Vikan


Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 30

Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 30
SUNDBOLTR -•■■'v model 1962 >AV* i. v • Volio efoi “'"ustu snið * " (breyttnstn úrvnt Biðpið um — og þér fáið það btzta „30. VIKAN k II * - 4 'biipnar * *L m f;"«T Stjöruuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. HrútsmerkiO (21. marz—20. apríl): Þetta veröur dálitið óvenjuleg vika, einkum hvað allt félagslíf snertir. Þú munt fara í skemmtilegt samkvæmi, þar sem ýmislegt nýstárlegt gerist. 1 vikulokin færðu skemmtilega hugmynd — en líklega væri þér réttast að hugsa ekki meira um þetta — láta þetta bara vera hugmynd, því þetta er ekki hægt. NautsmerJciö (21. apríl—21. maí): Vinur þinn ger- ir þér ómetanlegan greiða i vikunni. Ekki er samt víst, að þú kunnir að meta þennan greiða hans — takir jafnvel ekki eftir þessu. Mánudagurinn verður allt öðruvísi en þú hafðir gert ráð fyrir — ekki þarftu samt neinu að kvíða þann dag. Taktu ekki nærri þér, sem þú heyrir um ástvin þinn. TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Hugmynd, sem þú hefur unnið að að hrinda í framkvæmd undan- farið, verður nú ioks að raunveruleika. Samt er eins og Þú verðir ekki allskostar ánægður, og staf- ar það af Því, að áhugi Þinn hefur nú beinzt yfir á annað svið. Þú færð skemmtilegan gest í heimsókn á ólík- legum tíma, einhvern tíma í vikunni. Hann færir þér fréttir. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Þú eignast nýtt áhugamál í vikunni. Líklega verður þar ástvinur þinn að verki. Þetta áhugamál gæti orðið til þess að stytta ykkur stundir í framtiðinni. Leggðu ekki út í neina óvissu í þessari viku, einkum ef pening- ar eru í spilinu. Um helgina gerist atvik, sem kemur þér í einhvern vanda. hiónsmerkiö (24. júli—23. ág.): Þetta verður mjög skemmtileg vika fyrir unga fólkiö, einkum það, sem enn er ólofað, og er ekki ólíklegt, að þar eigi Amor einhvern hlut að máli. Þú heyrir eitthvað, sem þú misskilur svo, aö þú gerir eitthvað, sem .pu munt sjá mjög eftir síðar. Líkur á stuttu en afar ó- venjulegu og skemmtilegu ferðalagi. Litur vikunnar er blátt. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Þú hefur átt mjög annríkt undanfarið, en nú verður eitthvaö til þess, að um fer að hægjast. Þú skalt reyna aO nota fristundirnar eins og þú hafOir látiö þig dreyma um — þér hættir nefnilega til þess aO leggjast í leti þessa dagana, hvað aldrei skyldi verOa. Mánu- dagurinn er mjög þýðingarmikill fyrir allt náið samband vina á milli. Heillatala 4. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Þú skalt ekki gera neitt, sem brýtur í bága við samvizku þína — þér hættir nefnilega til Þess í vikunni. Ef þú feilur í þessa gildru, ætti það þó að verða til þess að þú hættir að gagnrýna ýmislegt í fari annarra. Það er nú einu sinni mannlegt að skjátlast. Föstudagurinn er langbezti dagur vikunnar, ekki sízt fyrir kvenfólk. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): ÞaO er hætt við því, að vikan verOi ekki alveg eins og þú hafðir vonað, þótt hún veröi engan veginn leiöinleg. Þó getur veriö að þú gerir allt of mikiO úr öUu mót- læti þessa dagana og fyllist því svartsýni, sem aldrei skyldi verOa, því aö þú hefur manna sízt ástæOu til aO vera svartsýnn. Einn hæfileiki þinn fær óvenjumikiO aö njóta sín. BogmannsmerkiÖ (23. nóv.—21. des.): Liklega verOur þessi vika miklu skemmtilegri en þú bjóst við, og er það mest einum vini þínum aö þakka. Þú virðist vanrækja einhvern I fjölskyldunni og hræsna fyrir öðrum. Þú veröur að breyta til, svo okki fari illa fyrir þér. Þessi hræsni er a.m.k. hreint og beint hlægileg. Helgin verður dálítiö tilbreytingarlaus. — Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Kunnátta þin á vissu sviöi verOur til þess aö þér býöst gott tæki- færi, sem þú þvi miður getur ekki notað þér nema að mjög litlu leyit. Vinur þinn veldur þér miklum vonbrigðum, en ef þú hugsar þig vel um, myndir þú aö öllum líkindum hafa hegOað þér nákvæmlega eins og hann undir sömu kringumstæðum. Talan 8 skiptir þig miklu. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þaö steöja að þér óvenjumargar freistingar í vikunni, og það er eins og menn sitji og bíöi bara eftir þvi i ill- kvittni sinni, aö þú fallir fyrir einhverri þeirra. Þó eru mestar likur á því, að þú sleppir mjög skammlaust frá þessu, og veröur þaO til þess, aO þú hækkar víöa í áliti. A vinnustaO eru líkur á skemmtilegum glaöningi. FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Líklega dettur Iþér undarleg hugmynd í hug í sambandi viö stutta ferð, sem þú og félagi þinn farið í. Þaö væri samt hreinasta fjarstæöa aö fara að hrinda þessu í fram- kvæmd að sinni. Til þess er timi þinn allt of naum- ur. Þér sinnast viö einn bezta vin þinn. Láttu nú ekki stolt þitt verða til þess að spilla vináttu ykkar. Heillatala 5. 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.