Vikan


Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 29
WADE SPENNTI Á SIG BÁÐAR SKAMMBYSSURNAR SÍNAR OG FÓR AÐ HITTA BENJAMÍN KONUNG SÖNN SAGA EFTIR ANTHONY STERLING af henni fötin og sló hana og barði þar til hún loks lét að vilja hans. Eins og margar aSrar nýjar stúlk- ur, varð Hazel Ruth eftirlæti hans um tíma, og hann fór með hana eins og barn leikur sér að nýrri brúðu. Hann talaði tæpitungu við hana og á hverju kvöldi lét hann hana sitja á hnjám sér og lesa fyrir sig blöð- in. Loks varð hann þreyttur á lienni og önnur ný stúlka tók allan hug hans. Ein af nýju stúlkunum var litla systir Hazel, Cleatus. Þá var Hazel Ruth send í sina fyrstu trú- boðsferð. Það var erfitt að fá atvinnu fyrir kornungar stúlkur i þessu héraði, svo að þetta var heppilegasta leiðin fyrir hann til þess að nota starfs- orku þeirra. Þannig gat hann losað fullvinnufæra menn úr prédikara- starfinu svo að þeir gætu unnið arð- bæra vinnu til að augða konung sinn. Flestar stúlkurnar voru ófær- ar um að tala opinberlega og voru með i förinni til þess að laða fólk að fundunum, sem lialdnir voru framan við yfirbyggðu vagnana. Það voru svo gamlir ísraelsmenn, sem prédikuðu. En Hazel Ruth var ó- venjulega vel til þessa verks fallin. Hazel Ruth var smávaxin og lag- leg eins og Esther Johnson, en að öðru leyti voru þær gjörólikar. Esther hafði hörkulegt andlit og hvassa tungu, en rödd Hazel var mjúk og andlit hennar ávalt með barnslegum spékoppum. Það, sem henni var bezt gefið, var söngrödd- in — svolítið hás, en seiðandi og einlæg. Hún gat sungið sálm eins og bluelag og þegar þar við bættist, að hún var góður ræðumaður •— liugmyndarik og fersk — leiddi það af sér, að hún varð vinsælasti trú- boðinn og laðaði fólk að sér í stór- um stil. Á ferðum sinum fékk hún nafnið „Salvation Nell“. Þegar hún kom úr ferðalögunum var henni fengið herbergi i Shiloli og konungurinn sá strax um það, að blóð liennar væri lireinsað af öllum illum áhrifum, sem hún hefði orðið fyrir á ferðalaginu. Þá gegndi hún skyldu sinni í kvennabúrinu stuttan tíma, en var svo send aftur i ferð í yfirbyggða vagninum. í fjög- ur ár var þetta líf hennar. Móðir hennar bjó enn þá í kofa- hreysinu með tvö yngstu börnin. 1910 veiktist hún af lungnabólgu og versnaði líðan hennar fljótlega. Edna, sem var þá gift og átti einnig heima i Benton Harbor, frétti um veikindi hennar og skrifaði föður sínum til Indiana, þar sem hann vann á búgarði. Richard Wade kom tafarlaust til Bcnton Harbor og fann konu sina liggjandi umhirðulausa með aðeins eitt þunnt teppi yfir sér. Óþéttur kofinn var ekki hitaður upp með öðru en einni lítilli eldavél, sem brenndi viði og hitastigið var varla yfir frostmarki. En Leonora var áhyggjulaus. „Það er ekkert að óttast, góði minn,“ sagði hún og brosti ánægð. „Eg hef lifað í réttri trii og trúað á Benjamín konung og farið eftir öllu, sem hann sagði. Hvernig gæti það þá verið, að ég mundi deyja? En gerðu það fyrir mig' að ganga í söfnuðinn áður en það er of seint.“ Fyrrverandi lögreglustjórinn i Wichita flýtti sér að ná í hlýrri sængurföt og betri ofn. Hann sótti lækni og sat sjálfur hjá konu sinni dag og nótt og barðist fyrir lifi hennar. En það var allt of seint. Veikburða eftir lélegt fæði ísraels- manna og kulda Michigansvetrarins lifði Leonora aðeins fimm daga eft- ir þetta. Richard sneri sér þegjandi frá líkinu og gekk í gegnum snævi þaktan skóginn og yfir veginn að skrifstofunni i Shiloh — hár og grannur maður með barðastóran kúrekahatt. Án nokkurra svipbrigða og með lágri og rólegri röddu bað hann um að mega hitta Ben Pur- nell. En það var eitthvað ógnvekj- andi við ró hans, svo að einkarit- arinn kallaði á Esther Johnson. „Náðu í Salvation Nell,“ hvislaði hann. „Hann er að spyrja eftir Benjamin!“ Hjálparhella Benjamíns konungs flýtti sér upp á aðra hæð og bað Razel Ruth að reyna að fá föður sinn ofan af því að koma illu af stað og sendi hana niður. „Benjamín konungur er ekki einu sinni hér á staðnum sem stendur," sagði Hazel Ruth. Þar að auki get- urðu ekki með neinu móti kennt honum um það sem hefur komið fyrir! Ef mamma hefði verið sann- trúuð og lifað samkvæmt því, ef hún hefði í raun og veru trúað á hann, eins og hún sagðist gera, gæti ekkert hafa . . .“ „Heyrðu nú, stúlka mín! sagði lögreglustjórinn fyrrverandi. Ég tek Hayden og Dorothy með mér liéðan tafarlaust. Ég hef ekki rúm fyrir fleiri í vagninum, en á morg- un kem ég og sæki þig og Cleatus. Þið verðið tilbúnar!" „Ég get ekki yfirgefið Hús Davíðs!“ Hazel Ruth var skelfingu lostin við tilhugsunina. „Gerirðu þér ekki ljóst á hverju við eigum von, pabbi? Þegar þúsund ára rík- ið hefst og eftir að allt hefur ver- ið fært inn í bækurnar, verður þetta eini öruggi staðurinn á jörð- inni. Ég skal sýna þér hvar það stendur í bibliunni.“ „HugsaðU ekki um það.“ Faðir he-nnar hristi höfuðið. „Þú verður tilbúin á morgun. Sjáðu um að Cleatus verði líka til. Og heyrðu Hazel Ruth,“ sagði hann og band- aði með liendinni að nokkrum skeggjuðum mönnum, sem stóðu í liinum enda skrifstofunnar, „segðu þéssum síðskeggjum að vera ekki fyrir mér.“ Andlit hans var enn sviplaust þeg- ar hann gekk út. En þegar hann hafði jafnað sig eftir fyrstu geðs- hræringuna af dauða konu sinnar, fylltist hann ofsalegri reiði. Hann skildi tvö yngstu börnin eftir hjá Ednu, fór heim til Indiana og spennti á sig báðar byssurnar sínar, sem hann hafði ekki borið síðan hann var lögreglustjóri, og svo fór hann aftur að hitta Ben Purnell. Á meðan hafði Hazel Ruth, dóttir hans, flýtt sér á fund með Mary drottningu, Coru Mooney ogumtutt- ugu öðrum stúlkum úr kvennabúr- inu. Konungurinn var hvergi sjáan- legur, en Mary og Cora sögðu, að svo gæti farið, að til vandræða drægi, ef yfirvöldin kæmu hingað, yrðu jafnvel gerðar læknisfræðileg- ar rannsóknir á þeim. Þess vegna hefði Benjamín konungur skipað svo fyrir, að þær ættu allar að giftast. Með þeirri ráðstöfun væri hægt að lcenna eiginmönnunum um, ef eitt- hvað kæmi í ljós við rannsókn. Stúlkurnar voru beðnar að skrifa niður nöfn einhverra ísraelspilta, og jafnvel þeirra, sem þær kysu næst helzt. „Ég þekki enga pilta,“ sagði Hazel Ruth. Vegna trúboðsferða sinna og dvalar í kvennabúrinu, þekkti hún ekki marga i söfnuðinum. „Þú hlýtur að muna nöfn ein- hverra pilta úr skólanum,“ sagði Cora Mooney, sem nú var æðsta gyðja i Shiloh. Stúlkan reyndi að muna sex ár aftur í tímann. „Jú . . . það var drengur, sem hét Ray Ilornbeck . . . hann sat næstur mér.“ Mary Purnell hristi höfuðið. „Ray Ilornbeck cr þegar frátekinn.“ „Ilvað er þetta, barn,“ sagði Cora INIooney óþolinmóð. „Þú hlýtur að muna eftir einhverjum öðrum. Benjamín hefur skipað svo fyrir, að þú giftist. Ef þú getur ekki valið þér einhvern sjálf, verðum við að gera það fyrir þig. Hin átján ára stúlka hristi höfuðið. „Ég man eftir nöfnunum Irving Smith og William Frye. En ég get ekki einu sinni munað, hvernig þeir litu út.“ „Allt í lagi.“ Cora Mooney kall- aði á aðra fullorðna ísraelskonu. „Athugaðu hvort annar hvor þeirra vill kvænast Salvation Nell litlu. Ef þeir eru tregir, skaltu segja öðrum þeirra, að það sé skipun frá Benja- mín sjálfum og fá hann til að koma í dómaraskrifstofuna eftir hálftima." Það var ekki fyrr en Hazel Ruth stóð frammi fyrir dómaranum, sem gaf ísraelsmönnum afslátt á þessum hópgiftingum, að hún vissi hver ætti að verða eiginmaður hennar. Það kom í ljós, að það var Irving Smith. Cora Mooney dró þau til hliðar meðan verið var að gifta hin pörin. „Benjamín vill að þú farir með Salvation Nell i næstu trúboðsferð,“ sagði hún við undrandi piltinn. „Og þið eigið að leggja af stað strax í dag. Og mnnið það, bæði, að þessi gifting er aðeins að nafninu til. Þið verðið bæði að hafa hreinleikalög- Framhald á bls. 51. VIKAN 8. tbl. — 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.