Vikan


Vikan - 01.11.1962, Síða 25

Vikan - 01.11.1962, Síða 25
„Þakka þér innilega gjöfina, Des,“ sagði Alison. „Þetta er í fyrsta skipið á ævinni, sem ég fæ jólagjöf frá öðr- um en pabba og mömmu,“ bætti hún við. „Ef þú hefðir sagt okkur dálitið fyrr af jólunum, þá mundir þú hafa fengið jólagjöf frá fleirum," sagði Dahl eins og honum fyndist sér órétt- ur ger. „Ég meinti það ekki þannig," sagði Alison og roðnaði við. Dauf birtan af loganum hrakti rökkrið í kofanum undan um nokk- ur fet. Nú fyrst gat Dahl komið auga á grenigreinarnar, sem Alison hafði stungið víða á milli bjálkanna í kofa- veggjunum. Hann fór að brjóta heil- ann um hvað hann gæti gefið henni, en gat ekki munað eftir neinu. Smám saman varð benzínþefurinn hinni ljúfu steikarlykt yfirsterkari, en enginn virtist hafa neitt við það að athuga. Enda þótt hann væri ófull- kominn að allri smíð, táknaði hann engu að síður sigur mannsins yfir þeim frumstæðu skilyrðum, sem hann átti í höggi við. Að Því leyti var hann mun mikilvægari sem tákn, heldur en að nytsemi sinni. Greatorex gamli hafði gengið hugs- unum sínum á vald. „Það er ótrúlegt, þetta. Sannarlega ótrúlegt,“ tautaði hann eftir nokkra þögn. „Hvað finnst þér svo ótrúlegt?“ „Hvað . .. já.“ Gamli maðurinn hrökk upp af hugsunum sínum. „Þetta, að það skuli vera komin jól, og að við skulum vera hér enn. Sið- astliðin jól var ég hjá Amy.“ Það var óvenjuleg hlýja í röddinni, þegar hann nefndi nafn konu sinnar, viðkvæmnihreimur, sem Dahl hafði aldrei heyrt bregða þar fyrir áður. Hvers vegna þráir maðurinn það allt- af mest, sem hann getur ekki notið einhverra hluta vegna? spurði Dahl sjálfan sig. „En hvað um þig, Des?“ spurði öldungurinn. „Hvar varst þú síðast- liðin jól?“ Hrifningin, sem vaknað hafði í svip Surreys við þakklæti stúlkunn- ar og ánægju hennar yfir gjöf hans, vék þaðan skyndilega. Ósjálfrátt smeygði hann hendinni inn undir treyjuna og snart marghleypuna í hylkinu. Hann hafði hreinsað vand- lega af henni allt ryð með benzíni úti í Norseman-flakinu,, og bar hana stöðugt á sér. „Ég snæddi kvöldverð heima hjá Sammy og fjölskyldu hans.“ 1 svip virtist hann ætla að láta það svar duga, en bætti síðan við. „Móðir hans vissi að ég var einmana í Montreal, ___ < < og .. . Harkan hvarf úr rödd hans. „Dá- samleg, gömul kona. Og hún sá ekki sólina fyrir Sammy." Augu þeirra Dahls og Alison mætt- ust. Þau horfðu hvort á annað stund- arkorn, en svo hristi hún höfuðið til svars við ómæltri spurningu hans. Hún ætlaði ekki að minnast á matar- hvarfið að svo stöddu. E'kki á jólakvöldið. Á nýársdag var óvenjulega hlýtt í veðri, svo að jafnvel Alison lét í ljós undrun sína, þar eð janúar var yfirleitt harðasti mánuður ársins á þessum slóðum, að febrúar ef til vill undanskildum. Um hádegið gerði blota, en stundu s'ðar herti frostið aftur og batt endi á þessa ótímabæru uppreisnartilraun gegn valdi vetrarins, með þvi að breyta blotanum í samfellda glitrandi hjarnskel. Alison, sem hafði gerzt svo ógætin, að skilja snjógleraugun eftir heima í kofanum þegar hún fór út, sá ýmist annarlegar stjörnur eða dökka, dansandi dila fyrir augun- um, þegar hún reikaði heim á leið, með svo sára kvöl í höfðinu, að rökkrið inni í kofanum varð henni kærkomin likn. Þótt hún vissi að hún mátti eingöngu sinni eigin ó- gætni um kenna, aftraði það henni ekki að ávíta Þá félaga sina, hvern af öðrum, þegar þeir komu reikandi inn í kofann og kvörtuðu sáran yfir sömu vanlíðan. Næstu þrjá dagana glitraði allt umhverfið, ásarnir, kjarrið og trjá- limið, í björtu sólskininu og allt var umvafið töfrum hreinnar, frostkaldr- ar fegurðar. En þá skall enn á storm- ur, sem máði brott alla þessa fegurð svo gersamlega, að umhverfið gerði jafnvel minninguna um hana að fjarstæðu, þegar honum slotaði, og dvöl þeirra þar að illbærilegri fangavist, svo að hin fáu og fábreyti- legu hversdagsstörf urðu þeim kær- komin tilbreyting. Enn áttu þau við matarskort að stríða, og Alison hélt stöðugt vörð um það, sem enn var eftir af neyðar- birgðunum, unz við sjálft lá að þær yrðu henni hið eina í veröldinni, sem var þess virði að hún helgaði því hugsun sína. Ekkert hafði horfið sið- an hún saknaði súkkulaðistanganna, og það hafði orðið að samkomulagi með henni og Dahl að gera ekki neina rekistefnu út af því að svo stöddu, en hafa því betri gætur á öllu framvegis. EN HÚN YATT SIG AF HONUM OG SNERI VIÐ HONUM BAKI. „LÁTTU MIG VERA“, HVÍSLAÐI HÚN BIÐJANDI. „LÁTTU MIG VERA Á stundum hvarflaði það að henni, að þessi miskunnarlausa bar- átta fyrir lifinu mundi tilgangslaus, þegar allt kæmi til alls. Ef okur tfekst að hjara af veturinn, hvað þá? spurði hún sjálfa sig. Jafnvel meðeigendur Greatorex gamía í Uganda námafé- laginu, hlytu þá — með góðum og gildum rökum — að telja hann týnd- an og dauðan fyrir fullt og allt. Við höfum ekki enn minnstu hug- mynd um hvar við erum stödd og þegar vorar, verður jafnvel enn örð- ugra að ferðast um þessar auðnir heldur en nú, nema eftir ám og vötn- um, og til þess þurfum við bát. Og bát höfum við engan ... TÓLFTI KAFLI. Dahl var að koma heim af morgun- veiðum með tvær rjúpur og einn broddgölt. Þegar hann tók af sér ánjóþrúgurnar, sökk hann djúpt 1 skaflinn úti fyrir kofadyrum. Og það var ekki á verra von — kofadyrnar þurftu endilega að standa í hálfa gátt, svo Alison var sjónarvitni að umbrotum hans í skaflinum og virtist hafa góða skemmtun af. „Hættu þessum hlátri," sagði hann stygglega. „Ég er að drepast úr kulda.“ Og svo bætti hann við um leið og hann gretti sig. „Hvernig væri að þú hitaðir þetta furunála- seyði þitt ofan í mann? Nú mundi það koma í góðar þarfir." „Það bíður þín inni,“ svaraði hún og brosti við. Hann var ánægður yfir því að sjá, að þau voru ein í kofanum. Hann gat ekki greint svip hennar í hálf- rökkrinu, en einhver óvenjulegur hreimur var í rödd hennar, sem hon- um veittist örðugt að átta sig á. „Lincoln ... hvað heldurðu að ég hafi eiginlega handa þér í pokahorn- inu?“ Hann var enn undir áhrifum glettni hennar, þegar hún horfði á hann brjótast um í skaflinum, og svaraði samkvæmt því. „Hveitibrauð og ávaxtamauk ...“ „Nei, Lincoln.“ „Fyrirgefðu ónærgætnina, en ég get fullvissað þig um það, að stundum sækja á mig draumar um baðherbergi — gljáandi veggflísar og heitt vatn i keri ... heitt vatn, skilurðu.“ „Ég á ekki við dagdrauma," sagði hún allt í einu alvarleg. „En hvaða draumar eru það, sem ásækja þig, þegar þú lætur illa í svefni?“ Það var eins og veggirnir hryndu að honum og hann stundi. Þessi á kafa löngun eða þörf, sem hann hafði ekki orðið var við um nokkurt skeið, að svæfa hugsanir sínar viskývímu, vaknaði skyndilega með honum, jafn- vel sterkeiri en nokkru sinni fyrr. Og hann spurði sjálfan sig í ör- væntingu: Á þetta þá að liggja stöð- ugt í launsát fyrir mér? Upphátt sagði hann: „Læt ég illa í svefni?" „Það veiztu sjálfur." „Ég ... ég vona að ég haldi ekki oft vöku fyrrir þér,“ sagði hann dap- urlega. Hún bandaði spurningunni frá sér með ákveðinni handhreyfingu. Hann vildi láta líta út fyrir að hann væri tilleiðanlegur að ræða þetta nánar. „Tala ég kannski upp úr svefni?" spurði hann. „Þú tautar," svaraði hún. „Það er varla, að ég heyri orðaskil." „Og hvað segi ég?“ Hún hristi höfuðið, eins og hún vildi ekki verða til þess að veita honum neina visbendingu. Og svo endurtók hún spurninguna. „Hvað dreymir þig, Lincoln?" Hann varp öndinni léttara, þar eð hann þóttist nú viss um, að hann hefði ekki komið upp um sig með svefnhjali sínu. „Þú veizt það kannski ekki, Ali- son,“ sagði hann og gerði sér allt far um að segja það þannig, að henni fyndist ekki sem hann vildi slá hana af laginu, „að hár þitt virðist eins og logandi eldur, þegar bjarminn af bálinu á arninum fellur á hnakka þér ...“ Hún kreppti hnefann af óþolin- mæði. „Þessir karlmenn ...“ Hann gat ekki brosi varizt, þegar hann heyrði þessi útjöskuðu við- bragðsorð kvenna af vörum Alison, sem sízt allra kvenna gat haft nokkra ástæðu til þess i fortíð sinni, að taka þau sér í munn. En brosið hvarf skyndilega af vörum hans, þegar hann sá kippi fara um herðar henni. Hann gekk til hennar og snart arm henn- ar. „Eg ...“ E“n hún vatt sig af honum og sneri við honum baki. „Láttu mig vera," hvíslaði hún biðjandi. „Láttu mig vera ...“ Hann gat ekki skilið geðshræringu Framhald á bls. 27. VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.