Vikan - 22.11.1962, Qupperneq 4
Tfekla
Austurstræti 14.
Sími 11687.
Kelvinator
Áratuga reynsla tryggir yður óvið-
jafnanlegan kæliskáp að ytra útliti,
hagkvæmni og notagildi. - Hagsýnar
húsmæður um víða veröld velja
KELVfNATOR kæliskápinn.
6 og 7.7 cub.ft. fyrirliggjandi. 5 ára
ábyrgð á mótor, árs ábyrgð á öðrum
hlutum skápsins. - Viðgerða- og
varahlutaþjónusta að Laugavegi 170.
Sími 17295.
AFBORGUNARSKILMÁLAR.
Ofstæki ...
Sauðárkróki, 20. okt. 1962.
Kæri Póstur.
Ég hef lengi haft í huga að skrifa
þér, en aldrei komið því í verk
fyrr en nú. En það, sem mig langar
að skrifa þér um er hið leiðinleg-
asta, sem sífellt er verið að staglast
á í öllum skólum landsins og þar
á meðal í skóla þeim, sem ég er í:
Það er tóbaksreykingar og áfengis-
notkun almennt. Víst er óhollt að
reykja og drekka, en það er fleira,
sem líka er óhollt og eyðslusamt
en þetta. Til dæmis, hvers vegna
er ekki alveg eins hægt að segja
okkur að hætta að drekka kaffi,
kókó og borða hveitibrauð o. s.
frv.? Ert þú ekki sammála mér
í þessu efni? Ég bið þig að birta
þetta og vonast til, að þú svarir
fyrir þig.
Kær kveðja.
N.S.U.
--------Skelfing er að heyra í
þér, vinur sæll. Það er nú einu
sinni svo, að mest ástæða þykir
til að vinna gegn verstu meinum
þjóðfélagsins, og það gefur auga
Ieið, að tóbaksneyzla og áfengis-
notkun eru mein, sem há okkar
þjóðfélagi meira en t. d. kókó-
og kaffidrykkja. Það getur svo
sem vel verið, að hveitibrauðsát
sé sumum mönnum ekki beinlínis
hollt, en ekki get ég ímyndað
mér að menn stofni félagssamtök,
sem vinni að því af eldmóði að
koma í veg fyrir allt hveiti-
brauðsát. Það eru verstu mein-
in, sem þarf að uppræta, og mið-
ast prcdikanir í skólum nokkurn
veginn við þessi verstu mein. Ef
einhver tími væri til, þá myndi
vafalaust stefnt að því að útrýma
kaffidrykkju eða öðru ámóta.
Sem sagt: Ef ykkur hefur tekizt
að uppræta tóbaks- og áfengis-
notkun þarna á Króknum, finnst
mér ekkert því til fyrirstöðu, að
þið látið til skarar skríða gegn
þessum voðalega skaðvaldi sem
hveitibrauðið er.
SVAR TIL LEMU:
Ég vona, að þú hafir skrifað
mér þetta bréf í þunglyndiskasti,
því að þetta er alls ekki eins
slæmt og þú vilt vera láta. Þetta
er farið að fara svo á sinnið á
þér, að þar gæti orsakarinnar
einmitt verið að leita. Þú verður
að reyna að hætta að hugsa
svona mikið um þetta og reyna
að lifa eðlilegu lífi, því að ef þú
getur þannig blandazt umheim-
inum, tekur enginn eftir því, að
þú sért öðrum í nokkru frábrugð-
in. Það er augljóst á bréfi þínu,
að þessi fita er allt annað en
eðlileg, ef þú borðar ekki meira
en gerist og gengur. Þótt lækn-
irinn þinn hafi sagt, að efna-
skiptin séu í lagi, er ekki þar
með sagt að þú sért fullkomlega
heilbrigð. Ég myndi ráðleggja
þér að leita strax til annars
læknis, sem nennir að gefa sér
tíma til að kanna til hlítar sjúk-
dóm þiim — því að sjúkdómur er
það, hvort sem hans er að leita
í líkama eða sál. Auðvitað get
ég ekki gefið þér nein fullnægj-
andi ráð, því að bæði skortir mig
læknisfræðilega þekkingu og alla
vitneskju um sjúkdómsferil þinn,
en f jári þætti mér hart, ef ekki
fyndist samvizkusamur læknir,
sem upprætt gæti þessar raunir
þínar — sannaðu til. Offita er
sjúkdómur, hvað sem hver segir
— og læknar eru til þess að
lækna sjúkdóma.
Hrokkelsi.
Kæri Póstur.
Ef til vili getur þú gefið mér
gott ráð. Þannig er mál með vexti,
að ég er með mjög hrokkið hár og
á í stöðugum erfiðleikum með að
láta það líta sómasamlega út. Mér
virðist allt, sem birt hefur verið
í Vikunni og öðrum blöðum, varð-
andi hárgreiðslur, sé miðað við
slétt hár, og enn sem komið er hef
ég ekki orðið vör við shampoo,
sem sérstaklega er ætlað fyrir
hrokkið hár.
Af „White Rain“ eru framleiddar
þrjár tegundir, sem „fegra allar
hárgerðir", ein þeirra er einmitt
fyrir yður“, stendur í Vikunni. Því
miður. — Reynslan sýnir að hár
mitt er eins eftir sem áður.
Hvað hefur þú til málanna að
leggja? Tvítug.
•—- — — Ég skal segja þér, að
það eru vafalaust hundruð
kvenna hér á íslandi, sem vildu
skipta við þig á hári. Hrokkið
hár er álitið mjög eftirsóknarvert
hér á landi, og þú ættir að þakka
forsjóninni fyrir. Stuttklippt,
hrokkið hár er mjög klæðilegt og
ATHUGIÐ
að textinn með forsíðunni á
bls. 3 er rangur. Hann á við
forsíðu næsta blaðs og eru
lésendur beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
Forsíða þessa blaðs
er tekin í íbúð piparsveins,
sem ekki vill láta nafns síns
getið, en hún gæti gefið hug-
mynd um það, hvernig pipar-
sveinar búa — sumir hverjir.
Annars hefur Vikan heimsótt
nokkra ágæta piparsveina og
tekið hjá þeim myndir og tal-
að við þá. Birtist það hér í
blaðinu.
4 VIKAN