Vikan


Vikan - 22.11.1962, Síða 19

Vikan - 22.11.1962, Síða 19
var gaman að lesa dóma dagblaðanna um íslenzku kvik- myndina 79 af stöðinni. Þar kemur skýrt í ljós, hve misjafn smekkur manna er, og eins hve misjafnt vit menn hafa á kvik- myndatækni og hve mikið áuga þeir hafa fyrir smekkvísri myndatöku. En öllum ber sam- an um það, að þessi mynd sé listrænt verk og vel heppnuð i flesta staði, og það sé í raun- inni tittlingaskítur að A7era að gagnrýna þessi smáatriði, sem öðru vísi mættu vera. En fáir eru þó hrifnari en Hannes á horninu, því nú sá hann, að hún Anna litla Frank, eins og hann kallar Kristbjörgu Kjeld, er orðin þroskuð kona (Alþýðu- blaðið, 16. okt.)! Sigurður Grímsson (Morgun- blaðið) telur myndirnar ekki nógu vel í fókus, þannig að að- eins hluti þess, sem sést á tjald- inu hverju sinni, sé vel skýrt. Ekki mun þetta þó vera hand- vömm, heldur er þetta hluti tækninnar, eins og kvikmynda- gagnrýnendur eiga að vita. Það er aðferð myndatökumanna til þess að beina athyglinni fyrst og fremst að einhverjum á- kveðnum hlut eða persónu á tjaldinu, og sé þessari aðferð beitt rétt, eins og víðast er gert í 79 af stöðinni, verður árang- urinn mjög góður. Ekki kemur öllum saman um rúmsenurnar. Árni Bergmann (Þjóðviljinn) telur Kristbjörgu „sleppa heila úr þeim leik“. Högni Egilsson (Alþýðublaðið) segir: Við fáum að sjá ýmsar svefnherbergissenur og ég hika ekki við að fuilyrða, að þær eru unnar á mjög listrænan hált — en þegar farið er að velta fólki upp úr slíkum senum aftur og aftur, missa þær gildi sitt, verða grófar og ánalegar. Sigurður Grímsson segir, að nektaratrið- in í myndinni séu allt í senn, óþolandi langdregin, óþörf með öllu og hafi síður en svo nokk- urt listgildi. Ölafur Sigurðsson, (Vísir) segir: Beztu senurnar í myndinni eru teknar af Gunn- ari og Kristbjörgu uppi í rúmi. Baldur Öskarsson segir í Tím- anum: Þó eru myndirnar af Ragnari og Gógó í rúminu listi- lega vel gerðar og leikur þeirra hvað beztur þar. Hannes á horninu telur þessar erótísku senur galla á myndinni og heyr- ir leikstjói;ann kjamsa á þeim. Það eru ekki gagnrýnend- urnir einir, sem eru ekki á einu máli um gildi þessara rúmfara. Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir, er deilt um þessi atriði. Ef til vill má telja það sönnun þess, að leikstjóranum hafi tekizt vel upp með þau, því fátt illa gert vekur deilur og ekkert er svo vel gert, að allir séu sammála. Fyrir minn persónulega smekk hefði mátt sleppa rúmatriðunum að hinu fyrsta undanteknu, þegar sálar- átökin speglast hvað mest og bezt í andliti Gógóar. Það er tilbreytingárlaust til lengdar að telja bólurnar og vörturnar á holdmiklu baki Gunnars Ey- jólfssonar. Aðeins einn gagnrýnandinn, Baldur Óskarsson, finnur að endi myndarinnar. Þar hefur hinum skotizt, því næst rúm- senunum eru menn mest ósam- mála um endinn. Fæstir eru á- nægðir með hann, eins og hann er. Bókinni lýkur ekki, þótt Ragnar sé látinn. Það er óþarfi að fylgja þvi eftir í kvikmynd- inni, segja sumir, og vilja láta myndina enda, þar sem bíll Framhald á bls. 32. — EINS OG SEGIR í MEÐFYLGJANDI GREIN, ERU MENN MEST ÓSAMMÁLA UM RÉTTMÆTI ÞEIRRA ATRIÐA, SEM TEKIN ERU UPPI í RÚMI, OG VEKJA ÞAU ATRIÐI VÍÐA HNEYKSL- UN, ÞÓTT SLÍKT SÉ ÓÞARFA VIÐKVÆMNL AF ÞEIM SÖKUM ÞÓTTI VIKUNNI RÉTT AÐ BIRTA FREMUR MYNDIR ÚR ÞEIM ATRIÐUM EN ÖÐRUM, SEM MINNI ÚLFAÞYT HAFA VAKIÐ, SVO ÞEIR LESENDUR VIKUNNAR, SEM ENN HAFA EKKI SÉÐ KVIKMYNDINA, GETI SJÁLFIR DÆMT UM ÞAÐ, HVORT SIÐ- GÆÐINU SÉ MISBOÐIÐ. Ljósm.: Kr. Magnússon. VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.