Vikan


Vikan - 16.08.1962, Qupperneq 43

Vikan - 16.08.1962, Qupperneq 43
þau ætla að fara að baða sig í sjón- um og þau fara niður fyrir húsin og finnst mér þau ætla að fara að klæða sig úr þar. Rétt á eftir kemur M., en svo lieitir stúlkan, upp á götuna og er hún bara í eid- rauðum bíkini baðfötum og labb- ar svona út götuna. Ekkert sá ég meira til G., piltsins hennar. Ég nafngreini þau, þvi ég hef heyrt að nöfn liafi svo mikið að segja í draumum. Svo labba ég lengra inneftir og þar stendur blár og hvítur Moskvitch, sem hann á, og jakkinn hans hangir á hurðinni. Án þess að ég sé nokkuð að gá sé ég inn í veskið hans, sem er í vasanum og þar er mynd af mér, sem ég gaf honum einu sinni. Og ég verð svo ofsaglöð að sjá mynd- ina þarna. í trúnaði sagt þá var ég með þessum strák fyrir svona einu og hálfu ári síðan, en þá fór ég burtu og þar með var allt búið en við erum góðir vinir núna. En innst inni er ég alltaf hrifin af honum. Ég vona að þér getið ráð- ið þennan draum bæði fljótt og vel. Með fyrirfram þökk. Lilla. Svar til Lillu: Éq held að þessi draumur sé ekki fyrir því, stranqt tekið, að þú oq fyrrverandi vinur þinn takið saman aftur, eftir þeim táknum, sem i draumnum birt- ast. Hins veqar sé þetta bendinq um það að hann varðveiti ávallt mynd þina i hjarta sér oq qleymi þér alls ekki. Éq qeri ráð fyrir að ef þú stiqir það skref sem þarf til að stofna til þess sajn- bands, sem áður ríkti hjá ykkur, þá yrði það auðleyst mál. Ef pilt- urinn hefur siq ekki til þess, þá er ekkert því til fyrirstöðu að þú drifir sjálf í málunum, þrátt fyr- ir að það er qömul oq viðlekin hefð að karlar eiqi frumkvæðið í ástamálunum. En nú á döqum þarf þetta alls ekki að vera svo oq konan á fullan rétt til að eiqa frumkvæðið eins oq karl- maðurinn. Kæri draumaráðandi. Mig dreymdi að vinur minn, sem heitir Friðrik, færi með mér i kirkju. Þegar við komum inn í ytri forstofuna liggur þar frekar ungur maður á gólfinu, berhöfðaður og við sáum ekkert athugavert við hann og héldum áfram inn kirkjugólfið. Þegar við komum þangað lá þar lík í kistu, sem var opin og þekkti ég ekki líkið. Þá var jiar kona sem var mjög horuð og beinaber, og var að reyna að prjóna sjal af veikum mætti. Þá skeði það að FriÖrik hrað- ar sér sem skjótast út úr kirkjunni, en ég stanza litla stund og hef orð á því við mann sem stendur við hlið mér, hvers vegna Friðrik muni hafa flýtt sér svona mikið út, og hann segir: „Hann tók svo nærri sér að sjá þessa konu, sem að nafninu til er í þessum heimi. Við þetta vakn- aði ég. Þakka fyrirfram fyrir ráðninguna. JG. Svar til JG. Ráðning þessa draums fer mjög eftir því á hvaða aldursskeiði þú ert. Værirðu ung stúlka mundi draumur þessi að öllum líkum vera þér tákn um giftingu, sem væri þér friðsæl og þægileg. Hins vegar fyrir roskna manneskju að dreyma þennan draum benti til að þú hefðir komizt gegn um alla erfiðleika, sem þú hefur undan- farið átt í stríði við. Kæri draumráðningamaður. Mig langar til að biðja yður að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru, hann er þann- ig: Mér fannst ég finna að tennurn- ar í mér hrukku í tvennt (ég er með falskar tennur). Ég tek brotið út úr mér og sting því aftur fyrir bak í lófa mínum og vil ekki láta sjá hvað gerzt hafi. í því kemur kona til mín og biður mig að lofa sér að sjá skarðið, ég verð dálítið undr- andi yfir þvi að hún skuli vita að tennurnar væru brotnar, og sýni ég henni skarðið og tek út úr mér hinn partinn og segi við konuna: „Sjáðu hvernig tennurnar mínar fara“, og i því losnar ein tönn úr þeim parti sem ég held á. Lengri var draumurinn ekki. Með fyrirfram þakldæti. Hildur. Svar til Hildar. Það er ekki gott að dreyma að tennur manns brotni, því það bendir til að eitthvað bregðist manni hrapalega. f þínu tilfelli gengur það þann veg til að þú skammast þín fyrir það og vilt dylja fyrir öðrum, en án árang- urs. Ég mundi álíta að þessi mis- tök væru að nokkru leyti at- vinnulegs eðlis, og væri þér ráð- legt að athuga gang mála vel þar, því eitthvað er ekki nægilega vel byggt upp. Kæri draumaráöningamaður. 1 nótt dreymdi mig að ég, frænka min, móðir mín og tvær vinkonur mínar væru á feröinni fótgangandi, til kirkjustaðar og menntaseturs, sem er hér nærri. Allt í einu vorum við komnar að brú yfir á og var áin kolmórauð. Ég og önnur vin- kona mín beygðum út af veginum og ég hljóp beint i ána, en rétt þeg- ar ég fór út í kallaði hin vinkonan: „Farðu ofar þar er grynnra“. En ég var komin út í og fann hvergi botn, en rétt í því tók vinkonan sem hjá mér var, i höndina á mér og dró mig upp að bakkanum, en þá fannst mér bakkinn vera svo linur að höndin á mér sökk upp að úln- lið, þá fannst mér að það væri bezt að láta mig fljóta niður eftir ánni og komast þar á land, en við það vaknaði ég. Með fyrirfram þakklæti. Dísa. Svar til Dísu: Snerting við ósalt vatn er í mörgu tilfelli fyrir veikindum og svo virðist vera sem svo sé einn- ig hér. Veikindi þessi eru þess eðlis að ekki verður fyrir þau séð þegar í stað þar sem þú botn- aðir ekki í ánni, en hins vegar hafðirðu von um að komast upp úr á hentugum stað, þannig að veikindin lagast þá einnig á sín- um tíma. Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum árum í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). Lœkjargötu . Hafnarfirði . Sími 50975. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.