Vikan - 01.11.1962, Qupperneq 4
For e l<l rai*!
Leiðbeinið barninu er það velur sér skólapennann.
¥
Einn þekktasti skóla-
frömuður íslenzkra
barnaskóla
hefur mælt með
rKRElJZER
pennanum.
H
KREWZER-pennaverksmiðjan í Ronn, V.-Þýzkalandi átti 25 ára
afmæli á s.l. ári og selja framleiðslu sína í 48 löndum í
sívaxandi mæli.
EF ÞÉR VILJIÐ SKRIFA VEL ÞARF
PENNINN AÐ VERA GÓÐUR.
K R E W Z E R - penninn f æst í næstu búð.
Einkaumboð:
H. A. Tnlinins
Heildverzlun.
Fullhá rukkun ...
Kæri Póstur.
Ég var að fá rukkun frá einu
dagblaðinu hér í bænum fyrir
september. Upphæðin var upp á
greiðslu fyrir allan mánuðinn. Ég
man ekki betur en prentaraverkfall
hafi verið um % hluta september-
mánaðar, og kómu blöðin þá ekki
út. Ég vil fúslega greiða það, sem
mér ber, en ekkert þar fram yfir.
Að vísu má segja, að mig eða hvern
annan einstakling muni ekki mikið
um 12—15 krónur, en mér skilst,
að þetta verði álitleg upphæð í vasa
blaðanna. Upplag blaðanna mun
vera frá 5000 til 25000 eintök, svo
að þau eru með þessu að næla sér
í frá 25000 til 375000 krónur. Ég
er ekki prentari og átti engan þátt
í þessu verkfalli, svo að blöðin hafa
enga kröfu á hendur mér vegna
þess. Ég er algjörlega mótfallinn
því að gefa blöðunum nokkuð, ég
held, þau þarfnist þess ekki, svo að
það er áskorun mín til þeirra, að
þau gefi þetta, sem þau eru að
snuða mig og aðra um í einhvern
líknarsjóð.
Spælegg ...
Kæri Póstur.
Mér hefur yfirleitt fundizt Vikan
svona heldur sæmilegt blað, en um
daginn varð mér ekki um sel. Fyrst
kom heil síða, sem bókstaflega ekk-
ert var á, annað en svört klessa og
áskorun til auglýsenda um að aug-
lýsa í Vikunni. En bíðum við — í
næstu viku á eftir kemur heil opna,
sem ekkert er á nema einhver glóð-
araugu eða spælegg eða ég veit
ekki hvað, og svipuð áskorun! Ég
trú varla, að nokkur auglýsandi
vilji auglýsa í blaði, sem vantar
stórlega efni, ýmist á eina síðu eða
tvær opnur. Reynið heldur að fylla
blaðið af efni og auglýsingum, því
þangað leitar auðurinn, sem hann
er fyrir, og svo hlýtur einnig að vera
með auglýsingarnar.
Með fyrirfram þökk.
Gósi.
-------Það er ekki oft, sem les-
endur skrifa Vikunni einungis
til að minnast á auglýsingn í
blaðinu, en þetta er þá eitt dæmi
þess. Tilgangurinn með auglýs-
ingum er, að eftir þeim sé tekið
— og þú hefur greinilega tekið
eftir þessum auglýsingum okkar
svo um munar — og þá er til-
ganginum náð!
65 kall ...
Heiðraði Póstur!
Mig langar að vita, hvernig á því
getur staðið, að miðinn á 79 af
stöðinni kostar 65 krónur — segi
og skrifa sextíu og fimm kall!
Venjulega kosta bíómiðar 21 krónu,
og maður gæti skilið það, ef þessir
miðar kostuðu helmingi meira —
42 krónur. En 65, drottinn minn
sæll og góður. Ég vissi ekki betur,
en þessi mynd væri gerð með utan-
landsmarkað fyrir augum, og hvað
á það þá að þýða, að okra svona á
manni! Ef myndin væri einungis
gerð fyrir innanlandsmarkað, gæti
maður skilið að miðaverðið þyrfti
að vera hátt, en ég býst ekki við,
að nokkur maður — í hve hárri
stöðu sem hann er — sé svo vitlaus
að gera dýra kvikmynd eins og
79 af stöðinni og ætli að ná kostn-
aðinum upp á innanlandsmarkaði.
Fátækir barnamenn sem hafa gam-
an af að lesa Indriða hafa bara
alls ekki efni á svona ráðslagi, og
ég er viss um, að þessum skagfirzka
náttúrukrafti er enginn greiði gerð-
ur með því að gera fólki svona
erfitt að kynnast verkum hans.
Með svona gauragangi fer Edda
film á hausinn áður en hún hefur
nokurn tíma komizt á fæturna.
Jón Guðmundsson, Reykjavík.
--------Edda film um það —
og við um það, hvort við látum
plata okkur til að kaupa miða. t
Kannski er þeim einhver vor-
kunn. Ég er ekki viss um að það
sé mikill markaður erlendis fyr-
ir svona mynd. Ætli t. d., ja, segj-
um Tyrkir myndu hugsa sig um
lengi, ef þeir ættu að velja á
milli þess að sjá mynd með C.
Gable og S. Loren annars vegar
og G. Eyjólfsson og K. Kjeld
hins vegar?
Jómfrú ...
Kæri Póstur!
Hvað þarf maður að vera og
kunna, til þess að geta orðið jóm-
frú á skipi —- skipsjómfrú? Ég er
17 ára gömul og hef landspróf, og
í sumar var ég þerna á hóteli úti
á landi. Nú langar mig svo mikið
að komast í millilandasiglingar, en
það er ekki hægt, af því maður er
ekki strákur, nema vera skipsjóm-
frú. Ég er sterk og ekki sjóveik og
alveg ólöt — er það ekki nóg?
Alda Bára.
--------Ég held þetta hljóti að
vera miklu meira en nóg. Ég
óska þér svo góðs gengis, í þeirri
von að þú hreppir jómfrúartit-
ilinn. Þú mátt jafnvel fljótlega
búast við að hækka í tign — eða
a. m. k. skipta um titil.
í skólanum ...
Kæra Vika.
Ég var að hugsa um að fara
í heimavistarskóla næsta vetur
(gagnfræðaskóla) á Norð-Austur-
eða Suðurlandi. Og ætlaði að biðja
þig að vísa mér á einhvern góðan
skóla og gefa mér einhverjar upp-
lýsingar.
Ein 15 ára.
P.S. Vonast eftir svari fljótlega.
Á þessu svæði eru þó nokkuð
margir skólar, Laugaskóli, Eiða-
skóli, Skógaskóli og Laugarvatns-
skóli — guð fyrirgefi mér, ef ég
hef gleymt einhverjum. En ég
er hræddur um, að það yrði illa
upp tekið, ef ég færi að taka einn
þessara skóla fram yfir aðra, en
samkvæmt minni reynslu myndi
ég helzt kjósa þann skóla, sem
fæsta hefur nemendurna. Nú
skaltu skrifa þessum skólum og
spyrja, hve margir nemendur