Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 43
„KARINA"
Þennan einfalda og fallega
síðdegiskjól er ákaflega gott
að sauma. Hann er aðeins í
3 stykkjum, 2 að aftan og eitt
að framan, hann er aðeins
fleginn að aftan og kemur
þver á hálsmálið og er held-
ur hærri að framan. Það er
til dæmis mjög fallegt að nota
perlufesti við hann, einnig
getur þú auðvitað gert hann
flegnari.
Það er 100% rayon-efni
(mussolin) dálítið þykkt og
það krumpast ekki. Litirnir:
1. brúnn í grunninn með
abstrakt óreglulegu mynztri.
2. brúnn í grunn með dumb-
rauðum dreifðum rósum. 3.
brúnn í grunninn með dreifð-
um grænum rósum. Kjóllinn
er til í no. 42, 44, 46 og kost-
ar kr. 327,00 með fóðri í pilsi
og kr. 25,25 fyrir rennilás og
tvinna.
Þú getur auðveldlega saum-
að hann sjálf því Sniðaþjón-
usta Vikunnar sníður hann
fyrir þig, merkir fyrir öllum
saumum og sendir til þín í
póstkröfu ásamt saumatil-
sögn.
Útfylltu pöntunarseðilinn
með upplýsingum um stærð
og lit og sendu til Sniðaþjón-
ustu Vikunnar ásamt kr.
100,00. Efnisprufur færðu
sendar heim gegn frímerktu
umslagi með nafninu þínu og
heimilisfangi. Allar frekari
upplýsingar eru gefnar í
síma 37503 á þriðjudögum og
föstudögum milli 2 og 5.
Pöntunarseðillinn er á bls. 41.
SNIÐAÞJONUSTA
VIKUNNAR
Kœlitœki fyrir kaupmann og kaup-
félög, ýmsar gerðir og stœrðir. —
Leitið upplýsinga um uerð og
greiðsluskilmála.
H.F. RAFTÆKJA VERKSMIÐJAN
HAFNA RFIRÐI
Símar: 50022 - 50023 - 50322
Frystikistur, 2 stœrðir
150 l og 300 /.— fyrir
heimili, verzlanir og
ueitingahús.
vikan 43