Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 34
öð miklu leyti komið undir hans
eigin skapgerð, undirbúningi og
persónuleika. Sé um göfugan og
mikinn mann að ræða, gerir ein-
manaleikinn hið hreina hugarfar
hans enn hreinna, en hið ónæma
og harða hjartalag smámennisins
gerir hann enn ónæmara og harð-
ara. Þó að einmanaleikinn geti lyft
stórri sál á hærra stig verður hann
smásálinni fjötur og kvöl.
En rithöfundurinn ætti aldrei að
einangra sig frá umheiminum, þcg-
ar hann er ekki að starfi.
Ég hef alltaf haft meiri áhuga á
körlum og konum en hugmyndum.
Mér leiðast kvikmyndir, sjónvarp
og leiksýningar; þó að ég viti að
málskrafsmenn séu yfirleitt lélegir
höfundar, vil ég heldur tala við ein-
hvern eða hlusta á einhvern tala.
Margir munu leita vináttu við þig,
þegar þú hefur mikið að gefa. Þeg-
ar þú hefur þörf fyrir að þér sé
gefið, mun þeim fækka, en þeir
verða hetri og traustari.
UM ÁSTINA.
Ástin er allsherjar skapari manns-
ins og alheimsins. Ástin er innsta
eðli alls og allra. Ástin lyftir hugs-
uninni á hærra og víðara svið,
skerpir andlega hæfileika, skirir 'til-
Hvar er örkin hans Nóa?
Dngfrú Yndisfríð
býður yður hið landsþekkta
konfekt frá N Ó A.
Síðast þegar dregið var hlaut
verðlaunin:
Sigrún Linda Kvaran
Rauðalæk 13, Rvík.
Nú er það örkin hans Nóa, sem
ungfrú Yndisfríð hefur falið í
blaðinu. Kannski í einhverri
myndinni. Það á ekki að vera
mjög erfitt að finna hana og ung-
frú Yndisfríð heitir góðum verð-
launum: Stórum konfektkassa,
sem auðvitað er frá Sælgætis-
gerðinni Nói.
Nafn
Heimilisfang
örkin er á bls. Sími
finningamar og stillir ofsann. Ást-
in lifir og nærist á því að gefa. Það
er hennar innsta eðli að gefa ekki
einungis allt, sem hún getur látið
af mörkum, heldur og einnig sjálfa
sig. Ástin er gagnkvæm. Að skilja
annan aðila er einhver hin mesta
blessun í lífinu, og að vera skilinn
af öðrum aðila er ef til vill sú un-
aðslegasta og fyllsta gjöf, sem ástin
getur gefið. Ástin gefur án þess að
hyggja á endurgjald. Ástin er trygg
og trú, þrátt fyrir allt, sem sagt
hefur verið um ótryggð, óheiðar-
leik og óstýrilæti hennar. Ástin
viðurkennir hvorki takmörk tímans,
vegalengdir eða ytri aðskilnað. Hún
margfaldar gleðina, breytir sundur-
þykki og ósamræmi í samkomulag
og samræmi, dæmir ekki eftir því
ytra. Ástin er æðsta takmark til-
verunnar, hugsjón bræðralagsins,
lífsfrjó persónuleikans og grund-
völlur alls samstarfs. Ástin leitar að
því góða, hvar sem er og við hvaða
aðstæður sem er, og finnur það.
Ástin túlkar tilgang alheimsins og
mannsins i senn. Og trúin er ein-
faldlega ást í víðtækari merkingu.
UM NÚTÍÐ OG FRAMTfÐ.
Nútíminn er ekki einn af öldudöl-
um sögunnar, heldur öldufaldur sem
rís með óstöðvandi hraða. Hið mikla
tímabil er ekki á enda liðið, hinir
miklu dagar eru runnir upp og enn
meiri framundan.
Hinar auknu samgöngumöguleikar
og -aukna velmegun verður til þess
að fólk ferðast hópum saman víðs-
vegar um lönd og álfur. Allir ferð-
ast um allt, og ekki er ósennilegt
að sérhver maður sem eitthvað fer,
komi heim aftur víðsýnni og hæfari
maður, með minni andúð á með-
bræðrum sínum, og dýpri skilning
á þeim sannleika að velferð hans
er háð velferð alls mannkyns. Þótt
slögin séu veik enn, eru þó hjörtu
mannanna loks farin að slá sem
eitt hjarta. ★
í Baalbek og Damaskus.
Framhald af bls. 15.
hann kominn yfir í trúarbragða-
ídeólógíu. Allright á hvað menn
trúa, sagði hann. Bara að þeir fari
með friði. Ég er Moslem. Flestir
eru Moslems hér. Sumir kristnir.
Allright. Fínir gæjar. Sama er mér.
Bara ef þeir fara með friði. —
En við innganginn var grafalvar-
legur embættismaður Allah og hon-
um leizt ekkert á, hvað þær voru
berar um axlirnar sumar dömurnar
okkar. Svo hann lét þær hafa svart-
ar skykkjur til að gkýla nekt sinni.
Bazarinn í Damaskus, hann er svo
nærri moskunni fögru, að hávaðinn
þaðan berst inn í helgidóm Allah.
Ef til vill er þessi bazar austur-
lenzkastur af öllu sem fyrir augum
bar í þessari ferð. Það var leitt að
geta ekki staldrað þar dálítið við,
en þess var ekki kostur; en tvisvar
gengum við þar í gegn. f fljótu
bragði virðast þetta vera örþröng
húsasund, upsir húsanna ná hérum-
bil saman en maður sér allstaðar
góða glefsu uppí himininn. Nú þarf
náttúrlega varla að taka það fram,
að gólfið — eða á ég heldur að segja
jörðin — er þakið vamingi. Maður
mismunar sér og skáskýtur framhjá
góssinu á leið gegnum göngin. En
veggirnir eru svo þaktir, að hvergi
sést úr hverju þeir eru, eða hvort
það eru bara staflar af koparmun-
um, marglitu skótaui, persneskum
teppum, strengjahljóðfærum, matar-
ílátum. Svo verða rifur í staflana
á einstaka stað og þar sést inná
verkstæði, þar fara fram handiðn-
ir. Arabiskt verzlunareðli þrífst
hvergi betur en einmitt í svona
þrengslum og margmenni. Allmarg-
ir kaupmenn virðast ekki eiga sér
ákveðinn samastað á bazarnum;
þeir ganga um með stafla af dúkum
á herðunum og áður en þú veizt
af, hafa þeir umkringt þig, sveifla
stórum damaskdúkum uppað nefinu
á þér, tjalda næstum yfir þig dúk-
unum ef þú ert ekki rokinn á stund-
inni.
Við göngum í nokkuð langri röð
og svartskikkjufrúrnar hafa nóg að
gera að kippa slæðunum saman fyr-
ir munninn. Sumar eru í sandölum
úr aflóga bíldekkjum. Svo er alls-
staðar krökkt af þessum gráklæddu
hermönnum stjómarinnar. Þeir bera
stór skotbelti og það vantar ekki
skot í eitt einasta slíður. Aftur á
móti eru þeir sjaldnast með byssur;
kannski ekki trúað fyrir þeim nema
i stríði því að þá er allt leyfilegt.
Þeir hressa samt uppá svipmynd
mannlífsins á bazarnum og götunum
i kring, föt þeirra eru nokkum veg-
inn hrein. Betlararnir eru svo fjöl-
mennir að þeir hljóta að hafa stétt-
arsamtök: Einn hefur þessa gamal-
kunnu aðferð að snúa lírukassa, ann-
ar stendur með framréttar hendur
én þess að reyna að sýnast eitt eða
neitt og kvakar eitthvað í sifellu.
Og svo er einn blindur, eða kannski
sér hann meira en hann lætur.
Suq et Tawil: Strætið beina, eða
Vicus Rectus eins og það hét á dög-
um Rómverja, það er frægasta gata
í Damaskus. Það hefur verið aðal-
stræti síðan Páll postuli kom þar,
sællar minningar. Þá hafði einhver
ómur af kenningum f^-ists borizt
norður þangað og meðal Gyðinganna
þar voru menn, sem töldu, að þar
væri Messías borinn. Páll, sem þá
hét Sál og var frá Tarsus i Litlu
Asíu, hann gerði ferð sina til Dam-
askus frá Jerúsalem til þess að berja
á þessum villutrúarmönnum eða
jafnvel að hafa þá með sér í bönd-
um suður. Og láta þá standa fyrir
dómi vegna skoðana sinna.
Nú vildi svo til, að þar sem Sál
kom ríðandi utan yfir eyðimörkina
og nálgaðist Damaskus, þá varð ljós
mikið og skært á himnum; hann
blindaðist við það og datt af baki.
Og í því heyrði hann rödd, sem
spurði: „Sál, hví ofsækir þú mig?“
Og Sál spurði að bragði: „Hver ert
þú, herra?“ Þá svaraði röddin: „Ég
er Jesús, sem þú ofsækir. Erfitt mun
þér verða að spyrna á móti brodcr-
unum.“
Og Sál var leiddur inn til borg-
arinnar og kom í hús Júdasar nokk-
urs við Strætið beina. Þar var hann
enn blindur í þrjá daga og þrjár
nætur og neytti einskis; nú hafði
hann sjálfur séð og heyrt og allt
togaðist það á í huga hans þar sem
hann sat í myrkrinu. Þá kom þar
einn af lærisveinum Krists, sem bjó
þar skammt frá, Ananías hét hann,
og hann snerti Sál og þá fékk hann
sjónina. Þama gerðist það síðan, að
Ananías skírði Sál, sem nú varð
Páll; postulinn Páll meira að segja.
Hann byrjaði þegar að útbreiða
kenningar Krists því maðurinn var
duglegur. Það spurðist til fyrrver-
andi samherja hans og þeir hugðust
ganga af honum dauðum fyrir svik-
in. En vinir Páls komu honum und-
an; létu hann síga niður af borgar-
múrnum í körfu.
Hús Júdasar er líklega fyrir bí,
en skammt frá Strætinu beina er
hús Ananíasar. Þar er nú kapella.
Leiðin þangað liggur gegnum þröng-
ar götur og dimmar, sem minna á
fátækrahverfið við Grátmúrinn í
Jerúsalem. Það áttum við eftir að
sjá síðar. Að ganga þar í gegn er
hrollvekja, en um leið ógleyman-
legur atburður. Það er orðið nokkuð
dimmt. Og ljósmeti er ekki sóað í
Damaskus með því að lýsa upp göt-
ur fátæklinga. Á þeim götum ber
það sama fyrir augu aftur og aftur:
Fátækar konur, vannærð böm, hús
verri en orð fái lýst, sóðaskapur.
Loks göngum við niður steinþrep
og komum í litla kapellu, hlaðna úr
höggnu grjóti, gulleitu. Þarna bjó
Ananías, sá góði maður, fyrir hér-
umbil tveim þúsundum ára. Þar loga
kerti og lýsa daufri birtu á grjótið
en gömul skilirí af því, þegar Páll
postuli blindaðist og þegar hann var
látinn síga framaf múrnum, þau
hanga á veggjunum sitt til hvorrar
handar.
Við þann forna múr, sem eitt sinn
umkringdi Damaskus, þar voru
handverksmenn við iðju .sína. Þar
voru meðal annars búnir til skart-
gripakassar, fóðraðir að innan en
spónlagðir með mörgum tegundum
viðar og flúmðu skrauti að austur-
lenzkum sið. En utan dyra voru smá-
pattar með þessi skrín og fóru eins
og stormsveipir um göturnar þar
sem einhver auravon var, Og þar
sem túristabílar eru, þar er alltaf
von. Nú voru margir kallaðir í kapp-
hlaupinu um okkur, en frekar fáir
útvaldir.
Margar litlar hendur á lofti, brún
barnsaugu. Sumir buðu niður, ætl-
uðu sér að vinna á umsetningunni.
Þá kom leiðsögumaðurinn, þessi með
fimmtíu megatonnin innaní sér og
sagði þeim að hafa sig á brott. Svo
var dyrum bilsins skellt, rúðurnar
undnar upp, en þeir gáfu upp barátt-
una og létu skrínin síga. Þreyttir
eftir daginn.
Það stóðu nokkrir eftir þegar við
fórum og grétu, því þeir höfðu ekki
selt neitt. ,±.
— VIKAN 8. tbL