Vikan


Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 34

Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 34
mér líka! Svona, svona, ungfrú góö. bklu svona mikið í einu! Sjáðu bara hvernig mannna í'er að: Litið á einu sinni oftar. En þú helur réli fyrir þér — maður byrjar aiúrei of snemma á réttri húð- snyrtingu. Mamma þin hefir lika frá æsku haft þessa regiu: Nivea daglega. Gott er að til er NIVE A ! Nivea inniheidur Euee- rit — efni skylt húðfii- unni — frá því stafa hin góðu áhrif þess Svikarinn Framhald af bls. 21. — Sammála, sagði Bud. Alveg sammála. Það var skrýtið, hve fljótt maður varð leiður á öllu. í fyrra hafði honum fundizt það mikilvægara en allt annað að kom- ast í körfuboltaliðið, og nú var hann í því, og hvað var varið í það? Ekk- ert sérstakt. Það var ekkert sérstakt við svo margt, sem hann hafði hald- ið að væri stórkostlegt þegar hann var lítill. Þeir staðnæmdust á götuhorninu og kveiktu sér báðir í sigarettu. Þrjár stelpur úr skólanum gengu fram hjá. Bud og Don hiðu þar til þær nálg- uðust hornið, þá blístruðu þeir báð- ir. Stelpurnar flissuðu og hertu svo- lítið á göngunni, en svo var ekkert varið í það lengur. — Hvert eigum við að fara? spurði Bud. Ilvað eigum við að fara að gera? — Ég veit það ekki, sagði Don. Það er ekkert, sem mig langar til. — Ekki mig heldur. Þeir gengu áfram og drógu fæt- urna. Eltir dálitla stund sagði Don: — Heyrðu. geturðu el ki komið til min eftir kvöldmat? Pabbi og hún ælla út m;ð öðrum hjónum í bíln- um þeirra. Svo tökum við bílinn og keyrum ci'.tlivað. Don átti heima í stóru einbýlis- húsi með stórum garði. Hann hafði sérherbergi, fullt af h'utum eins og maður sá í búðunum og óskaði sér að eiga. Þessi, sem hann kallaði allt- af „hún“, var þriðja kona pabba 34 VIKAN hans og falleg eins og Ijósmyndafyr- irsæta. Og pabbi hans átti stórt fyr- irtæki. Hann var líka góður við Don og leyfði honum að gera allt, sem hann langaði til. Það var þannig pabbi, sem allir ættu að eiga. — Kanntu að keyra? spurði Bud. — Ég? Ég hef keyrt síðan ég var þrettán ára. — Jæja. Rödd Bud bar vott um mikla aðdáun. Þú getur ímyndað þér, hvort ég kem! Hann skildi við Don og labbaði hægt heim á leið. Hann fann spaghettilyktina, þeg- ar hann gekk upp stigann að íbúð- inni á fjórðu liæð, þar sem hann átti heima. Pabbi hans stóð við eldavél- ina og hrærði í potti með langri trésleif. Hann var lítill og dökkur á húð, mcð þunnt svart hár og skær svört augu. Bud datt i hug, livað Don mundi segja, ef hann sæi pabba hans núna. En hann varð að búa til matinn, því að mannna Buds var dáin og þeir liöfðu ekki efni á að hafa vinnu- stúiku. Don liefði samt fundizt það hlægi- Iegt. Pabbi, sem býr til mat! _ Hæ, Bud, sagði pabbi og sneri sér við. Hann brosti svo skarðið eftir tann, sem hann hafði misst, kom í Ijós. Hvernig gekk æfing í körfubolta? Pablii æiti að geta talað réttar eft- ir öll þau ár, sem hann hafði búið hér. —- Vel, muldraði Bud. Hann henti jakkanum á stólbakið, en hann datt á gólfið og hann lét hann liggja. Pabbi hans hætti að brosa. — Taktu upp jakkann, sagði hann. Bud hreyfði sig ekki. Augu pabba urðu hvassari og hann steig eitt skref i átt til hans. — Taktu upp jakkann, sagði liann aftur. tíud leit á hann, beygði sig niður og lók upp jakkann. Af hverju lét eg liann ekki liggja þarna? Pabbi gat ekki þvingað mig tii að taka nann upp. Pabbi gæti ekki þvingað mig tii að gera neitt. Bud var miklu stærri og sterkari, og liann vissi líka meira. eabbi var ekki einu sinni fæddúr i þessu iandi. Hann hafði CKki einu sinni gengið í barnaskóla. — Þú keppir á föstudagskvöld? Ég kein kannski og horfi á. Bud leit snöggt upp. — Æ, þú ættir ekkert að vera að þvi, pabbi. Það er erfitt að fylgjast ineð, el' maður kann ekki reglurnar. Reyndar er ekki víst að ég spili með. Fyrirliðiun er á móti mér. — Af hverju er hann það, ef þú spilar vel og hegðar þér vel? spurði pabbi. Hann leit rannsakandi á soninn. Hvað hefurðu gert? Bud varð blóðrauður í framan. — Ég hef ekkert gert, kallaði hann. Þú heldur alltaf að það sé mín sök. Þú tekur alltaf málstað hins aðilans. Gætirðu ekki hugsað þér einhvern tíma, bara i eitt skipti, að standa með syni þínum? Hann skellti á eftir sér eldhússhurðinni áður en faðir hans gat svarað hon- um og fór inn í litla herbergið, þar sem þeir sváfu báðir, og henti sér niður á rúmið sitt. Hann lá með handleggina undir höfðina og starði upp í loftið. Pabbi Dons hélt alltaf með syni sínum. Hann kastaði ekki alltaf allri sök á hann. — Bud.... Bud lireyfði sig ekki, en hann vissi, að faðir hans stóð i dyragætt- inni. —- Hvað? — Hverjum svararðu í þessum tón? spurði pabbi hans, með rödd, sem virtist blíðleg, en var það ekki. Hver heldurðu að þú sért? Stór — já, og gengur i skóla, en samt bara strákur. Minn stráikur. Og minn strákur talar kurteislega við mig og gerir það, sem ég segi honum, eða ég skal kenna honum annað. Það er enginn annar, sem geitur kennt honum. Engin mamma, bara ég. Hann gekk að rúminu og sló Bud einu sinni, fast, i andlitið. Bud reis upp. Ég slæ þig aftur. Ég er stærri en þú. Bíddu bara, þang- að til þú gerir þetta aftur. Þá slæ ég þig aftur. En hann sagði þetta ekki upphátt. Hann sagði þetta aldrei upphátt. — Þegar ég svaraði föður mín- um ókurteislega í gamla landinu, sagði pabbi, sló liann mig með ól. Okkar fjölskylda elur ekki upp neina slána. Komdu nú og borðaðu. Bud stóð upp af rúminu og gekk fram í eldhúsið. Pabbi hans fyllti diskinn hans af spaghetti og liellti rauðri sósunni yfir. En Bud var ekki svangur. Hann vildi ekki spaghetti. Hann var dauðleiður á því og liann vildi ekki lykta af hvitlauk, þegar hann færi til Don. — Borðaðu nú, sagði pabbi hans. Stór piltur, körfuboltaspilari, verð- ur að fá mikinn mat. Bud tók upp gaffalinn og vafði spaghetti um hann. Hann hafði ekki litið á föður sinn síðan hann kom i eldhúsið, en hann fann að pabbi horfði á liann. _ Þetta er ágætt, pubbí, sagðí hann. — Sannarlega. Það hefur soðið síðan klukkan fjögur. Verður að sjóða hægt og lengi. Eftir matinn þvoði pabbi upp og Bud þurrkaði. — Þarftu að lesa í dag? Stærð- fræði? spurði pabbi. Hann talaði alltaf um stærðfræði, síðan Bud var næstum fallinn í henni í fyrra. Hann þekkti ekki mun á ferhyrning og þrihyrning, en hann talaði sifelit uin stærðfræði. — Ég ætla til Don i kvöld. Pabbi kinkaði kolli. — Já. En lyrst lestu stærðfræði. Bud kastaði frá sér þurrkunni. — Þú þarft ekki að segja mér, livað ég á að gera. Það veit ég betur en þú. Hann tók andköf og hljóp út úr eldhúsinu, út úr ibúðinni og kallaði lcæfðri röddu: — Láttu mig í friði, láttu mig 1 friði! Hann hélt að pabhi mundi koma á eftir honum og hljóp næstum alla leiðina til Don. Þegar hann kom að hliðinu hjá Don, leið honum betur. Nú mundi eitthvað ske. Don lét sér ekki nægja iþróttir og bió, eða að flangsa dá- lítið utan í stelpur, allt þetta, sem Bud hafði fundizt I fyrra, að mað- ur þyrfti að vera svo svalur til að gera. En það var áður en hann og Don byrjuðu að vera saman. Bud hringdi dyrabjöllunni og Don kom fram og opnaði. Blá augu hans lýstu af æsingi. — Þau eru farin, sagði hann. Komdu. Hann gekk á undan að bílskúrn- um. Hann opnaði afturdyrnar á bílnum og leitaði að einhverju á gólf- inu. Svo rétti hann sig upp og veif- aði lyklum sigri hrósandi. — Varalykillinn. Nú getum við farið af stað. Bud starði á langan, spegilgljá- andi bilinn. — Það er eins og hann sé splunku- nýr, sagði hann. — Já, við fengum hann í gær. — Veiztu hvernig á að aka hon- um? Don yppti öxlum. — Ef maður kann á einn, kann maður á alla. En hvað er að þér? Ertu að gefast upp? — Nei, en það er bara.... _ Svona, komum nú. Hann settist i ökumannssætið og Bud við hlið lians. — Allir strákarnir hér í nágrenn- inu eru huglausar skræfur, sagði Don. Ég hélt að þú værir betri. Bud skellti hurðinni í skyndilegri og óskiijanlegri reiði. — Eftir hverju erum við að bíða? Ef þú getur I alvöru keyrt þessa kerru, þá sannaðu það! Don sneri lyklinum og vélin byrj- aði strax að suða. Don varð undr- andi. — Hann er ekki alveg eins og sá gamli. Ég verð að reyna að finna út, hvernig hann gengur. Þegar hann þagnaði, heyrðu þeir l'ótatak og í sömu andrá sáu þeir iítinn beinaberan mann koma lilaup- andi. — Hver fjandinn, hvíslaði Don. Ég var búinn að gleyma garðyrkju- manninum. -— Hvað stendur til? öskraði litli maðurinn. Hver er að reyna að stela bílnum? Herra Don? Eruð það þér, lierra Don? Þér megið ekki aka bilnum. — Burt, hrópaði Don. Hann steig

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.