Vikan - 22.11.1962, Qupperneq 40
gefur hári
yöar hið skínandi
Sunsilk útlit
Þvoið hár yðar úr Sunsilk og sjáið mismuninn.
Hár yöar fær nýjan glans og fegurO, sem
endist í marga daga. Hár yOar veröur svo viö-
ráðanlegt eftir Sunsilk hárþvott, svo heilbrigt,
svo silkimjúkt. ÞaO er staðreynd, aö þér getiO
haft svona fallegt hár, og það eftir aðeins einn
hárþvott með Sunsilk.
Sunsilk er
framleitt
fyrir yðun
Er hár yðar
náttúrulegt?
Sunsilk fegurOar-
hárþvottur gefur
hári yöar varanleg-
an þokka — gerir
þaö heilbrigt,
glansandi, fallegt.
Eða er hár yðar
líflaust?
Sunsilk eggja- og
sítrónuhárþvottur
mýkir hárið og gef-
ur því varanlega
fegurö.
Eða er það f jör-
Iaust?
Látiö Sunsilk Tonic
hleypa lifi í hár
yOar, gera Það
mjúkt og glans-
andi. Sjáiö hve
viðráðanlegt hár
yöar verður fljót-
lega.
Hafið þér flösu?
Þér þurfiö engin
önnur flösumeðul.
Sunsilk hárþvottur
hreinsar hár yðar
algjörlega og fjar-
lægir flösuna.
TIL AÐ FÁ MJÚKT, GLANSANDI, VIÐRÁÐANLEGT HÁR — NOTIÐ SUNSILK.
„Hvað getur hann þá?“ Hún lauk
ekki setningunni, varð sjálf svo
undrandi yfir hugsun sinni, að hún
þagnaöi viO.
Þetta var einmitt það, sem Dahl
þurfti meö. Viövörunarhugboöið varO
samstundis að rólegri vissu. ÞaÖ hafði
komið fyrir áöur, að Prowse lét há-
degisverðinn lönd og leið — einu sinni
lét hann sem hann hefði ekki hæft
uglu, er hann skaut á, en þegar hann
loks kom úr þeirri veiðiför, var fjöður
á ermi hans. Og ekki nóg með það,
heldur brá honum sýnilega mjög,
þegar hann tók eftir þvi og leit
felmtruðum augum á Þau hin. Og
þegar Dahl fór að rifja þetta upp,
mundi hann að Prowse hafði oft
komið seint heim, einmitt þegar það
var hans dagur að vitja um snör-
urnar. Ekki gat hann heldur hafa
vitað neitt um það nú, að Dahl skaut
rjúpurnar, heldur mátti hann reikna
með að þau syltu heilu hungri heima.
Og Dahl þreif stormúlpuna sína
ofan af snaganum, og snakaði sér í
hana. Barði þrúgunum viö vegginn
til að ná af þeim snjónum, steig á
þær og laut niður. til að spenna þær
á sig.
„Lincoln ...“
Alison hafði lagt frá sér rjúpuna.
„Lincoln . .. hvað ætlastu fyrir?“
Hún reyndi að brölta úr svefnpok-
anum, og rjúpan féll á gólfið. Þá
fyrst veitti hún því athygli að renni-
lás pokans var ekki dreginn niður.
„Þú verður hjá henni, Sur(rey,“
mælti Dahl.
Surrey gekk að bálki hennar.
„Vertu nú róleg, Alison," sagði
hann og dró rennilásinn upp aftur,
sem hún hafði dregið niður. Svo lagði
hann hana gætilega út af á bálkinn.
„Vertu róleg ...“
Greatorex gamli reis allt í einu upp
með andfælum. „Hvað .... hvað
gengur hérna á?“ spurði hann syfju-
lega.
Alison brölti enn litilsháttar í
svofnpokanum. „Slepptu mér,“ sagði
hún. Þagnaði síðan við, en mælti í
næstu andrá bænarrómi. „Lincoln
.... hvað ætlarðu .... “
Riffillinn stóð við dyrastafinn, þar
sem Surrey hafði skilið hann eftir.
Dahl greip hann. „Þú lítur eftir
henni, Des,“ sagði hann enn og hélt
út á hjarnið.
Það síðasta, sem hann heyrði, var
rödd Alison ....
„Nei, Lincoln .... þú mátt ekki
.... mátt ekki .... “
FIMMTÁNDI KAFLI.
Dahl stefndi beinustu leið á reyk-
inn, sem lagði upp úr rjóðrinu. Þeg-
ar hann nálgaðist staðinn, hægði hann
ferðina.
Prowse sat við eldinn og sneri baki
við honum. Dahl gat því athugað I
ró og næði hvað hann hafðist að.
Hann sá að Prowse hafði tekið
málmplötu, allþykka, og lagt ofan
á hnullunga, og síðan kveikt eld
í þurru limi, sem lagt var á plötuna.
Steikarlykt lagði frá þessu eldstæði
og var hún sem ljúfur ilmur í vitum
Dahls, sem sjálfur hafði ekki fengið
sér bragð af rjúpunum, áður en hann
fór. Þegar hann haföi gengið nokkr-
um skrefum nær, sá hann að Prowse
var að steikja nokkuð af héranum yf-
ir bálinu, en nokkuð hafði hann þeg-
ar steikt, og snæddi það nú af mikilli
áfergju.
Enda þótt þetta væri einmitt það,
sem hann hafði gert ráð fyrir að sjá,
ætlaði hann varla að trúa sínum eig-
in augum. Martröð hungursins und-
anfarnar vikur lagðist á hann, þegar
hann fór að rifja það upp hve oft
Prowse hafði komið seint heim, og
síðan logið að þeim hinum, að ekkert
hefði verið í snörunum. Þannig hafði
hann einn setið að þeim mat, sem
þau áttu öll heimtingu á að hann
deildi með þeim. Þannig hafði Prowse
unnið að þvi, hægt og rólega, að
myrða þau öll til þess að hann héldi
sjálfur lífi.
Og um leið var sem Dahl sæi Ali-
son fyrir hugskotssjónum sínum, þar
sem hún lá á bálkinum, tærð af
hungri.
Það er þá ekki mín sök, hugsaði
hann. Það er Prowse, sem hefur
drýgt þarna glæp .... drýgt hann á
hverjum degi, sem hann stal undan
þeirri bráð, sem hann fann í snör-
unum . „.
Framhald í næsta blaði.
Handavinna.
Framhald af bls. 18.
Fitjið upp 20 1. á prjóna nr. 2,
og prjónið prufu með sléttu prjóni.
Verði þvermál prufunnar 6 cm má
prjóna eftir uppskriftinni óbreyttri,
annars verður að fjölga eða fækka
lykkjum í hlutfalli við þann cm-
fjölda, sem prufan mælir.
Framstykki: Byrjið að neðan.
Fitjið upp 160 1., og prj. 7 umf.
sléttprjón, þá 1 umf. sléttprjón frá
röngu (brotlína á faldinn), síðan
>0 < > <x: < :x> < > <xx
X x x X X X
>< x: X ><
| > < k Xi > < t X > X
> < > < > > < > < > < X
. > < > > < > <, í X
<x x> <x x> <x
8 umf. sl'. og þá aftur 1 umf. sl.
frá röngu. Prjónið nú áfram slétt-
prjón, þar til stykkið mælist 16 cm.
Fellið af fyrir ermum báðum meg-
in, 3 1., 2 1. og 3 sinnum 1 1. Þegar
stykkið mælist 18 cm, eru prj. sam-
an önnur og þriðja hver lykkja með
jöfnu millibili, svo lykkjunum
fækki um 82. Lykkjurnar 62, sem
eftir eru, eru látnar á öryggisnælu.
Bakstykki: Fitjið upp og prj.
eins og á framstykkinu þar til
stykkið mælist 13 cm. Þá er stykk-
inu skipt í tvennt með 80 1. á hvor-
um helmingi og annar helmingurinn
prjónaður fyrst. Tvær lykkjurnar
við. miðju að aftan, eru prjónaðar
með garðaprjóni (prj. sl. bæði frá
röngu og réttu) alla leið upp.
Þegar stykkið mælist 16 cm, er
fellt af fyrir ermum, eins og á
framstykkinu og þegar það mælist
18 cm, eru prjónaðar saman önnur
og 3ja hver lykkja, þar til 32 1.
eru eftir á prjóninum, en þá eru
þær látnar á öryggisnælu.
Prjónið nú hina hliðina og fitjið
upp 4 1. við miðju að aftan, og prj.
þær síðan með garðaprjóni alla leið
upp, að öðru leyti er þessi hlið
prjónuð eins og hin.
Ermar: Fitjið upp 50 1. og prj.
11 umf. sl., 1 umf. sl. frá röngu, þá
11 umf. sl., 7 1. af þessum 11 eru
40 VIKAN