Vikan


Vikan - 16.08.1962, Qupperneq 41

Vikan - 16.08.1962, Qupperneq 41
VStR FRAMLEIÐSLA cio sóttur og farið með hann til La Cabana, og rétt á eftir sóttu þeir föð- ur Cilio. Um kvöldið gekk sú saga um klefana, að Ignacio hefði verið skotinn. Hann var tuttugu og sex ára. Marc Lebreton og Serge Lentz voru að lokum látnir lausir fyrir milligöngu franska ambassadorsins, sem þurfti að beita hörku í málinu. í flugvélinni á leiðinni heim, sagði Marc Lebreton svo frá seinna: — Einhver i flugvélinni lét orð falla um, að líúbumenn væru ekki eins bölvaðir og þeir virtust og und- ir sól eins og þar væri ekkert end- anlegt. Já, hugsaði ég, ekkert end- anlegt nema dauðinn. Því ekki kem- ur Ignacio aftur, ekki doktor Yebra né Angus MacNair, né nokkur þeirra manna, sem daglega eru skotnir á Kúbu. ★ Útlagar úr skemmtanalífinu Framhald af bls. 9. — Mundu krakkarnir ekki siður leita út úr bænum, ef hann hefði upp á einhvern skikkanlegan stað að bjóða? _ Jú, áreiðanlega. Astæðan til þess, að unglingarnir flýja bæinn í eins rikum mæli og raun ber vitni, er fyrst og fremst sú, að hér eiga þeir eiginlega elckert athvarf. — Að lokum, Sigurjón. Eru krakk- arnir ekki yfirleitt óánægð með þetta ástand? — Jú, það er óhætt að fullyrða það. Óánægja þeirra er mjög al- menn, enda ekki nema vonlegt. RAFN GUÐMUNDSSON (16 ára) — Hvað vilt þú segja okkur um ástandið í skemmtanalifi æskunn- ar? Er það rétt, að reylcviskum ungl- ingum sé víðast hvar úthýst af skemmtistöðum i bænum? — Já, það er satt og rétt. Við fáum yfirleitt hvergi aðgang að dansleikj- um innan bæjarins. Þetta veldur því, að við neyðumst til að fara út úr bænum á staði eins og Hlégarð, Hvol, Hellubió og aðra slika. Þar er lítið eflirlit og nota rnenn sér það óspart. — Hvernig heldur þú, Rafn, að hægt sé að bæta úr þessu slæma á- standi? — Það verður aðeins gert með þvi móti, að krakkarnir fái skemmti- legt hús með skemmtilegri hljóm- sveit. Ég held, að það sé eina raun- liæfa leiðin tii úrbóta. Allir heilvita menn sjá, að einhverja viðhlítandi lausn verður að finna á þessu vanda- máli. Ástandið er algjörlega óvið- unandi, eins og nú standa sakir. — Og þú ert væntanlega ekki einn um þá skoðun? — Nei, áreiðanlega ekki. Það er alveg óliætt að fullyrða, að ungling- arnir eru mjög á sömu skoðun i þessu mikla vandamáli. Allflestir munu álíta, að hér sé mikilla end- urbóta þörf. ERLA BJARNADÓTTIR (16 ára) — Hvernig er þa:ð, Erla. Eiga unglingar á þinu reki aðgang að dansleikjum i samkomuhúsum höf- uðstaðarins? — Nei, ég held, að því sé fjarri. Það eru alltof fáir staðir, sem krakk- ar á mínu reki fá inngöngu á. — Svo að þú telur, að þar sé um talsvert vandamál að ræða? — Já, ég tel það. — Hvað taka nú unglingarnir til bragðs, þegar svo örðugt er fyrir þá að komast á dansskemmtanir innan bæjarins? _ Ég býst við, að þeir leili þá flest- ir út úr bænum. — Og hvert þá? — Ja, — til dæmis á Hlégarð, Hvol og aðra svipaða staði. — Hvernig heldur þú, að hægast væri að bæta úr hinni brýnu þörf unglinganna fyrir hentugan sama- stað? — Ég held, að það væri áreiðan- lega heppilegast að koma á fót ein- hverjum góðum skemmtistað, þar sem krakkar á þessum aldri ættu greiðan aðgang. Og hver eru svo viðhorf forráða- manna skemmtistaðanna í þessu vandamáli? Konráð Guðmundsson gestgjafi í Lídó og Bjarni Guðjóns- son, sem gegnir forstjórastörfum í Klúbbnum í fjarveru Birgis Árnason- ar, liafa góðfúslega orðið við þeirri ósk, að gera grein fyrir því. KONRÁÐ GUÐMUNDSSON f LÍDÓ — Hvaða skilyrði verður fólk að uppfylla til þess að fá inngöngu á dansskemmtanir í Lídó? —■ Fólkið verður að hafa náð 21 árs aldri. — Hver er nú ástæðan til þess, að þið meinið fólki, sem náð hefur 16 ára aldri inngöngu? — Ástæðan er einfaldlega sú, að við viljum ekki brjóta lög. Sam- kvæmt lögum er óheimilt að veita fólki yngra en 21 árs vín og sem kunnugt er, höfum við vínveitinga- leyfi i Lídó. Ef nú þessu fólki er hleypt inn i húsið, mundi það í mörguin tilfellum reyna að verða sér úti um vin. Og þegar svo væri komið, —■ fólkið komið í hóp gest- anna, — væri gjörsamlega ómögulegt að koma í veg fyrir, að því tækist að fá vín. Af skiljanlegum ástæðum get- um við ekki ábyrgzt slíkt. Ungling- arnir geta auðveldlega, eftir að inn er komið, skotið sér á bak við vini og kunningja, sem eldri eru að árum og látið þá kaupa fyrir sig, — nú, svo þegar það er setzt að drykkju, getur í mörgum tilfellum farið svo, að eftirlitsmanninn, sem hefur það hlutverk að sjá um, að veitingahús- in brjóti ekki lög með þvi að veita fólki yngra en 21 árs áfenga drykki, beri að, — ef hann kemst að þvi, að viðkomandi unglingur uppfyllir ekki rétt aldursskilyrði, þá kemur i hlut veitingahússins að svara til saka, og getur það orðið býsna dýrt spaug. Þetta er fyrst og fremst ástæðan til þess, að við i Lídó meinum fólki innan 21 árs aðgang að dansleikjum okkar. _ Hefur þú nokkuð hugleitt það, Konráð, hvernig koma ætti til móts við þessa unglinga, sem bæði þú og aðrir meina aðgang? — Vitanlega. Málið verður leyst með því móti einu, að koma upp húsi fyrir þetta fólk, þ.e.a.s. unglingana á aldrinum 16—21 árs. Og það dug- ar ekkert hálfkák. Unglingarnir verða auðvitað að fá fyrsta flokks hús með fyrsta flokks aðbúnaði, góðri músik, fullnægjandi þjón- ustu. — Telur þú, að takast megi að relca hér slíkan stað? — Án efa. En til þess að slikt blessist, verður allur aðbúnaður að vera fyrsta flokks, eins og ég hef áður sagt. Ég hef fylgzt með einum slíkum stað, sem rekinn var um hríð I Kaupmannahöfn og reynslan af þeim rekstri var þar góð, — hreint afbragð, — aðbúnaður var allur mjög til fyrirmyndar. — Af orðum þinum má ráða, að þetta vandamál sé víðar til staðar en hér á landi. Hvað viltu segja um það? — Já, mikil ósköp. Ég held, að mér sé óhætt að segja, að það þekk- ist víðast hvar ef ekki alls staðar, — í hverju einasta landi. Og það er alveg áreiðanlegt, að þvl fyrr sem það er leyst, — ja, því betra. BJARNI GUÐJÓNSSON f KLÚBBNUM — Á hvaða aldri eru ykkar gest- ir, Bjarni? — Hingað kemur fólk svo að segja á öllum aldri. Þó reynum við að koma í veg fyrir, að unglingar inn- an 21 árs fái aðgang að dansleikjum okkar. — Hvers vegna það? _ Ja, vegna þess, að við höfum vínveitingaleyfi og kærum okkur ekki um að misnota það með því að veita unglingum innan 21 árs áfenga drykki. Það er auðvitað útilokað að fylgjast með því, eftir að inn er komið, að unglingum innan 21 árs takist ekki að fá vín. Þeir geta látið fullorðna kaupa fyrir sig án þess að við höi'um hugmynd um, og við get- um ekki tekið þá áhættu. Annars er því ekki að neita, að þessi áfeng- islöggjöf er harla kynleg. Það er til dæmis anzi skrítið, að stúlka, sem er 18 eða 19 ára, og er, — við skul- um segja gift 21 árs gömlum manni, — skuli þurfa að horfa þurrbrjósta á mann sinn drekka áfengi. Ég er ekki að mæla með áfengisdrykkju, en mér finnst þetta stangast óþægi- lega á. — Hefur þú nokkuð hugleitt, VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.