Vikan


Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 51
Nokkru seinna liafði hann svo kynnzt Evelyn og hrifizt af yndi hennar og hreinleika. Droste minnlist þess enn live kynni hans af Evelyn voru þegar i upphafi gersamlega ólik þeim, sem hann hafði áður haft af öðrum konum. Hún var eins og næmstillt strengja- hljóðfæri, sem handleika varð með ýtrustu varúð og nákvæmni, svo ljúf og ástfús og ósnortin. Hann hafði orðið .að ieggja strangar hömlur á ástríðu sína; fundizt sem of mikill hiti eða ákefð í orði eða atlotum gæti orðið til þess að hún fjarlægð'ist hann óafturkallanlega að eilifu. Hjónaband þeirra var einna líkast viðkvæmri pastel- mynd. Droste hafði vanizt þvi og gleymt að hann hafði áður kynnzt sterkari og lieitari litasamsetn- ingu . . . Þessa nótt hafði liann sofnað án lyfjanna, og um morguninn var hann snemma á fótum <og hinn hressasti. Nokkra hríð' liafði hann legið vakandi og horft á konu sína sofandi. Hún var þreytuleg, svæf- illinn hennar allur í kuðli og sæng- in hafði runnið ofan af henni. Hann breiddi hana gætilega ofan á hana; svo braut hann heilann um það nokkra stund livernig hann ætti að liaga réttarhöldunum þá um daginn; lnigsaði spurningar, scm orðið gætu iil að visa honum leiðina. Sið'an fór hann gætilega frarnúr rekkju sinni, laumaðist inn i snyrtiherbergið og iokaði að sér áður en hann tók til að skola kverkarnar. Framhald i næsta blaði Konungur kvennabúrsins. Framhald af bls. 29. in í huga og ykkur mun hefnast fyrir það, ef þið brjótið þau. Er ykkur ljóst, að þetta eru fyrirskip- anir Benjamíns sjálfs?“ Sjö önnur pör voru gefin saman í gervihjónaband þennan dag og þrettán þann næsta. Á meðan var Esther Johnson að koma Cleatus og öðrum stúlkum undir löglegum gift- ingaraldri í flýti út úr borginni, og lét þær gista undir fölskum nöfn- um á stórum hótelum í Chicago. Benjamín liafði skipað svo fyrir, að þeim væri komið undan fyrir- varalaust. Þegar Wade fyrrverandi lögreglu- foringi kom aftur í Hús Davíðs, á- kveðinn í að sannreyna ódauðleika spámannsins með annarri byssunni sinni, sýndi Cora Mooney honum giftingarvottorð Hazel. „Hún heitir Hazel Smith núna,“ sagði æðsta gyðjan kuldalega. „Þú átt enga kröfu til hennar lengur.“ Richard Wade horfði góða stund á vottorðið, kuðlaði því síðan sam- an og kastaði á gólfið í Shiloh skrif- stofunni. „Náðu strax í Cleatus dóttur mína!“ sagði hann hægt. „Ég ætla líka að hitta Ben Purnell.“ Cleatus er í Austur-ríkjunum í trú- boðsferð," sagði Cora Mooney. „En Benjamín er ekki liérlendis sem stendur. Hann . . .er . . . hann fór til Englands í nýja útbreiðsluferð." Fyrrverandi lögreglustjórinn starði á hana, en yppti svo öxlum. „Það er bezt að ég gangi sjálfur úr skugga um það.“ Hann ýtti henni til hliðar og þaut að stiganum. Síðhærður safnaðarmeðlimur rcyndi að varna honum uppgöngu. Wade þreif í jakka og skegg manns- ins með háðum liöndum, lyfti hon- uin hátt upp og kastaði honum sið- an frá sér, þannig að hann lenti ofan á einu skrifborðinu og lá þar endilangur. Svo fór Wade upp til að rannsaka aðra hæðina og skipti sér ekkert af reiðihrópunum á neðri hæðdnni og lét vein stúlknanna í herbergjunuin á annarri hæð sem viud um eyrun þjóða. En konungs- ibúðin var tóm, og þó að flestar ný- giftu stúlkurnar hefðu komið aftur í kvennabúrið, var Hazel Ruth og Cleatus hvergi að finna. „Hvar eru Wade stúlkurnar?” spurði hann aftur og aftur. En stúlk- urnar kúrðu hræddar úti í horni og svöruðu ekki. Andlit lians var nú orðið eins og þi-unniský og hann hljóp niður stig- ann og í gegnum skrifstofuna. „Það er betra fyrir þig, að koma jEr héðan út!“ kallaði Cora Mooney á eftir honum áður en hann slcellti á eftir sér útidyrahurðinni. Hann hljóp í gegnum súlnagöngin i átt að Jerusalem. Nokkrir ungir ísraelsmenn biðu þar eftir honum með kylfur i hönd- unum. Richard Wade stanzaði og hneppti frá sér frakkanum og liélt svo áfram. Piltunum féllust hendur og horfðu jiögulir á hann sparka á dyr Jerusalem þar til þær opnuð- ust. Inni voru tveir menn fyrir honum og reyndu að loka leiðinni. Annar þeirra beindi meira að segja við- vaningslega að honum lítilli byssu. Hann fletti betur frá sér frakkan- um, svo skein í báðar byssurnar og sagði: „Ég gef ykkur tvær sekúndur til að víkja, eða ég verð að taka til annarra ráða!“ Þeir liörfuðu til hliðar og hann æddi um bygginguna, iir einu her- bergi í annað og leit í hvern krók og kima án þess að skipta sér af mót- mælum íbúanna. En dætur hans voru ekki þar. Heldur ekki skeggjaði kon- ungurin n. „Einhvers staðar hlýtur hann að vera!“ kallaði liann til Mary drottn- ingar. „Ég skal finna hann hvað sem það lcostar!“ En hún starði á hann, kuldalega og steinþegjandi. Framhald í næsta Iilaði. Allt fyrir unga fólkið. Framhald af bls. 22. raunverulega fallegust, en ekki kom- izt að neinni sameiginlegri niður- stöðu. Það væri ekkert að því að heyra eitthvað um skoðanir lesenda á því. En — ef þið viljið benda á einhverjar, sem ekki eru þarna, sem fallegustu konurnar, væri bezt að mynd fylgdi, svona til sönnunar. H. F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN Hufnarfirfíi - Rimar: r>()():i2, r>002:> <><j r>0:>22. - Rcykjavik - Simi 10322 - Vcsturvcr fáanlegar með 3 eða 4 hellum, glópípu eða steyptum (heilum), klukku og Ij'ósi, glóðarrist og hitaskúffu. Verð frá kr. 4.750.00 VIKAN 8. tbl. 51

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.