Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 17
sósa, sem gestirnir geta dýft kartöflunum ofan
i, og getur það t.d. verið þessi sósa: Smurostur
er kryddaður vel með salti, pipar og rifnum
lauk eða lauksafa, og þynntur svolítið með
rjóma. Papriku stráð yfir.
BACONRÚLLUR MEÐ OSTI
Rifinn, sterkur ostur, er hrærður út með
rjóma eða mjólk. Húðin er klippt af baconsneið-
unum, sem eru smurðar með ostinum og rúilað
þétt saman og haldið saman með pinna. Steiktar
í eigin feiti á pönnu þar til þær eru stökkar.
BACONRÚLLUR MEÐ SVESKJUM
Búnar til á sama hátt og ostarúllur, nema 1
stað ostsins er látin ein sveskja, sem steinn-
inn hefur verið tekinn úr, i hverja rúllu.
OSTAFINGUR
Stórt formbrauð er skorið 1 sneiðar, sem eru
smurðar með smjöri. Ofan á aðra hverja sneið
er lögð sneið af osti, og brauðsneið ofan á, og
þeim þrýst vel saman. Smjörlíkið brúnað á
pönnu og brauðið steikt báðum megin þar til
það er ijósbrúnt. Athugið að brauðið drekkur í
sig mikla fitu, svo smjörlikið verður að vera
nóg á pönnunni. Sneiðarnar lagðar á brúnan
pappir, svo þær snúi ekki upp á sig. Þær eru
skornar i ca. 1 sm breiðar lengjur og bornar
fram heitar eða kaldar.
SELLERI
Selleristönglar eru mjög vinsælir með kokk-
teil. Yzta lagið er skafið af stönglinum, sem sið-
an er skolaður vel úr köldu vatni. Ef hægt er,
á að geyma þá nokkra tima í ísskáp, þvi þannig
verða þeir stökkari. Stundum eru stengurnar
bornar heilar fram og blaðskúfur skilinn eftir
við endann, eða þær eru skornar i 5—7 sm langa
bita. Gróft salt er borið með til að
stinga stöngunum ofan í eftir vild, en
líka má hafa sósur með þeim. Það má
einnig smyrja þá með einhverju bragð-
sterku, t.d. lifrakæfu, sem hefur verið
krydduð vel og blönduð með hakkaðri
gúrku.
HRÁTT GRÆNMETI
Allskonar hráu grænmeti er raðað
saman á fat, t.d. gulrótum, skornum í
lengjur, blómkálsbitum, hreðkum og
gúrkum. í miðið er sett skál með majo-
nes, en hana þarf að krydda vel með
sinnepi, rifnum lauk, sítrónusafa eða
ediki og svolitlu sherry. Sósan á að
vera frekar þunn, og ef majones er
keypt tilbúið, verður að hræra það út
með rjóma.
Framhald á bls. 24.
HANDAVINNA
Hér kemur uþpskrift af smekklegum jakka,
sem hentugur er við ýmis tækifæri.
Efni: 400—500 gr. af grófu ullargarni.
Prjónar nr. 5 og 6.
6 hnappar.
Prjónið á peysunni er sléttprjón, sem alltaf
er prjónað slétt frá réttu og brugðið frá röngu.
Vasar, uppslög og kragi er prjónað með hálf-
klukkuprjóni, sem er prjónað þannig: 1. prjónn,
(ranga) 1. 1. sl. og 1 1. br. prjóninn á enda. 2.
prjónn, (rétta) * 1 1. br., bregðið bandinu um
prjóninn, um leið og næsta lykkja er tekin ó-
prjónuð fram af prjóninum, * endurtakið frá
* til * prjóninn á enda. 3. prjónn, (rétta) prjón-
ið saman bandið og lykkjuna, sem tekin var
óprjónuð og myndið þannig eina slétta lykkju,
en prjónið hina lykkjuna brugðna. Endurtakið
nú 2. og 3. prjón og myndið þannig mynztrið.
Fitjið upp 13 1., prjónið sléttprjón 18 prjóna
á prj. nr. 7, þá eiga að mælast 10 cm. Verði
þessi stærðarhlutföll ekki rétt, er nauðsynlegt
að fjöiga eða fækka lykkjum, eftir þeim cm-
fjölda, sem prjónast úr áður uppgefnum lykkju-
fjölda.
Bakstykki: Fitjið upp 77 1. á prj. nr. 7 og
prjónið 1 prjón sléttan (rangan á stykkinu),
næsta prjón brugðinn og þannig til skiptis
(sléttprjón), þar til stykkið mælist 43 cm, takið
þá úr fyrir ermum, báðum megin þannig: 3 1.
1 sinni, 2 1. 2 sinnum og 1 1. 4 sinnum. Þá eru
eftir 55 1. á prjóninum. Þegar 10 cm mælast
frá fyrstu úrtöku, er aukið út báðum megin á
3ja hv. prjóni 3 sinnum. Þegar 21 cm mælast
(frá 1. úrt.), er fellt af báðum megin fyrir öxl-
um þannig: 3 1. 1 sinni og 4 1. 4 sinnum. Fellið
af á einum prjóni, 23 1. sem eftir eru.
Hægra framstykki: Fitjið upp 42 1. á prjóna
nr. 7, prj. 1. prjón sléttan (rangan á stykkinu).
Haldið áfram og prjónið sléttprjón að undan-
skyldum fyrstu 6 1., sem prjónast alltaf sléttar
(garðaprjón) upp að hálsi.
Prjónið 2 1. saman (á hlið), 10. hvern cm, 2
sin num.
Á garðaprjónaða kantinn að framan prjónast
(i hnappagöt, það fyrsta 2 cm frá neðstu brún;
það efsta 3 cm frá affellingu við hálsmál, og
önnur 4 hnappag t með 11 cm millibili. Hnappa-
götin eru gerð þannig að prjóna 3 1. frá yztu
brún, fella af 2 1., prjóna síðan prjóninn á
enda. A næsta prjóni eru fitjaðar upp 2 1. yfir
þeim affelldú frá fyrra prjóni. Þegar 43 cm
mælast frá uppfitjun, er fellt af báðum megin
fyrir ermum þannig: 3 1. 2 sinnum, 2 1. 1 sinni
og I 1. 3 sinnum. Þegar 10 cm mælast frá fyrstu
úrtöku, er aukin út 1 1. með 2% cm millibili,
4 sinnum. Þegar stykkið mælist 01 cm, er fellt
af fyrir hálsmáli: (i 1. 1 sinni, 3 1. 1 sinni, 2 1.
2 sinnum og 1 1. 2 sinnum.
Þegar handvegur mælist 21 cm, er fellt af
Ermar: Fitjið upp 38 1. á prjóna nr. 7, prj.
1. prjón sléttan (rangan á stykkinu). Haldið
áfram að prjóna sléttprjón. Aukið út 1 1. báðum
megin með 5 cm millibili, 8 sinnum. Þá eru
54 1. eftir á prjóninum. Þegar ermin mælist
41 cm, er fellt af báðum megin þannig: 3 1. 1
sinni, 2 1. 2 sinnum, 1 1. 3 sinnum, 2 1. 2 sinn-
um, og 3 1. 1 sinni. Fellið af á einum prjóni,
20 1., sem eftir eru.
Kragi: Fitjið upp 83 1. á prjóna nr. 5 og prjón-
ið 16 1. hálflykkjuprjón. Prj. 1 1. sl. og 1 1. br.
um leið og fellt er af.
Vasar: 2 stk. Fitjið upp 23 1. á prjóna nr. 5
og prj. 16 cm hálfklukkuprjón. Fellið af á sama
hátt og á kraga.
Beltið: Fitjið upp 12 1. á sokkaprjóna nr. 5
og prjónið 130 cm sléttprjón. Fellið af og saum-
ið fyrir báða enda.
Pressið öll stykki mjög laust frá röngu, eða
Framhald á bls. 38.
H U F A
Hér kemur uppskrift af húfu heklaðri úr tvi-
litu ullargarni.
Efni: 50 gr af Ijósbrúnu og 50 gr af dökk-
brúnu 4 þráða ullargarni. Vindið garnið saman.
1 heklunál nr. 4.
75 cm langt rifsband til skreytingax-.
Fitjið upp 4 lykkjur og lokið þeim saman i
hring. Heklið fastahekl og aukið út þannig að
kollurinn verði næstum flatur, er þá mátulegt
að fara tvisvar sinnum i hverja lykkju fyrsta
hringinn, siðan 2 i aðra hverja lykkju, þá í 3
hverja 1. og sv. frv. Inn á milli heklast umferðir
án útaukninga.
Þegar kollurinn mælist um 14 cm eiga að vera
95 1. í umferðinni og er þá hætt að auka út,
en heklað áfram þar til húfan er um 11 cm
að hæð. Mátið húfuna, þegar hún hefur náð
tilætlaðri hæð eru heklaðar 3 umferðir og tekið
úr í þeirri fyrstu, svo lykkjurnar verði 85.
Heklið derið og aukið út þannig að hekla 2
sinnum í 4. hv. lykkju, í næstu umf. í 5. hv. 1.,
heklið síðan 3—4 umferðir án útaukninga. Hekl-
ið derið dálitið stærra ef það þykir klæðilegra.
Seinasta umferðin er hekluð þannig, að önnur
hver lykkja er hekluð niður í næstu umferð fyr-
^ir neðan, við það verður brúnin þéttari. Gangið
f.vrir öxl þannig: 3 I. 2 sinnum og 4 1. 3 sinnum.'j^vel frá endum. Pressið mjög lauslega frá réttu
Vinstra framstykki, er pi-jónað eins, en á mót- með aðeins volgu straujárni og hafið rakan klút
stæðan hátt. yfir húfunni.
VIKAN 17