Vikan - 22.11.1962, Page 9
HVERNIG BÚA PIPARSVEINAR?
okkur ákaflega freka, og þarna væri blaða-
mönnum rétt lýst, að vera meS nefiS ofan í
hvers manns koppi. ASrir sögSu, aS þaS væri
nú ekki svo fínt hjá sér, að það væri hægt að
taka á móti b’aSamönnum. Sumir sögðust ekki
vilja láta auglýsa sig. Enn aðrir voru þannig
skapi farnir, að þeir vilrlu ekki sjá nöfn sin
eða myndir af sér á prenti. Sumir voru á ferða-
lögum eða við vinnu úti um land og jafnvel
erlendis, en við trúum statt og stöðugt á það,
að hefðu þeir verið heima, hefðu þeir góðfús-
lega orðið við bón okkar.
En þó gengum við ekki bónleiðir af allra
fundi. Þrir lífsglaðir piparsveinar sáu enga
ástæðu til þess að meina okkur að heimsækja
þá, og höfðum við þó enga ástæðu til þess að
ætla, að þeir búi betur á sinn hátt, en þeir
sem af „hógværð“ frábáðu sér heimsóknir blaða-
manna.
Súpa eftir leikhús.
Lárus Ingólfsson, leikari og leiktjaldamálari,
býr í kjallara í liúsi foreldra sinna að Berg-
staðastræti 68. Það er ævintýri tikast að heim-
sækja hann. Þegar komið cr inn fyrir útidyrn-^
ar, er sem gengið sé langt aftur í aldir, allt^
til tíma 1001 nætur. Veggirnir eru skreyttir með
skemmtilegu útflúri, og a'iur blærinn minnir á
austurlenzka kalífahöil.
Úriþessu fordyri er gengið til vinstri inn í
iítinn gang. A báðar hendur eru dyr, aðrar inn
í eldhús — kjökken, eins og Lárus kallar það
— en hinar að geymsluskápum og snyrtingu,
en fyrir þeim er japanskt forhengi. Beint áfram
er gengið inn í stofu, sem angar af reykeisis-
lykt. Stofan hefur einnig þennan skemmtilega,
forna og skrautlega blæ. Mikið er af ails konar
veggskrauti fornu, þar er tveir djúpir stólar
og einn venjulegur, sófi og gamalt, útskorið
borð. Á því er gamalt kínverskt goð og reyk-
elsisskál.
— Ég hef alltaf haft gaman af öllu sem er
antik, segir Lárus. — Svona hlutir freista
manns. Það fer mikill tími og miklir peningar
i að hafa uppi á svona hlutum, en það er naman.
Jú, ég hef keypt þetta mest a'lt úti. É<’ ferð-
ast mikið, hvað eiga svona ungkariar að gera
annað við peningana sína? Ég ferðast oft til
sömu staðanna, en þræði iíka nýjar brautir. Ég
fer oft til Frakklands, Þýzkalands og Danmerk-
ur — það er svo skrýtið, að allar ferðir byrja
í Danmörku. Bæði er, að ég kann vel við Dan-
Að neðan til vinstri er Einar að ryksjúga, að ofan til hægri með dahlíur, sem
hann var að sækja út í garðinn, og þar fyrir neðan þvær hann grænmetið.
8 VIKAN
mörku, vann þar lengi, og svo eru allar ferðir þangað.
Inni í svefnherberginu, sem er inn af stofunni, er
skermur, svona eins og listamannafyrirsætur afklæða sig
bak við á teiknimyndum. Beint á móti dyrunum þar hang-
ir spegill yfir teppi.
— Þessi skermur er kinverskur, og teppið er tyrk-
neskt. — Jú, maður getur setzt á það, og svo flýgur það,
segir Lárus og brosir. — Sjáið þessa krús. Hann tekur
litla leirkrús, fulla af einseyringum. — Þessar krúsir
voru búnar til í tilefni af krýningu Nikulásar Rússa-
keisara árið 1896, sko, ártalið er hér á krúsinni. Þessar
krúsir eru nú orðnar fágætar. Þessa kcypti ég í Hels-
ingfors.
Jú, áreiðanlega fylgir eitthvað þessu gamla dóti. En
ég er gersneyddur hæfilcikum til þess að finna slíkt
eða sjá. Trúi he’dur ekki á það. En kaþólskur prestur,
sem heimsótti inig, — ég er kaþólikki, — sagði mér, að
ég ætti sem fyrst að losa mig við þennan kínverska guð.
Þótt gaman sé að skoða þessa fornu muni, megum við
ekki gleyma e-rindinu. Og I.árus lesysir greiðlega úr
spurningum okkar:
— Nei, ég matbý ekki að staðaldri. En ég hcf aðstöðu
til þess að búa til mat liérna frannni. Það er holzt að
ég sjóði súpu, eða citthvað annað, sem fljótlegt cr að
biia til, þegar ég kem heim eflir Icikhús.
Jú, ég tek alltaf til sjálfur. Ryksuga og þurrka af.
JÓHANN PÁLSSON
Til hliðar: Jóhann lagfærir þýðingu
á leikriti. 1 miðju: Rullan lesin og
lærð. Að neðan: Kaffið er að
verða til.
Ég hafði konu til þess einu sinni,
ágæta konu, en hún hélzt ekki við,
fannst þetta of mikið dót. En hún
var alveg prýðileg. En svo er maður
líka alltaf hræddur um þetta.
Nei, góði, ég þvæ ekki, það er
ekki hægt. Hefur þú liitt nokkurn
ungkarl, sem gerir það?
Ljósmyndarinn hefur verið dug-
legur, meðan Lárus spjallaði, og nú
erum við búnir til ferðar. — Má
ég ekki sýna ykkur frönsku leir-
pottana mína, segir Lárus, um leið
og við göngum til dyra. Og frammi
í litlu, en skemmtilegu eldhúsinu
eru litlir og sérkennilegir leir-
pottar á eldavélinni. — Svona potta
nota þeir alltaf í Frans, það verður
alveg sérstakur keimur af matnum
úr þeim. Jæja, strákar mínir, ég
þakka ykkur fyrir komuna, ég vona
að þið hafið haft gaman af henni,
þótt tilefnið væri svo scm ekkert.
Við skiljum við Lárus, þar sem
hann stendur 1 dyrum kalifahallar-
innar og brosir til okkar i kveðju-
skyni.
Ekkert pex.
Það er orðið rokkið, þegar við
komum heim til Einars Vernharðs-
sonar, skrifstofumanns i SÍS, en
hann á fallegt einbýlishús við
Hliðarveg í Kópavogi. Éinar kemur
snöggklæddur með uppbrettar erm-
ar á móti okkur og býður okkur inn
að ganga. Úr ytri forstofu komum
við í hlýlegan gang, og þaðan inn í
stofu. í öðrum helmingi hennar er
fátt húsgagna, aðeins slcrifborð og
stóll, en hinn helmingurinn er
teppalagður, þar er sófi og sófa-
borð, jjrir þægilegir stójar, lítið
borð og troðfullur bókaskápur. Á
veggjum eru málverk, en við glugg-
ann, sem snýr í suður, er mikið af
blórnum. Við biðjum Einar að láta
okkur ekki trufla, heldur halda
áfram sínum störfum heima fyrir,
því einmitt þeirra vegna er þessi
heimsókn gerð.
—- Ég var nú að malla, segir Ein-
ar, — og það er velkomið að halda
áfram með það fyrir ykkur. Þar með
snakar hann sér fram í eldhús. I
það er bæði hægt að komast fram-
an af ganginum og eins úr borð-
krók, sem er i suðausturhorni
stofunnar. Frammi í eldhúsi eru
kartöflur í vaski — Einar var að
þvo þær upp í pottinn, þegar við
komum — stórt fat með grænmeti
Framhald á bls. 37.
VIKAN 9