Vikan


Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 33

Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 33
Tækniþáttur Framhald al bls. 3. því skyni hafa þeir komið upp neyðarkallkerfi, sem er einstakt í sinni rðð, enn sem komið er. Víðast hvar við þjóðvegi hafa verið settar upp „töflur“ á lágum stólpum með tveggja km millibili, en á töflum þessum eru tveir rofar, og stendur letrað — á mörgum tungumálum meira að segja — „Sjúkrabíll“ við annan þeirra, en „Viðgerðarbíll" við hinn. Þarf svo ekki annars við en styðja á annanhvom þeirra, eða báða, eftir því sem þörf — eða neyð — krefur, og þá kemur hin umbeðna hjálp „eins og kölluð“, án frekari umsvifa. Bn án alls gamans, því að vitan- lega er þetta alvörumál, mundi slíkra kalltækja víðar þörf en á ítalíu. Væri ekki athugandi að koma svipuðum neyðarsenditækj- um upp á vissum stöðum við ís- lenzka þjóðvegi, þar sem spölur er milli byggða og því örðugt að komast í sima til að kalla á hjálp — auk þess sem síminn til sveita er útilokaður frá öllu sambandi lengra en bæja á milli blessunar- lega mikinn hluta sólarhringsins ... Eftirhermuæði Framhald af bls. 2. neinum öðrum en fjölskyldunni í Hvíta húsinu. Alsaklaust fólk um víða veröld, sem hefur orðið fyrir því óláni að komast á toppinn í stjómmálaheiminum, í listum eða á öðru sviði, verður fyrir barðinu á múgstælingunni. Það varðar reyndar ekki við lög að þjófstela persónuleika á þennan hátt, en það er barnaleg smá- mennska að gefast upp á því að þroska sjálfan sig, sína eigin persónu og skríða þess í stað inn í gervi af Brigittu Bardot, Kennedy, Karólínu eða hverju nafni sem það nefnist og búa til stærsta brúðu- leikhús í heimi. Vémundur. Skakkt númer Framhald af bls. 10. sprútti á Borg .... ég meina bíla- stöð í borginni. Flugtuminn fyrir hafnsöguskrifstofuna. Orðabók há- skólans fyrir Keflavíkurflugvöll. Meira að segja svaraði útlendinga- eftirlitið einu sinni, þegar ég ætl- aði að hringja heim til mín. Þá var mér nóg boðið. Ég fékk grandvaran samstarfs- mann minn til þess að votta það, að ég færi ekki fingravillt. Svo fletti ég upp í símaskránni, til þess að vera viss um númerið á land- símanum, jú, rétt, 11000. Ég hringdi, og kunninginn getur vottað, að ég taldi rétt númer á símatólið. Það kom stutt klikk, og síðan var svar- að: — Kleppsspítalinn, góðan dag ... * Hljómsveit Svavars Gests. Framhald af bls. 18. sumir verkstjórarnir á síldarplönun- um hafi bölvað okkur þegar síldar- stúlkurnar hlupu frá tunnunni á ball til okkar, þá hafa þeir kvatt okkur brosandi og þakkað okkur fyrir komuna þegar rennt var úr hlaði. — Er von á nýrri plötu með ER LYKILL ÆÐRI MENNTUNAR Á ÍSLANDI. Athugið, að BRÉFASKÖLISÍS kennir eftirfarandi lands- prófsgreinar: íslenzk málfræði, Reikningur, íslenzk bragfræði, Algebra, Danska, Eðlisfræði. Unglingar! Notið þetta einstaka tækifæri. Otfyllið seð- ilinn hér til hægri og sendið hann til BRÉFASKÖLA SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík. Ég undirritaður óska að gerast nemandi í: □ Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr.___________________ Náfn Heimilisfang Innritum allt árið — BRÉFASKÓLI hlj ómsveitinni? — Já, og ætli að hún verði bara ekki komin út þegar þetta kemur á prenti. Lag og ljóð eftir Ása í Bæ, gamall sjómannavals, sem heitir „Vertu sæl mey“ og svo annað gam- alt lag sem heitir „Heyr mitt ljúf- asta lag“. Og síðan önnur plata í undirbúningi, sem kemur út fyrir jólin. — Hvaða lög verða á henni? — Líklega bæði erlend, því þó maður sé allur af vilja gerður að koma íslenzkum lögum á framfæri, þá er mikill hluti þeirra ekki nógu góður til að koma á hljómplötu, að ekki sé nú minnzt á þessi vandræði sem maður á sífellt í með það, að fá góða íslenzka texta við innlend og erlend lög. — Verður hljómsveitin í útvarp- inu í vetur? — Við vorum af og til í útvarp- inu á síðasta ári, ýmist með dans- lög eða í sérstökum þáttum öðrum. Ætli það verði ekki svipað í vetur. — Þú verður ekki með sérstak- an þátt, eins og Gettu betur á sín- um tíma? — Það er alveg óákveðið. Gettu betur var mjög vinsæll þáttur, en það var líka sett út á hann. Það er erfitt að gera fólki til geðs í íslenzka útvarpinu, þeir sem koma fram í útvarpinu eru stöðugt undir smásjá hlustenda. — Að lokum Svavar, hverjir verða í hljómsveitinni næsta starfs- tímabil hennar? — Reynir Jónasson, eins og ég minntist á fyrr. Hann leikur á tenór- saxófón og harmoniku, syngur ef því er að skipta og gerir sitthvað fleira, ef þú getur fundið betri hljómsveitarmann hér á landi en Reyni þá skal ég borða skóhlífam- ar mínar. Síðan er það Magnús Ingimarsson, sem leikur á píanó, gítar og bassa ef þess þarf með. Magnús er frábær útsetjari og fjöl- hæfur. Garðar Karlsson leikur á gítar og þá einnig þau önnur strengjahljóðfæri, sem honum eru fengin í hendur. Garðar er yngstur í hljómsveitinni, en efnilegur mjög og grínisti hinn mesti. Gunnar Páls- son leikur á kontrabassa og má segja um Gunnar, að haxm vegi upp á móti galsanum í okkur hinum, því hann er hinn mesti rólegheita piltur, en ekki stendur á honum að taka þátt í fjörinu þegar það á við. Nú, svo er það söngvarinn Ragnar Bjarnason. Hann er fyrir löngu landskunnur fyrir góðan söng, fjörugur á sviðinu og háðfugl eins og kom fram á skemmtunum okkar í Austurbæjarbíói. Ég leik á trommur og geri svona eitt og annað sem til fellur. — Og þetta er hljómsveit, sem þú ert ánægður með, segirðu? — Já, þegar við erum orðnir sam- spilaðir, því við höfum verið að æfa upp ýmislegt nýtt og jafnvel ný- stárlegt undanfarið, þá á hljóm- sveitin áreiðanlega að verða betri og skemmtilegri heldur en hún hef- ur nokkru sinni verið. Og þér er óhætt að undirstrika orðið skemmti- legri, því ef einni hljómsveit tekst ekki að skemmta því fólki sem hún er að leika fyrir þá getur hún alveg eins pakkað niður og farið að grafa skurði. Og þar með var Svavar þotinn. GS. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.