Vikan - 01.11.1962, Page 18
SVAVAR GESTS SKRIFAR UM
LOKSINS ÁNÆGÐUR MEÐ HLJÓMSVEITINA
Hljómsveit Svavars Gests skrapp í sjóferð um daginn o.g að sjálfsögðu var ljósmyndari viö-
staddur slíkan merkisviðburð. Frá vinstri: Ragnar Bjarnason, Gunnar Pálsson, Reynir Jónas-
son, Garðar Karlsson, Svavar Gests og Magnús Inpimarsson.
Við fréttum af breytingum
í hljómsveit Svavars Gests,
og þar sem hljómsveitin er
valinkunn og talin bezt í
kosningunum hjá okkur í vor,
þá datt okkur í hug, að ræða
við Svavar um þessar breyt-
ingar og fá hann til að leysa
frá skjóðunni um eitt og ann-
að varðandi hljómsveitina.
-- Við höfum heyrt, að þú
ætlir að breyta til um menn.
Reynir Jónasson er um
þessar mundir að taka sitt
gamla sæti í hljómsveitinni
og þess vegna hættir Finnur
Eydal og þá um leið Helena.
— Er ekki óþægilegt að
þurfa að skipta oft um menn?
— Jú, vissulega. Til að
byggja upp góða hljómsveit
þarf maður að vera í friði
með mannskapinn í minnst
ár. Það er ekki þægilegt þeg-
ar þeir hlaupa í aðrar hljóm-
sveitir eftir fáeina mánuði og
búið að leggja mikla vinnu í
æfingar og mikla peninga í
útsetningar.
— Og tekst þér þá að halda
mönnum í eitt ár?
— Já, þeir eru ráðnir þann-
i :. Breytingar eiga sér aðeins
st:;ö í október ár hvert, hvorki
f/rr e./U seinna þó stundum
h’ fi verið heppilegra að
skipta um mann. Þetta trygg-
ir vinnufrið ef svo má segja
18 VIKAN
og tryggir meðlimum hljóm-
sveitarinnar góða vinnu í eitt
ár.
— Þú segir, að stundum
hafi verið heppilegra að
skipta um mann á öðrum
tíma en október, hvað óttu
við með því?
— Til dæmis það, að góður
maður kann að losna í ann-
arri hljómsveit og eins getur
samvinnan innbyrðis hafa
versnað. Satt að segja hefi ég
verið að leita fyrir mér með
menn undanfarin þrjú ár og
loksins núna er ég með þá
fimm menn með mér, sem ég
er fullkomlega ánægður með.
Þú getur meira að segja haft
það í fyrirsögn á greininni.
— Ánægður með?
— Já, góðir hljóðfæraleik-
arar, líflegir á sviðinu, reglu-
samir. Ef sex manna hljóm-
sveit á að vera fær um að
skemmta nokkur hundruð
manns í viku hverri, þá ber
svo sannarlega margs að
gæta.
- Hvernig músík spilið
þið?
— Dansmúsík, alla algenga
dansmúsík. Nýjustu lögin,
gömul lög, al'lt milli himins
og jarðar. Nefndu lagið og við
skulum spila það fyrir þig.
Rétt lagaval á hverri skemmt-
un eða hverjum dansleik, er
alls ekki svo lítið atriði.
Margar hljómsveitir hér hafa
ekki gert sér grein fyrir
þessu og það beinlínis orðið
þeim að falli.
— Og þetta er kannski
leyndardómurinn að hinum
miklu vinsældum hljómsveit-
ar þinnar?
- Getur verið, en hins ber
að gæta, að við náum til fleira
fólks heldur en nokkur önnur
hljómsveit vegna þess að við
höfum leikið í þannig veit-
ingahúsum. Fyrst í Sjálfstæð-
ishúsinu og svo í Lídó. Við
leikum fyrir fólk á Öllum
aldri, börnin á jólatrés-
skemmtununum, fullorðna
fólkið á árshátíðunum og unga
fólkið, og átti það sérstaklega
við þegar við lékum í Sjálf-
stæðishúsinu.
— Og ekki má gleyma
hljómleikaferðum ykkar út á
land?
— Nei, við höfum farið í
þrjú sumur. Þessar ferðir hafa
að sjálfsögðu verið erfiðar, við
höfum verið með skemmtanir
á hverju kvöldi meðan ferðin
stóð og stundum tvær. En
þetta hafa verið ánægjulegar
ferðir, við höfum kynnzt
fólki um land allt og eignazt
marga kunningja. Og þó að
Framhald á bls. 33.
ISLAimO
SUNNAN
Suðurpól.
Kæri Björn.
Við vorum að tala um dagblöðin í Reykja-
vík, ef ég man rétt. Útlendur maður hefur sagt
mér, að blaðaútgáfan í Reykjavík muni vera
heimsmet — miðað við fólksfjölda, auðvitað.
Ég held þegar á allt er litið; að þessi blöð séu
alltaf að batna ár frá ári. í gamla daga voru
miklu hatrammari skammir í dagblöðunum og
það var talað enn verr um pólitíska andstæð-
inga. Þetta þykir kannski afturför, en mér
finnst það frekar bera vott um menningu.
Ástæðan er að miklu leyti sú, að það er komin
upp blaðamannastétt á íslandi. Blaðamenn eru
orðnir ópólitískir atvinnumenn eins og vera
ber, -eða svo er mér tjáð. Þeir skipta oft um,
fara af einu blaði á annað. Það hefði verið
óhugsandi fyrir nokkrum árum. Þá urðu allir
blaðamenn við Morgunblaðið að vera sjálfstæð-
ismenn og Þjóðviljamennirnir kommar. Reynd-
ar er það þannig enn á Þjóðviljanum að því
mér er tjáð, enda hentar það vart trúleysingj-
um að lifa og hrærast í því umhverfi.
Ef það hefur komið fyrir í sumar, að ég hafi
skroppið út úr bænum um helgar, hef ég stund-
um verið að því kominn að skrifa Velvakanda
eða Hannesi á Horninu, svona rétt til þess að
fá útrás. Því miður er ég á þeirri skoðun, að
það hafi ekki mikil áhrif, þótt ein og ein rödd
heyrist um það sem miður fer, ef flestallir þegja
og sætta sig við hvað sem er. Hvernig stendur
á því, að við þurfum að búa við svona vegi -—
jafnt á fíölförnustu leiðum landsins sem afdala-
vegum. Sannleíkurinn er nú sá, að afdalavegir
eru undantekningarlaust miklu betri, því þar er
engin umferð. Það er ómögulegt að koma því
ínn í kollinn á mér að fiölförnustu vegir lands-
ins eins og leiðin upp í Mosfellssveit úr Reykja-
vík og austur yfir fjall, verði að vera svona.
Ég hef séð það einhvers staðar á prenti, að
komnir séu rúmlega 2000 nýjir bílar til lands-
ins síðan um áramót. Það stendur svo sem ekki
á ríkisvaldinu að hirða 100% tolla og þaðan
af meira af innkaupsverði þessara bíla. Það
mætti halda að eitthvað yrði nú gert, sem um
munaði. En bíddu bara við, Björn á Norðurpól.
Þú skalt sjá, að það verður ekkert gert frem-
ur en venjulega. Þótt bílainnflutningurinn tvö-
faldaðist og það yrðu fluttir inn 5000 bílar á
næsta ári, svo hvergi yrði hægt að komast
áfram — þá yrði heldur ekkert gert. Ekkert
annað en það að pota mold eða grjóti ofan í
hvörfin, sem myndast í öllum vegum á vorin,
þe^ar klakinn er að fara úr.
Ég var um tíma í sumar á hótelinu á Laug-
arvatni og ók þar um næsta nágrenni. Vegur-
inn upp að Laugarvatni er svo mjór að það er
varla nokkurs staðar hægt að mætast á honum
svo vel sé. Og austur Laugardal má heita ger-
samlega ófært nema á jeppum eða fjallabifreið-
um. Þó er það splunkunýr vegur.
Ég veit, að það þýðir ekki néitt að tala um
betta. Öllum finnst sjálfsagt, að svona sé það.
En hvers vegna gerir ekki einhver stjórnmála-
flokkur þetta að pólitísku stórmáli. Það mundi
kannski róta við málinu.
Við töluðum einhvern tíma um ríkisvaldið
og hina dauðu hönd þess. Fyrir mér eru ríkis-
afskipti það sama og kyrrstaða og dauði. í nú-
tíma þjóðfélagi er það að vísu venjulegt, að
ríkið sjái um hluti eins og vegi. En það er líka
til, að vegir séu einkafyrirtæki. Þá byggir ein-
hver auðugur aðili góða vegi og síðan greiðir
maður ákveðið gjald fyrir það að nota veginn.
Ef ég byggði steinsteyptan, beinan og breiðan
veg norður á Akurevri og tæki 100 krónur fyrir
bílinn þinn á þeirri leið — hvað mundir þú
gera? Borga mér hundraðkallirm og vera fimm
Þ'ma á leiðinni eða hökta á þvottabrettinu í
tíu tíma. Vertu blessaður.
Þinn einlægur, Brandur á Suðurpól.