Vikan


Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 12
Damaskus er byggð í fallegri vin, sem verður þar sem eyðim frægasta gata Damaskus. Bekadalur, þar sem gulbleikar kornbreiður sumarsins hneigja sig og rísa eins og öldur hafsins, þar er moldin þurr og sendin í brennandi haustsólinni. Sumstaðar jafnvel grýtt og kornið komið í hlöður. Vegurinn liggur norður eftir sléttunni til Baalbek, og fjöllin halda sig í hæfilegri fjarlægð á báðar hliðar; rúnirnar í andlitum þeirra óræðar í fölum blámanum. En sumir þurfa að sinna eftirhreytum á ökrunum þó komið sé langt fram- yfir réttir. Það eru einkum konur. Svartklæddar konur. Þær hafa haft með sér úlfalda, sem liggur í moldinni eða starir með þessum sjálfumglaða svip út í bláinn. Og það er ekki að ástæðulausu, að úlfaldinn er svona góður með sig. Hann er sem sé einasta skepna jarðar- innar, sem kann hundraðasta nafn Allah, hverju menn hafa gleymt. En úlfaldinn segir ekki orð þar um; hann gerir sig bara merkilegan í andlitinu og þegir þunnu hljóði. Konurnar á akrinum aftur á móti, þær eru ekki þannig á svipinn að þær búi yfir neinu sér- stöku og finnst ekki taka því að draga blæjuna fyrir andlitið; bílarnir eru svo fljótir framhjá. Þær tína upp öx af akrinum, bognar eins og fátæku konurnar á frægu málverki eftir Millet. Baalbek sem eitt sinn var nefnd Heliopolis, er ekki nein stássborg. Þar sem brúnar undirhlíðar Antilíbanon- fjalla jafnast saman við sléttuna, þar stendur hún og lítur út eins og ruslhaugur tilsýndar. Það er fyrir rúst- irnar, sem ná yfir ótrúlega vítt svæði og vitna um forna mekt þar í plássinu. Þær eru verk Rómverja, en Baalbek var frægur staður löngu fyrir þeirra tíð. Þá var þar miðstöð átrúnaðar á guðinn Baal. Það var frjósemdar- guð, sem varð í árdaga fyrir því óhappi að vera drepinn, en reis fljótlega upp aftur og hafði allmikla hylli á þessum slóðum um aldabil og allt suður í Palestínu. Það er iðulega getið um einhver vandræði af hans völdum í Gamla Testamentinu; þjóðin yfirgaf Javhe hvað eftir annað og fór að blóta þennan frjósemisguð. Trúar- bargðasérfræðingar nútímans segja raunar að það sé eðli- legur hlutur með þjóð, sem snýr af eyðimörkinni og tekur til við kornyrkju. En það skildu spámenn ísraels ekki; þeir áttu í útistöðum við vini Baals eins og kunnugt er. Svo kom að því að þeir fengu að reyna með sér í opinberri keppni, Jahve og Baal. Það hafði verið ein- muna þurrkatíð og þá þótti rétt að fá úr því skorið,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.