Vikan


Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 38

Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 38
minn? Nei, hann sveik mig ekki. Læknirinil Hann þagði svolitla stund og sagðilt^ svo: _ Ég verð að fara. Ég verð aðf \j Framhald af bls. 19. iráðin í að ná Binari frá mér fara að læra. j Hann lagði lieyrnartólið á og hljópi upp. Hann tók tvær tröppur í hverjm skrefi. -fc Handavinna Framhald af bls. 17. . en henni skal aldrei takast það .... aldr- ei að eilífu .... Einar skal fá að kom- ast að raun um, hvaða kona það er, sem hefur verið í nánastri vináttu við Gustav Lange. Patrik varð svo reiður, að hann réði sér varla. leggið þau á þykkt stykki, mælið form þeirra út með títuprjónum og leggið sfðan rakt stykki yfir og lát- ið þorna alveg áður en hreyft er. Saumið saman axlar-, hliðar- og ermarsauma með þynntú garninu og aftursting. Saumið uppslögin saman, festið við ermarnar og brjótið út á réftuna. Festið kragann við hálsmálið. Saum- ið vasana fasta. Gangið frá hnappagötum með venjulegu kappmelluspori. Festið tolur á vinstri barm gegnt hnappa- götunum. Saumið hneppslu efst á hægra framstykki, festið hnapp andspænis hneppsiunni á vinstra framstykki. Saumið hanka á báða hliðar- sauma í mittisstað jafn breiða belt- inu. Ef með þarf, er ágætt að hekla 1 Umf. fastahekl upp barmana og framan á kraganum. + — Er þér ekki nóg að þú hefur gert tilraun til að myrða þau bæði, Evu og Einar? Andlit hennar afmyndaðist óhugn- anlega. Hún hörfaði skref aftur á bak og æðið logaði í augum hennar. Pat- rik gamla setti hljóðan — nú sá hann hvers kyns var. Hún var veik, hald- in einhverri brjálun. Hann varð að sjá svo um, að henni yrði fengin vist á geðveikrahæli eins fijótt og auðið reyndist. — Við skulum láta þetta niður falia, mælti hann Þú þarfnast hvíld- ar og umönnunar. — Það gengur ekkert að mér .... ekki annað en örvæntingin .... — Það get ég mætavel skilið, og einmitt þess vegna álit ég heppilegast að fundum ykkar Einars beri ekki saman í bili. Þú getur dvalizt hérna uppi, eins og ég sagði. — Þú getur ekkert á mig sannað. — Lilian .... vinstra framhjólið losnaði af bilnum. Þú gleymir því, að Blom garðyrkjumaður er kunnáttu- maður í öllu, sem kemur bilum við, og hann vissi vel hvað þessum bíi leið. Hann rannsakaði hann eftir slysið, og komst að þeirri niöurstöðu, sem nægir til .... en nóg um það. Hann hefur ekki látið þetta yppskátt við neinn nema mig, og gérir það heldur ekki nema. ég ákveði að láta til skarar skríða .... Lilian hneig niður á rekkjuna. Hún kom ekki upp neinu orði, en grét af þungum ekka. Patrik reis á fæt- ur. Eitt andartak beið hann við rekkju- stokkinn eins og hann ætlaði að segja eitthvað fleira. Bn svo gekk hann á brott, þegjandi. Hún heyrði hurðina falla að stöf- um. Grátur hennar sefaðist eins brátt og hann hafði byrjað. Yfir hana færð- ist djúp og friðsæl kyrrð. Um hríð lá hún þarna og naut lognsins eftir storminn. Og nú brá svo kynlega við, að hún óttaðist ekki neitt framar. Og hún var ekki lengur í neinum vafa um, hvað hún ætti að gera. Hún reis á fætur, þvoði andlitið úr köldu vatni. Klæddi sig vandlega, starði lengi á magurt og torkenni- legt andlit sitt í speglinum. Hugur hennar leitaði til Gustav Lange. Nú voru örlög hennar öll undir honum komin. Hún hafði þráð hann lengi, en hann hafði ekki látið neitt til sín heyra. Nú hlaut hún að snúa sér til hans. Um aðra leið átti hún ekki fram- ar að velja og hún þráði hann heitar en nokkru sinni fyrr. Hún var þess meira að segja fullviss, að hún myndi reynast fær um að þola fátækt og skort, ef hann einungis vildi taka hana að sér. Henni varð það ljóst, að það var hennar mikla mein, að hún skyldi ekki hafa gert Það upp við sig fyrr. Þá hefði hún ekki aðhafzt það, sem .... Patrik gamli hafði lög að mæla. Hún gat ekki hafa verið með sjálfri sér. Glugginn stóð opinn. Angan rósa barst inn til hennar úr garðinum. Hér var fagurt og yndislegt að vera, en þó mundi hún kveðja það allt sárs- auka- og saknaðarlaust. Hún snyrti andlit sitt i skyndi. Að því búnu settist hún við skrifborðið. Hún þurfti að skrifa bréf .... langt bréf. Penninn flaug yfir pappírinn, hverja örkina á eftir annarri. Loks reis hún úr sæti sínu, braut bréfið saman og lét það í umslag. — Þá er mér ekkert framar að vanbúnaði, mælti hún lágt við sjálfa sig. Hún stakk bréfinu i tösku sína og hélt af stað. Stanzaði á þröskuldin- um og virti herbergið fyrir sér, en ekki nema andartak. Svo gekk hún fram ganginn og niður stigann, hröð- um, ákveðnum skrefum. Svo ók hún bílnum út úr skýlinu og út á veginn til Miklasands. Hún ók hratt að vanda. — Ég veit, að þú ert með mér, pabbi, sagði hún við sjálfa sig. Nú var hún róleg og sterk. Hún lagði bílnum þar, sem hún var vön. Gekk siðan rólegum skrefum yf- ir torgið og inn í hliðargötuna. Gustav Lange sat að vinnu við skrif- borð sitt, þegar hún kom. Hún hringdi dyrabjöllunni. Hann hörfaði aftur á bak, svo mjög brá honum, þegar hann sá, hve tekin og torkennileg hún var orðin. — Þú komin? varð honum að orði. En það var enginn fögnuður I rödd hans. Hún svaraði ekki. Gekk inn 1 stof- una, tók sér sæti á legubekknum. Hann vildi bersýnilega draga tím- ann, náði í sherryflösku og tvö glös. Hann braut heilann ákaft um, hvað hann ætti að taka til bragðs, en ár- angurslaust. Það var honum ákaflega ógeðfellt að hún skyldi koma einmítt nú — einmitt sama daginn og Einar kom heim af sjúkrahúsinu. Hann skenkti í glösin og reyndi að segja eins glaðlega og honum var unnt: — Við verðum að drekka skál .... og óska Einari góðs bata. Hún snerti ekki glasið, virtist ekki sjá það. Hann drakk sitt í botn og grunur hans um, að nú mundi eitt- hvað uggvænlegt í aðsigi, varð æ sterkari. Sennilega var hyggilegast að láta hana eiga frumkvæðið. Það var eina bótin, að þetta hlaut að verða þeirra síðasta uppgjör. Hann hafði tekið þá ákvörðun, sem ekki varð hnikað. Þessu var öllu endan- lega lokið þeirra á milli. Hún reis úr sæti, gekk til hans, lagði höndina á öxl honum og leit hik- andi í augu hans. — Nú þarftu ekki að bíða lengur, mælti hún lágt. Ég hef tekið mína ákvörðun, Gustav. Ég ætla að skilja við Einar .... Og nú er ég þín. Honum skildist ekki strax, hvað hún væri eiginlega að fara. Þetta var á- kaflega óþægilegt — hún var að freista að koma honum í sjálfheldu. Hún brosti tii hans og mælti lágum rómi: — Ég skil þig, vinur minn. Ég hef látið þig bíða of lengi. Það er einmitt þetta, sem mig tekur sárast og get aldrei fyrirgefið sjálfri mér. En nú er ég líka öll önnur en ég var og að öllu leyti þín, eins og þú ert mér allt í lífinu. Hún vafði örmunum um háls hon- um, og snerting hennar vakti með honum andúð og viðbjóð. Hann lang- aði mest af öllu til að hrinda henni harkalega frá sér, en stillti sig. Þess í stað losaði hann sig rólega úr örm- um hennar. — Lilian, mælti hann. Þú verður að láta þér skiljast, að nú er ailt ann- að en var. Að ég elska þig ekki leng- ur. Hann þorði ekki að líta í augu henni. En nú hafði hann þó gert. al- vöru úr því — sagt Þau orð, sem lengi að undanförnu höfðu legið honum á tungu. En hvernig mátti það vera, að hún sagði ekki neitt? Svipur hennar varð annarlegur. Það var eins og þetta snerti hana ekki neitt, þegar allt kom til alls. — Þú stakkst upp á því, að við drykkjum skál, mælti hún loks, og heyrðist þó ekki á máli hennar að henni væri brugðið. Nú geri ég það að tillögu minni, að við drekkum skilnaðarskál. Við skulum að minnsta kosti drekka skál alls þess, sem við höfum notið saman. Kannske hefur það ekki allt verið samkvæmt ströng- ustu siðgæðisboðorðunum, en mann- legt hefur það þó alltaf verið. Hún tæmdi glasið í einum teig. Gekk til dyra, en nam staðar á þrösk- uldinum. — Ég verð að hafa hraðann á, mælti hún. Einar getur komið heim á hverri stundu. En ég hafði skrifað ýmislegt niður, sem ég bjóst við, að mér mundi ekki vinnast tími til að skýra þér frá. Hún dró bréfið upp úr tösku sinni. — Ég legg það hér á hilluna, sagði hún. Þar með var hún farin. Hurðin skall að stöfum og Gustav strauk hendi um enni sér. Það var blautt af köldum svita. Einar sat við opinn bilgluggann og naut góða veðursins og heimferðar- innar. Patrik gamli sat í aftursætinu við hlið hans, EVa og Gréta á felli- stólunum, sem sneru að þeim, en Hans Bertilsen í framsætinu, við hlið bíl- stjórans. Einar mundi hafa notið ham- ingjunnar yfir endurheimt lifsins til fulls, ef hann hefði ekki kviðið upp- gjörinu við Lilian. Aldrei hafði hann fundið það eins vel og nú, hve mjög hann unni Foss- hlíð. Aldrei gert sér það eins ljóst og nú, þegar hann sá heim að setrinu milli skógartrjánna. En hann varð dálítið hugsi, þegar hann sá þau, sem biðu komu hans fyrir dyrum úti — Þar stóð Kristín og hélt i hönd Sú- sönnu litlu, Alma, Blom garðyrkju- maður og Brita. Lilian var þar ekki sjáanleg. Kannske var hún veik. Hann var að því kominn að inna gamla manninn eftir þessu, þegar hreyfilgnýr bíls barst að eyrum þeirra. Allra augu beindust niður á þjóðveg- inn. Þar kom fólksbíll á hraðri ferð. — Þú getur stuðzt við mig, Einar, varð Patrik gamla að orði. Hann vildi helzt að Einar væri kominn inn, áð- ur en bíllinn kæmi. Hans var líka kominn út og bauð Einari aðstoð sína, en í þessum svifum sveigði bíll- inn inn á heimbrautina. — Þið megið ekki meðhöndla mig eins og einhvern sjúkling, sagði Ein- ar. Ég verð að minnsta kosti að kasta kveðju á gestinn. Hann hafði þegar borið kennsl á manninn, sem sat fram í hjá bilstjór- anum. Gustav Lange liðsforingi. Um leið og bíllinn nam staðar, snar- aðist liðsforinginn út og gekk til þeirra hröðum skrefum. Hann var ná- fölur í andliti og fát á honum. — Er Lilian komin heim? spurði hann. — Er hún þá ekki heima? spurði Einar þau hin. Patrik gamli frændi hans varð fyr- ir svörum. — Hún ók af stað eitthvað 1 biln- um fyrir stundu síðan. Eg hélt satt 38 vik*n

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.