Vikan - 22.11.1962, Side 3
VIKAN
m
Gullhúðaður
vinnugalli
Gull er til margra hluta nytsamlegt, þótt.
maSurinn hafi hingað til fyrst og fremst notað
það til ónytsamlegra hluta. Vegna þess að það
endurkastar allt að 75% hitageislunnar, er það
sérlega góður einangrari, auk þess sem það
er ónæmt fyrir flestum sýrum. Fyrir bragðið
eru þeir hjá Du Pont í Bandaríkjunum farnir
að framleiða „vinnugalla", húðaða 24 karata
gulli, handa þeim sem vinna í geimflaugaverk-
smiðjum, en vafalaust verða hafðar sterkar gæt-
ur á að þeir fari ekki heim í gallanum ...
Framhald á bls. 27.
Margt handtakið
Það er ekki hlaupið að þvi að hefja fram-
leiðslu á flugvél af nýrri gerð og margt hand-
takið áður en fyrsta reynsluflugið er farið.
Áður fyrr urðu allar betrumbætur að koma með
reynslunni, og flugmaður, sem reyndi nýja vél-
artegund, mátti eins gera ráð fyrir að annað
hvort reyndist hún ófáanleg til að yfirgefa
flugvöllinn í svip, eða svo óðfús til jarðar aftur,
að þeir einir yrðu til frásagnar um lendinguna,
sem á horfðu. Nú vita flugvélaverkfræðingarn-
ir yfirleitt hvernig hver gerð muni reynast á
flugi, svo er líkanasmiðunum og stormgöngun-
um svokölluðu fyrir að þakka. í stormgöngun-
um eru flugvélalíkönin eða einstakir skrokk-
hlutar reynd við sömu lofthreyfi-skilyrði og á
flugi og átak og mótstaða mælt nákvæmlega.
Líkanasmiðjur flugvélaverksmiðjanna eru
orðnar ákaflega fullkomnar, enda mikið undir
nákvæmni þeirra komið. Sýnir önnur af með-
fylgjandi myndum tvo slíka smiði að starfi
í franskri flugvélaverksmiðju, og er það líkan
af flugvél með lóðréttu flugtaki, „Dassault
Balzac V 001“, sem þeir vinna þarna. Hin
myndin sýnir stormgöngin og hvernig hálfu
líkani af flugvél hefur verið komið þar fyrir
í tilraunaskyni.
‘Mi m næsta bl aði verður m.a.:
14 t'tgefandi: Hilinir h.f.
, Kltstjóri:
Gísli Sigurðsson (ábm.)
FramkvænJdastjóri:
Hilmár A. Kristjáusson.
fíitstjórn og auglýsingar: Skipholt
33. Sirnar. 35320, 35321, 35322, 35323.
Pósth'ólf 149. Afgreíðsla og dréifmg:
Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími
39720. Dreifingarstjóri Oskar Karls-
son. Verö í lausasöiu kr. 20. Áskrilt-
arverð or 250 kr. ársþriðjungslega,
greiðist fyrirfrarn. Prentun; Hjlrnir
h.f. Myndarnót: Rafgraf h.f.
• Á FÓSXRIÐ AÐ LIFA? — GK skrifar grcin um íslenzk lög
varðandi fóstureyðingar, framkvæmd þeirra, trúarskoðanir,
ólöglegar fóstureyðingar o. fl.
• HARAKIRI OG IIANAAT. — Olga Ágústsdóttir brá sér í
liringferð um hnöttinn, og segir lesendum Vikunnar frá
ýmsu úr þessu ferðalagi.
• BLINDIR GETA SÉÐ — GEGN UM KINNARNAR. — Fróð-
leg og skemmtileg grein um rannsóknir og tilraunir austur-
lenzkra vísindamanna til þess að gefa blindum sýn — gegn
um kinnarnar.
• MIG LANGAR 1 BÍL. — Framhald greinaflokksins um af-
komu almennings í öðrum löndum.
namiss
Gerbéra heitir blóm, sem upprunnið er
í Austurlöndum, en snemma var flutt til
hins vestræna heims. Það er einkum frægt fyrir mörg og
fögur litbrigði, og nú á síðari árum fyrir það, að tízkuvöru-
fyrirtækið Orlane í París hefur notað það sem tákn fram-
leiðslu sinnar. — Forsíðumyndin okkar í dag er af ungri
franskri stúlku, og auðvitað er hún með Gerbéra.
• ANDLIT ÞITT í SPEGLINUM. — Dr. Matthías Jónasson rit-
ar um sálræn viðbrögð þess, sem lítur andlit sitt í speglinum.
• AÐ EIGA FÓTUM FJÖR AÐ LAUNA. — Myndasaga úr
umferðinni í Reykjavík — lærdómsrík og skemmtileg.
9 SVARTI LI OG HVÍTI LÍ. — Austurlenzk smásaga.
• FRAMHALDSSAGAN — Á eyðihjarni.
• PÓSTURINN, PLÖTUR OG DANSMÚSÍK, ALLT FYRIR
UNGA FÓLKIÐ, KVENNASÍÐA og margt, margt fleira.
VIKAN 3