fucksíu voru notaðar sem stofuplöntur fyrir meira en hundrað árum, og eru mjög nægjusamar en ríkt blómstr- andi. Séu þær vel liirtar og fái nægan áburð, verða blómin stór og kröftug. Þau eru venjulega hangandi, eða drjúpa eins og dropi, og er það ein ástæðan fyr- ir nafninu „Blóðdropi Krists“. Fucksía þarf venjulega jarð- vegsblöndu frjóa og góðan áburð yfir sumarmánuðina. Um blómg- unartímann þarf hún mikið vatn og má aldrei þorna um of, því að þá er hætt við að „knúppar“ detti af og blöðin lyppist niður og þorni. Að vetrinum er plantan geymd i kjallaranum eða köldu herbergi og vökvast þá mjög lít- ið. Þá gerir ekkert til þó htin missi blöðin. í febr.—marz er svo plantan klippt til og umpottuð í nýja og frjóa mold og staðsett í góðri birtu en ekki sól. Vestur- gluggi er góður, sé þess gætt að liafa góða hlíf um pottinn, svo iiann hitni ekki um of í sólinni. Það getur verið gott að toppstýfa 1—2 sinnum til að hún greinist betur. Fucksíu er fjölgað með græðlingum, sem teknir eru á vorin, og er bezt að láta þá i vatnsglas og róta þeir sig þá á stuttuin tíma. Má þá planta þeim í létta mold í ekki of stóra potta.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.