Vikan


Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 40

Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 40
— Þú talar ensku, þú styður grimmdaræði de Gaulle, svo ég furða mig ekki á því, að þú sért á snær- um C.I.A. Ég varð hamslaus af bræði. — Farið þér til andskotans. Ég er blaðamaður og ég vinn ekki fyrir C.I.A. Þér hafið engan rétt til að halda mér hérna og ég gef skít í yð- ur og yðar bölvuðu uppreisn. Sá borgaralegi gaf mér kjaftshögg þvert yfir borðið svo ég sentist endilangur aflur á bak á gólfið og stóllinn með. Ég varð frávita af bræði. Þessi ístrubelgur hafði ekki þurft nema tuttugu mínútur til þess að koma mér út af sporinu. Ég var þó reiðastur sjálfum mér fyrir að láta hann leika svona á mig, aug- sýnilega í þeim tilgangi, að koma 40 VIKAN mér úr jafnvægi. Ég reyndi að stilla mig eins og ég gat og settist aftur á stólinn. Hann horfði ekki á mig en var allur upptekinn við sveskjustein- inn. Eftir hér um bil fimm mínút- ur stundi hann við og las fyrir með þreytulegri rödd: — Fanginn neitar sambandi við C.I.A. IGNACIO SEGIR MÉR: Á MORGUN ER CASTIÍO ORÐINN FÚHRER Hermaðurinn skrifaði þessi fáu orð, meðan hinn liélt áfram næstu fimm mínúturnar að fást við sveskju- steininn. Svo leit hann upp, horfði á mig nokkur augnablik, og spurði svo með þýðri röddu: — Hvar hefirðu lært spönsku? — í skólanum. — Hvar þá? — í Frakklandi. — Jæja, svo þeir kenna spönsku I Frakklandi? Svona hélt yfirheyrslan áfram i tvær klukkustundir, heimskulegar spurningar og heimskuleg svör, og þegar hermaðurinn leiddi mig loks- ins aftur til klefans, var ég nær því kominn að niðurlotum. — Þeir eru talsvert þjösnalegir, er ekki svo? spurði Ignacio, ungur lögfræðingur frá Argentínu. Ég svaraði þreytulega: — Ja, ég get nú ekki almennilega gert mér grein fyrir, livort þeir eru þjösnalegir eða blátt áfram heimsk- ir. — Segið þetta ekki, svaraði Igna- cio. Það er auðvelt að segja að meiin séu heimskir, þegar þeir kasta yð- ur í fangelsi. Það hindrar það raun- sæi, sem yður er nauðsynlegt til þess að geta mætt þeim jneð skyn- semi. — Að nota skynsemi við þetta fifl, sem var að yfirheyra mig, það væri að sýna því alltof mikinn heið- ur. Ignacio bað mig að lýsa fyrir sér þeim borgaralega, og er ég hafði gert það, sagði hann brosandi: — Þcssi er einna mesti þjösninn. Ég þori að veðja við yður, að hann hefur sett á svið sýninguna með sveskjusteininn og hnífinn. Það er djöfullegt bragð. Ég þekki hann mæta vel. Hann vann áður í ráðu- neytinu hjá Guevara. Ég get hugs- að mér, að honum hafi verið skemmt, að nota þessa fyrstu gráðu. — Hvernig stendur á því, að þér þekkið hann? spurði ég. — Ég vann líka í ráðuneytinu. Ég held að hann heiti Guarino. — En hvernig stendur á því, að þér unnuð i ráðuneytinu? Þér eruð þó argentískur, er ekki svo? — Ég var hugfanginn af hug- myndum Castros og fór þess vegna til Kúbu. Það má segja, að ég sé eins konar idealisti. — Mér virðist samt, að hjá yður sé ekki allt í dýrðinni, svaraði ég. — 0, þær eru engan veginn and- stæðar skoðanir okkar, en annars hefur það ekki mikla þýðingu núna, að minnsta kosti ekki eins og komið er fyrir mér. Og allt í einu minntist ég þess, að Ignacio var einn hinna dauðadæmdu. Ég flýtti mér að beina umræðunum að öðru. — Hvað segið þér um hugsjónir Castros? Mér virðist sem þessi upp- reisn sé lítið annað en allsherjar slátrun. — O, þér skuluð ekki láta það villa yður sýn. Castro er idealisti. Sjáið þér til, þarna er maður, sem byrjar á uppreisn og tekur sér stöðu ein- hvers staðar hægra megin við Lúðvík 14. Og hann kemur henni í gegn og gerir Kúbu að fyrsta koinmúnista- rikinu í Ameríku. Séð frá þessum sjónarhól, má ef lil vill segja, að það beri ekki vott um hugsjón, en ég lield, að það sem Costro raunveru- lega stefnir að, sé að láta krýna sig sem Fúhrer i því fyrsta Reich í Ame- ríku, og það yrði Reich, sem tak- markaðist ekki við Kúbu eingöngu, það væri nóg pláss fyrir fleiri, Vene- súela, Argentínu, Ekvator, Perú o.s. frv. í stuttu máli allt meginland Suð- ur-Ameríku. Þetta getur tekið nokk- urn tíma, en verði hann ekki stöðv- aður á þessari braut, mun lionum takast það á endanum. Eins og nú er, gef ég ekki inikið fyrir hans marxistisku liugmyndir. Hitt er svo annað mál, að kommúnisminn er býsna góður stigi, en ég efast um, að hann sé trúarjátning þeirra skeggjuðu. AUGNARÁÐ SEXTÍU MANNA HVÍLIR Á SPÆJARANUM Ignacio klappaði á öxl mér og bætti við: — Þér megið trúa mér, Fiedel er idealisti. En ef heppnin er með, get- ur hann, eins og allir idealistar, end- að með að liálsbrjóta sig. Mér þykir verst, að þá verð ég hvergi nálægur til þess að horfa á hann rotna. Yfirforinginn Osvaldo nam stað- ar fyrir framan grindurnar að klef- anum og allar samræður snarhættu. Osvaldo stóð grafkyrr og athugaði sérlivern okkar með hálfgildings brosi. í þvi að hann var að fara rauk maður einn að grindunum, á að gizka fertugur, með langt yfirvararskegg, og tók að kveina: — Foringi, foringi. Osvaldo sneri sér við og horfði á manninn, án þess að liræra legg né lið. Maðurinn tók að halda ákafa ræðu, og mátti af henni skilja, að hann væri trygg- ur hermaður og tilheyrði C. D. R., og væri þar að auki í kommúnista- flokknum og handtaka sín væri vegna hræðilegra mistaka. Það mátti sjá, að hann gerði sér mikið far um að koma virðulega fram, en tauga- spennan bar liann ofurliði. Hann skalf allur og titraði, þegar hann hleypti af síðasta skotinu, sem hann liélt að væru beztu rökin: — Ég er trúr og tryggur uppreisn- armaður og vil ekki láta loka mig inni hjá þessu bölvaða „gusano“ (orma) rusli. Osvaldo horfði þegjandi á hann, ineð svip, er gaf til kynna, að hann skemmti sér konunglega við að hlusta á hann. Þegar maðurinn þagnaði, snerist hann á hæli og gekk burt, án þess að mæla orð, en þeg- ar liann hafði gengið nokkra metra, kom hann aftur og sagði: — Ég skal tala við kapteininn um þetta. Og bætti svo við ineð illgirn- islegu glottí: — Það verður gaman að heyra, hvað hann segir. Osvaldo fór, og maðurinn með langa yfirvararskeggið sneri frá dyr- unum. í dauðaþögn hvildu nú á hon- um augnatillit sextíu manna og ekk- ert þeirra lýsti vináttuvotti. Rétt sem snöggvast aumkaðist ég yfir hánn. Galvera gekk til hans, náföl- ur af reiði. —• Hvern dirfist þú að kalla gu- sano? spurði hann. Maðurinn svaraði engu og reyndi að mjaka sér framlijá Galvera, sem greip þá i handlegg hans og þeytti honum að dyruuum. — Ég lagði fyrir þig spurningu, öskraði hann. Maðurinn varð að kvikindi fyrir augnaráði hans. Hann snerist kring- um Galvera og vældi i skerandi rómi: — Það eru gusanos hérna inni, ég veit það. — Sýndu mér þá einn, já, komdu og sýndu okkur einhvern. — Það eru gusanos hérna inni, ég veit það, hélt maðurinn áfram að væla. — Nú, jæja, sýndu okkur þá, þrumaði Galvera. — Ég er lýðveldishermaður og vil ekki eiga neinn þátt í þossu. Látið þið rnig í friði. Galvera benti fingri i áttina til Tchécos. — Sjáðu, liltu á skepnuna. Hann er sjálfur gusano. Það er liann, sem stofnað hefur lýðveldisherinn i þessu ólánsama landi, og það kemur þó ekki í veg fyrir, að hann sé hérna á meðal okkar. Tchéco stóð upp og' eitt augnablik hélt ég, að hann ætl- aði að berja hann. — Hvers vegna vilt þú ekki eiga neinn þátt í þessu? sagði hann með ógnandi röddu. Þetta kemur þér þó sannarlega við. Það er vegna spæj- ara og skítmenna á borð við þig, sem við erum allir hérna. Alltaf voruð þið reiðubúnir að ákæra aðra í von um að sleppa sjálfir. Ég vona að þessi drullusokkur, Osvaldo, taki þig héðan. Við verðum allir veikir af að horfa á þig. Maðurinn flýði innst inn í klef- ann, þó ekki án þess að fá vel úti- látin olnbogaskot og spörk. Það minnti helzt á krakka í fríminútum, sem leggja einn í einelti. Lýðveldis- maðurinn fór að tína utan á sig spjarirnar, eins og til þess að sann- færa sjálfan sig um, að allt myndi fara vel að lokum, og kapteinninn myndi láta hann lausan. Að því er ég bezt veit, er hann væntanlega enn í G-2, því kapteinninn kom aldrei. — Þetta kemur stundum fyrir, mælti Ignacio. Þeir tapa allri glóru og fremja þau ótrúlegustu smánar- verk í von um að komast héðan í burtu. I raun og veru eru þetta vesa- lings ræflar, sem hræðslan gerir ör- vita. Hálfri ldukkustund síðar var Igna- (h

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.