Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 28
Ungfrú
Yndisfríð
Hvær er
örtcin bnns
NÓA?
Nú er það Örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndis-
frið hefur falið i blaðinu. Kannske í einhverri
myndinni. Það á ekki að vera mjög ert'itt að
finna hana og ungfrú Yndisfríð heitir góðum
verðlaunum: Stórum konfektkassa, sem auðvit-
að er frá Sælgætisgerðinni Nóa.
Nafn
Heimilisfang
Órkin er á bls. Sími
Siðast þegar dregið var hlaut verðlaunin:
SÓLRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR,
Vífilsstöðum.
SVAVAR GESTI SKRIFAR OM
NÝJAR HLJÓMPLÖTUR,
Sonny Froboess: Zwei kleine Italiener
og Hallo,Hallo, Hallo. Hin kornunga Conny
virðist ætla að taka við af Caterinu Val-
ente í Þýzkalandi og reyndar víðar, hvað
vinsældir snertir. Þessi nýja plata hennar
hefur skipað efsta sæti vinsælustu hljóm-
platna í öllum Vestur-Evrópulöndunum
undanfarna mánuði. Það er fyrra lagið,
sem heldur plötunni uppi, en bæði lögin
voru í danslagakeppni í Þýzkalandi fyrr
á árinu og sigraði fyrra lagið. Lögin eru
fjörug og skemmtileg, söngur Conny mjög
góður, og mun betri en í fyrstu kvikmynd-
unum, sem bárust með henni hingað fyrir
tveimur árum. Undirlejkurinn á plötunni
er mjög góður og kemur vel í ljós í laginu
Hallo, að nokkrir snjallir jazzleikarar
skipa hljómsveitina. Það er sama sagan
uppi á teningnum hér og með sænsku plöt-
una, sem skrifar var um síðast, að það er
vandað betur til undirleiks á hljómplötum
m' Evrópu heldur en í USA, enda vill það
(fjstundum bre-nna við Iijá þejm fyrir west-
an, að þeir kaupa plötuna eingöngu efiir
því hver syngur á henni, en ekki hvernig
lagið er, söngurinn eða undirieikurinn. Þessi plata með Conny er hin eigulegasta og má mikið
vera ef að Zwej kleine Italiener á ekki eftir að verða eitt vinsælasta lagið á íslandi sumarið
1962. Columbia hljómplata, sem fæst í Fálkanum, Laugav. 24.
GAMLA MYNDIN.
Og þá kemur loksins mynd af hinni frægu Dixielandhljómsveit Björns R. Einarssonar úr Lista-
mannaskálanum veturinn 1945—46. Björn R. Einarsson, trombón (stjórnar enn hljómsveit), Har-
aldur Guðmundsson, trompet (er búsettur á Norðfirði, þar sem hann vinnur mjög að músikmál-
um), Gunnar Egjlsson, klarinet (leikur i Sinfóníuhljómsveitinni), Guðmundur R. Einarsson,
tremmur (leikur með Birni R.), Axel Kristjónsson, gftarleikari (Axel fór að leika á bassa nokkrum
árum síðar og hefur leikið með ýmsum hljómsveitum. Leikur um þessar mundir í Samkomuhúsi
Vestmannaeyja), Árnj ísleifs, píanó (er í Breiðfirðingabúð).
BRENDA LEE SAFNAR SKÓM.
Ég ætla að fara í verzlunarskóla í haust, sagði Brenda Lee við blaðamann nokk-
urn, sem átti viðtal við hana fyrir stuttu. Eg er orðin 17 ára og vgrð að taka námið
alvarlegri tökum en ég hef gert undanfarið.
Brenda Lee hefur haft einkakennara síðan hún varð fræg söngkona fyrir fjórum
árum, og hefur hún lokið gagnfræðaprófi. Á sama tíma hefur hún sungjð inn
á gífurlegan fjölda hljómplatna, sem náð hafa metsölu. Hún hefur ferðast um
Bandaríkin þver og endilöng og komið fram á hljómleikum, hún hcfur komið fram
i óteljandi sjónvarps- og útvarpsþáttum og hún hcfur leikið í tveimur kvikmyndum.
Ég safna skóm, sagði Brenda, þegar blaðamaðurinn spurði hana, hvort hún safn-
aði ekki ejnhverju, eins og svo margir jafnaldrar hennar. Og ekki nóg með það,
bætti hún við, ég á orðið svo mörg pör, að i suma þeirra lief ég alls ekki komið.
Ætli ég eigi ekki tæplega tvö hundruð pör. íþróttir? Mér þykir gaman að öllum i-
þróttagreinum, ég er liálfgerður strákur í mér og vil reyna allt, núna hef ég mestan
áhuga fyrir tennis, en er hálfgerður klaufi ennþá.
- 'V
28 VIKAN