Vikan - 01.11.1962, Qupperneq 9
„Sé atorkumanni sagt upp
starfi fyrir aldurs sakir,
og hann finnur sér ekki hæfi-
legt verkefni, getur
það í raun og veru verkað á
hann bæði andlega
og líkamlega eins og seigdrep-
andi dauðadómur”.
P.V.G. KOLKA.
vinna, á að gera þeim kleift að
verða að liði í þjóðfélaginu svo
lengi sem þeim endast kraftar.
— Var þá lagasetningin um aldurs-
hámark opinberra starfsmanna ó-
happaverk?
— Nei, á sínum tíma voru slík lög
bráðnauðsynleg. Þá var ástandið orðið
svo slæmt, að það hvarflaði ekki að
sumum embættismönnum að segja af
sér, jafnvel þótt þeir sætu í stöðum
sínum með báða fætur fram af graf-
arbarminum. Slíkt kann aldrei góðri
lukku að stýra. I ábyrgðarstöðum í
þjóðfélaginu verða að vera menn með
góða starfsorku. Hinir verða því að
víkja, án þess þó að vera útskúfað
með öllu.
— Horfir málið að einhverju leyti
öðru visi við núna, en þegar lögin
voru sett?
— Ef til vill. Nú er mannsævin
alltaf að lengjast. Fólk endist miklu
betur en áður fyrr. Þrældómurinn er
að mestu úr sögunni, og okkur liður
tiltölulega vel. Þess vegna er algeng-
ara nú en áður, að menn séu andlega
og líkamlega hressir allt fram í háa
elli. Að vísu er ógerningur að meta
það í hvert eitt sinn, hvenær timi
er til þess kominn fyrir einn- eða
annan að draga saman seglin. Því
hefur þótt nauðsynlegt bæði hér á
landi og erlendis að hafa fasta reglu
á þessum hlutum og miða aldurshá-
mark starfsmanna við 65 til 70 ára
aldur.
En það verður ávallt erfitt að leysa
þetta mál eins og önnur tilfinninga-
mál, svo öllum liki. Engu skiptir í
þvi efni hvaða starfa hinir öldnu
hafa með höndum. Á meðan menn
finna ekki kraftana þverra, eiga menn
bágt með að sætta sig við að þurfa
■að segja skilið við lífsstarfið. Dæmin
þekkjum við úr öllum stéttum. Þær
eru til dæmis ekki svo fáar bújarð-
irnar, sem hafa gengið úrættis eða
jafnvel fallið í eyði, vegna þess að
gamli bóndinn hafði ekki vit á því
í tæka tíð að afhenda búið í hendur
syninum, sem löngu var kominn til
manndómsára. Að lokum leiddist
syninum svo þófið eftir áralanga bið,
að hann tók saman pjönkur sinar,
axlaði mal sinn og fór.
Nei, það mega ekki allir hegða sér
eins og alvörukonungar í riki sínu.
— Hvernig hegða alvörukonungar
sér?
— 1 tíð Gústavs gamla Svfakon-
ungs var uppi hershöfðingi nokkur,
er Munthe hét, bróðir Axels Munthe
læknis og rithöfundar. Hershöfðing-
inn var kominn yfir aldursmark, ungu
liðsforingjunum þótti hann heldur
þausætinn í stöðu sinni og kvörtuðu
því sáran undan því, að sá gamli hefti
eðlilegan frama þeirra. Harmagrát-
urinn barst konungi til eyrna. Hugð-
ist hann því nota tækifærið eitt sinn,
er hershöfði'nginn hafði fengið á-
heyrn og ámálgaði þetta af mestu
hógværð: „Hvernig er það Munthe
minn góður — finnst yður þér ekki
vera orðinn of gamall til þess að
gegna svona vandasömu starfi?“
Framhald á bls. 38.
Guðmundur Thoroddsen:
„Sennilega verður gamla fólkiff bara aff sætta sig víff þaff að
vera gamait. ^umum finnst þaff eflaust óblíff örlög, en þau eru
óumflýjanleg samt“.
Guðbrandur Magnússon:
„Þessi 70 ára höggstokkur gerir ekki útaf viff mig, þótt hann stytti öffr-
um aldur.
VIKAN 9