Vikan


Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 18

Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 18
FRAMH ALDSSAGAN 12. HLUTI SÖGULOK EFTIR BODIL ASPER Það ríkti grafarþögn i skurðstof- unni. Augu viðstaddra beindust ýmist að hjartanu eða Hans Bertilsen. Hann fann hugsanir þeirra. Þau höfðu varp- að frá sér allri von — gerðu ráð fyr- ir, að nú væri einungis lokaatriðið eftir, að sjá Einar deyja og Hans Bertilsen kikna undir þeirri þungu á- byrgð, að hafa reist sér hurðarás um öxl. Þá var enn sem honum kæmi ein- hvers staðar að sú hjálp, sem hon- um dugði. Hugsun hans varð skörp og ákveðin, höndin örugg og styrk. Hann hafði ekki gefizt upp, kom ekki einu sinni til hugar að gera það Lífi Ein- ars varð að bjarga — og honum skyldi takast það, hvað sem hann yrði á sig að leggja. Með einu hnífsbragði skar hann sundur siðustu vöðvatrefjarnar, sem hið brotna rifbein hékk á, og sá nú í bert hjartað. Hann nam brott blóð- lifrarnar og storkuna, svo hann sæi sárið sem bezt. Blæðingin var tiitölu- lega lítil orðin: mátti stöðva hana með gómþrýstingu. — Saumþráð. sagði hann lágt en ákveðið. Það leyndi sér ekki hve hin- um létti. Hann festi saumþráðinn með hröð- 'im og öruggum handtökum í vefinn báðum megin við sárið og lokaði þvi. Blæðingin stöðvaðist samstundis. — Ég hef aldrei séð annað eins. mælti Nilsen læknir. Þér hefur tekizt það, sem engu okkar .... — Aukið blóðgjöfina, svaraði Hans stuttur í spuna. Er ekki allt í lagi.... — Allt í lagi, svaraði hjúkrunar- konan. Hin óhugnanlega spenna var hjá liðin. Engum duldist, að Hans Bertil- sen hafði bjargað lífi Einars. En hann hugsaði ekki um það þessa stundina. Hann einbeitti sér að því að ger- hreinsa sárið og girða fyrir, að það spilltist. Nokkrum andartökum síðar var frá öllu gengið og skurðinum lokað; ytri umbúðunum komið fyrir og aðgerð- 18 VIKAN inni lokið. Blóðgjöfin var I fullum gangi og Hans þreifaði á slagæðinni á úlnliði Einars. Sláttur hennar var meiri og hraðari og það var farið að votta fyrir roða í vöngum hans. Hans bauð, að Einar skyldi fluttur i sjúkrastofu í einkadeild yfirlæknis- ins. Þegar þvi boði var hlýtt, stóð Hans Bertilsen góða stund í sömu 'spprum og vissi hvorki I þennan heim né annan. Hann kipptist við, þegar Nllsen læknir sló á öxl honum. — Ég samgleðst þér, Hans, og óska þér til hamingju. Þetta er stórkost- legt afrek. Þú ættir að veröa sérfræð- ingur í hjartaskurði .... Hans Bertilsen tók af sér grimuna og þurrkaði af sér svitann. Enn var honum alls ekki ijóst, hvað gerzt hafði. Hann sá aðdáunina ijóma af svip hjúkrunarkonunnar, sem aðstoðað hafði við uppskurðinn, þegar hún á- varpaði hann. — Ég vil einungis taka það fram, mælti hún, að aðra eins snilli hef ég aldrei séð, Bertilsen læknir. Þetta er hið furðulegasta afrek. — Já, ég þakka yður góða aðstoð, ungfrú Ingiríður. svaraði hann ann- ars hugar Og þér líka, Nilsen. Mér kom eiginlega ekki til hugar, að okk- ur tækist þetta .... en sem sagt, okkur tókst það .... — Við skulum koma, sagði Nilsen læknir. Þú verður að fá tíma til að jafna þig eftir áreynsluna. Hans Bertilsen fór smám saman að átta sig á hlutunum. Þegar þeir höfðu þvegið sér og haft fataskipti, mundi hann, að gamli maðurinn, óð- alseigandinn, og Lilian sátu vist enn frammi í biðstofunni. — Eiginkona hans og frændi bíða þarna frammi, sagði hann. Það verð- ur að segja þeim, hvernig gekk .... — Það hefur þegar verið gert, svar- aði Nilsen læknir. Fjórar manneskjur biðu þeirra frammi á ganginum. Gréta var sú fyrsta, sem Hans Bertilsen kom auga á. Vangar hennar voru tárvotir, en augu hennar ljómuðu af fögnuði. — Hans .... þér tókst Það .... Hún lét sig aðra viðstadda engu máli skipta, en vafði hann örmum og kyssti hann. — Gréta, hvíslaði hann og horfði I augu henni, sem skinu af stolti og hamingju. — Elsku Gréta .... Eva stóð á bak við Grétu. Hún lagði hendur að hjartastað og tárin streymdu niður vanga henni. Hans Bertilsen hafði bjargað lífi Einars; hann hafði gefið henni aftur mann- inn, sem hún unni. Þakklæti hennar var takmarkalaust. Um leið gerði hún sér Ijóst, hve óumræðilega þýðingu betta hafði fyrir Hans sjálfan — og fyrlr Grétu. Um langt skeið hafði hann látið reka fyrir stormi og straumi, en nú hafði hann endurheimt sjálfstraust sitt. Það gat valdið, — eða öllu heldur. það hlaut að valda þáttaskilum í lífi hans. Patrik gamla óðalsbónda var þetta einmitt ljóst líka. Hann var alltof hrærður til þess að geta komið upn nokkru orði. Þess í stað snýtti hann sér svo að undir tók. Og Eva gekk þangað, sem Hans stóð laerði báða lófa að vöngum hans og kyssti henn. Hún ætlaði að segía eitthvað, en varir hennar skulfu án afláts, svo að hún gat ekki neinu orði upp komið. Hans Bertilsen klappaði vingjarn- lega á handlegg henni. Á þessu and- artaki komst hann fyrst að raun um, hve óumræðilega mikils virði Einar vár henni. Loks hafði Patrik gamli aftur vald á rödd sinni. — Guð blessi þig, Hans Bertilsen, mSelti hann, og launi þér það, sem þú hefur gert í dag. Þessu munum við aldrei gleyma. Hans lækni vöknaði um augu við þakklæti og gleði öldungsins. Það var sem kökkur kæmi í háls honum; hann gat engu svarað, þegar hann tók i framrétta hönd hans. — Þú ert þreyttur og þarfnast hvíldar, drengur minn, sem ekki er heldur að undra, sagði öldungurinn. Við ræðumst betur við seinna. Hans Bertilsen kinkaði kolli. Já, hann vissi það bezt sjálfur, að hann var hvíldarþurfi, en hann gat ekki farið á brott úr sjúkrahúsinu, fyrr en han var viss um, að Einar væri úr allri hættu. — Má ég sitja hjá honum, Hans? spurði Eva. Hans virti hana fyrir sér nokkur andartök. Hún hlaut að vera örþreytt orðin — en það einkennilegasta var, að hún bar þess ekki nein merki. — Ef þú heldur, að þú sért fær um það að svo stöddu, svaraði hans, þá sé ég ekki neitt því til fyrirstöðu. En þú mátt ekki vera ein á verðinum fyrr en þú hefur jafnað þig nokkuð. Við verðum nefnilega að hafa auga með þér líka, skilurðu? Það er aldrei að vita nema það líði yfir þig .... Og Hans Bertilsen brosti hlýlega — i fyrsta skipti um árabil. Og nú fyrst kom hann auga á Lilian. Henni hafði hann gersamlega gleymt Og hann varð furðulostin, eða öllu frem- ur skelfingu, þegar hann sá andli^ hennar, náfölt og steinrunnið. Þar varð ekki minstu svipbrigða vart. Hún virtist hvorki sjá hann, né held- ur nokkurn annan viðstaddra. Svo var að sjá, sem augnaráð hennar væri bundið dyrunum að baki Þeim, en þau voru köld og sljó og minntu helzt á brostnar sjónir. Hún hafði ekki sýnt minnstu merki þakklætis eða gleði. Hún stóð þarna rétt eins og bláó- kunnug manneskja, sem ætti ekki heima í þessu umhverfi. En það var ekki nema skiljanlegt, að hún væri i nokkru uppnámi. Hans Bertilsen gekk til hennar og rétti fram höndina. — Ég er bæði glaður og stoltur, Lilian, varð honum að orði. Ég

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.