Vikan


Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 12

Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 12
Sigurjón A. Sigurjónsson er ungur maður úr Yest- urbænum, sem hefur að undanförnu unnið við af- greiðslustörf hjá L. H. Muller í Austurstræti. Hann hefur skrifað nokkrar smásögur og ein birtist í Yikunni á síð- asta ári. Hann leggur á- herzlu á ákveðna upp- röðun og liggur við að það minni á sum órímuð nútímaljóð. Kannski verð- ur Sigurjón stílsnillingur framtíðarinnar. Þá á Yik- an ef til vill eftir að minn- ast þess með stolti, að hún birti þessa stuttu sögu. ISVARTAN Skuggarnir dansa á öldunum. Hrollköld sjávargolan ber ramman saltþef inn yfir ströndina. Rigning. Ekki fallandi glitrandi dropar. Suddi, þéttur úfSi. Svartur sandurinn og léleg götulýsingin hjálpast við að skapa ömurlegt umhverfi. Fáeinar þegjandalegar sálir bíða á bryggj- unni. Bátsins var von. HANN var að koma heim. HÚN beið. Ekki í hópnum á bryggjunni, nei það var of áberandi. í sandinum við hjallinn. Umhverfið var dapurlega ömurlegt, jafnvel draugalegt. Eri aðeins veraldlegur ömurleiki. Minningarnar birtu og iljuðu upp þennan stað. Minningarnar um HANN, HANN sem var að koma. Miriningar sem engir draugar gátu ásótt. Fallegar myndir, greyptar inn í hjartað. Hún bar hendina upp að andlitinu og strauk burt regnsailann. Kannske var örlítið salt í sumum dropunum •sem runnu niður nefið. Kannske örlitið hjartaregn á kinnunum. Hún fann það ekki. Hún var glöð. IiANN var að koma. Brátt var þungu tjaldi aðskilnaðarins svipt burt, og HANN var á leið í óþolinmóða arma hennar. Loks var náminu lokið, blómum skrýddur vegur framundan. Hún skyldi standa styrk við hlið HANS, vinna upp leiðigjarnan námstímann. Hún brosti við bylgjunum. Örsmá öldubörnin skoppuðu og hlógu við fjörusteinunum. Hinum megin víkurinnar glitruðu ljós gegn- um úðann. 12 VIKAN Loksins. Loksins heyrði hún hljóðið sem hún beið eftir. Hjartað tók kipp i brjóstinu. Hún hélt niðri andanum til að fullvissa sig um að það væri ekki misheyrn. Jú, langt í fjarska sá hún ljós á hreyfingu. Utan af hafinu heyrðust mótorskellir. Hún spennti greipar, og þrýsti höndunum fast að brjóstinu. Henni fannst fólkið á bryggjunni myndi heyra hjartsláttinn. Henni fannst bátnum ekkert miða. Hana langaði mest til að hlaupa niður bryggjuna. Hrópa. Kalla tit HANS, segja HONUM hvc heitt hún elskaði HANN'. Hrópa það um allan heiminn. Allir máttu vita það. Henni fannst hún þyrfti að grípa fyrir munn- inn, svo varirnar flyttu eklci það sem hjartað lirópaði. Brosandi liorfði hún í gegnum táraregnið á bátinn sem nú Jagðist að bryggjunni. Hún beið meðan böndin voru fest. Meðan fóik fór að týnast upp úr bátnum. Fólkið á bryggjunni hnappaðist saman. Þá sá hún HANN. Hár og rriyndarlegur stóð HANN og horfði lii lands, brosandi. Ljóst hárið ýfðist í gol- unrii. Hún ætJaði að fara að hlaupa á móti honum. Ka la til HANS. ,,Ég er hér. Hérna.“ Iin þá sá hún það. Hún Iiætti við að hlaupa. Hélt niðri andan- um. Henni fannst hjartað jafnvel hætta að slá. Hún fann kuldasting í bakið, breiðast um allan líkamann. HANN. Draumaprinsinn. IIANN sem hafði skrifað lienni svo mörg bréf. HANN sem liafði bætt henni upp einveruna Framhald á bls. 24. í fögru og vistlegu húsi við Karfavog i Reykja- vík býr ung kona ásamt manni sínum og börn- um, og er það i sjálfu sér vart i frásögur fær- andi. Hitt mun þykja öllu frásagnarverðara, að þessi unga frú sameinar það með sérstökum hætti, að vera góð og umhyggjusöm húsmóðir og merkur og mikilsvirtur listmálari. Er þetta frú Sólveig Eggerz Pétursdóttir, sem býr með manni sínum, Árna Jónssyni fulltrúa, og fjórum börnum þeirra hjóna í húsinu númer 41 við Karfavog. Frú Sólveig hefur um alllangt skeið lagt stund á myndlist, sjálfri sér og öðrum til ánægju og yndisauka, og bera myndir hennar á heimili þeirra hjóna því glöggt vitni, að lista- mannsgáfa er henni gefin í mjög ríkum mæli. Það var þó ekki eingöngu í því skyni að for- vitnast um heimilishagi að Karfavogi 41, að tið- indamaður Vikunnar brá sér þangað nýlega, heldur öllu fremur til að inna frú Sólveigu eftir skemmtilegri nýjung, sem hún hefur á prjónun- um og liktegt er, að veki athygli langt út fyrir landsteinana. Frú Sólveig hefur gert og látið prenta smekkleg kort með mjög fögrum og iist- rænum myndum, sem hún hefur málað á einu heizta höfuðbóli íslenzkrar sögu fyrr og siðar, Bessastöðum á Álítanesi. Hyggst frúin hefja sölu þeirra innan skamms, og er e-kki að efa, að þau verða vel þegin og vinsæl vinarkveðja landa á milli. Auk þess að vera vel úr garði gerðar, eru myndirnar einnig athyglisverð list, sem hverj- um listunnanda mun þykja fengur i að eignast. Vikan birtir hér nokkrar af Bessastaðamynd- um frú Sólveigar, og hefur i því tilefni lagt nokkrar spurningar fyrir listakonuna, sem leysti skjótt og vel úr þeim. — Hvað viljið þér segja um myndir yðar frá Bessastöðum, frú Sólveig? , — Tildrögin að þvi, að mér kom í hug að gera nokkrar myndir frá Bessastöðum, voru þau, að forsetinn bauð mér að koma þangað og ganga úr skugga um, hvort þar væri ekki eitthvert við- fangsefni að finna, sem mér þætti skemmtilegt. Upphaflega gerði ég svo eina eða tvær myndir þarna, en mér fannst gaman að þessu og hélt áfram, unz myndirnar voru orðnar býsna marg- ar. Og þar sem ýmsir hafa komið að máli við mig og hvatt mig til að láta gera kort með þess- um myndum og þar sem eftirspurn er auk þess talsverð eftir interior-myndum frá forsetabú- staðnum, en erfitt að taka þar góðar ljósmynd- ir, réðst ég i að gera tilraun með þetta að fengnu leyfi forsetahjónanna. Valdi ég í þessu skyni fimm myndir úr þeim ellefu, sem ég gerði á Bessastöðum, og eru þær nú að koma fyrir al- menningssjónir á kortum, sem prentuð eru með enskum texta, og ætlast ég til, að íslendingar geti sent þau vinum og vandamönnum erlendis og eins geti erlendir ferðamenn, sem hér dvelj- ast, sent þau frá íslandi. — Hvað viljið þér segja um list yðar yfir- leitt? — Listin er eins og óregla. Fórnarlömbunum tekst ekki að flýja hana. Allt frá því, er ég var barn, hefur það verið mér ómótstæðileg ástríða að teikna og mála. Mér hefur verið hrein nautn að fást við málun og teiknun, og margar yndis- stundir hef ég við það átt. Þegar ég gifti mig, ge-rði ég tilraun til að leggja málaralistina á hilluna, _ og hætti um tíu ára skeið, — en byrj- aði svo aftur, þegar börnin okkar stálpuðust og tómstundirnar urðu fleiri. Ég held, að ég þurfi ekki að sjá eftir að hafa byrjað á nýjan leik, — svo mikla og ómetanlega ánægju hefur það veitt mér. Hitt er svo annað mál, að ég hef ekki fund- ið sjálfa mig ennþá, og veit i rauninni ekki, hvernig mér lætur bezt að tjá mig, — þess vegna er ég yfirleitt síður en svo ánægð með þær myndir, sem ég hef gert fram að þessu. — Hvernig myndir málið þér? — Ég mála jöfnum höndum úr olíu og vatns- litum. Einnig hef ég talsvert notað blýant og lcrit. — Og hvernig viðfangsefni veljið þér yður helzt? — Ég hef málað bæði kyrralífsmyndir, lands- lagsmyndir og mannamyndir, jafnvel fantasíur og abstraktmyndir. Það er afar erfitt að gera upp á milli viðfangsefnanna, að því er mér virð- ist, — þau geta öll veitt manni svipað yndi, al- veg eftir þvi, hvernig kringumstæðurnar eru.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.