Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 15
hvað heitir. Enda skiptir það ekki máli, það er ekk-
ert þekkt vatnsfall, en vatnið síast útí eyðimörkina
fyrir austan. Þar verður ein fegursta vin, sem um get-
ur, afmörkuð af sýrlenzku eyðimörkinni að austan
en Anti-Líbanonfjöllunum að vestan. Pálmarnir og
bananatrén kunna sér ekki læti og halda að þeir séu
í hitabeltinu en ég er illa að mér í náttúrufræði og
I kann ekki að nefna öll þau tré, sem þar njóta raka
moldarinnar. í þessari vin hefur borgin Damaskus
verið byggð.
Damaskus er þannig í sveit sett, að hún hefur alltaf
verið áfangastaður. í þann áfangastað var gott að koma
eftir dagleiðir á eyðimörkinni og gott að hvílast þar
áður en haldið yrði áfram á úlföldum, ösnum eða
tveim jafnfljótum. Þannig hefur það verið síðustu
sex þúsund árin; þann tíma hefur verið byggt ból á
þessum stað. Nú vill svo til að við komum fyrst inn
í hinn nýrri hluta borgarinnar og hann gefur sannar-
lega ekki hugmynd um sex þúsund ára gamla Austur-
landaborg. Hvítar súlur og sléttir fletir glers og
steinsteypu. Gult og blátt á stöku stað eins og til að
Útsýni yfir rústirnar frá háaltarinu. Konan xneð arabiska
höfuðbúnaðinn er frú Hanna Karlsdóttir í Holti.
Júpítershofið í Baalbck hefur verið feiknarleg bygging cins
og bezt sést með því að bera vegginn saman við mennina
neðst í horninu.
f húsi Ananíasar í Damaskus. Munkur sýnir börnum myndir af því, pegar Páll féll af bakl og þegar
hann var iátinn síga niður af múrnum.
auka spennuna, undirstrika listrænt mat arkitektsins. En þefurinn er einkennilegur,
áleitinn og fremur óviðfelldinn. Eins og frá gripahúsi eða svínastíu. Og það er hreint
ekki auðvelt að komast frá honum. Hann fyllir hvern krók og kima. Utan við þessar
nýju, fínu götur, þar þrífst sóðaskapurinn með viðlíka blóma og aldinin á trjánum.
Sólin bakar allt dautt og lifandi í ofni sínum og rotnunin er mikil. Þefurinn þarafleið-
andi sterkur og megn. #
Næturstaður okkar, Hótel New Semiramis, stendur við eitt nýlegt torg; þar eru bæj-
arvinnukarlarnir í júgurbuxum og hafa hvíta höfuðdúka til hlífðar fyrir sólarhitanum.
Húsin eru nýleg, stórir búðargluggar með flegnum kjólum til sýnis, þeir eru nældir sam-
an aftan á gínunum til þess að eggjandi línur kvenlíkamans njóti sín langt að, helzt allar
götur út á miðju torgsins, þar sem tjöruvinnumennirnir eru að puða. Ég veit ekki til
hvers þessi útstililng á að höfða; þær Evudætur sem ganga framhjá þessum tízku-
glugga eru allar svartklæddar með slör yfir höfðinu og andlitið framúr því svo lengi
sem þær mæta ekki neinum vantrúuðum. En þegar þær mæta okkur, þessum aðskota-
dýrum, þá draga þær slörið sem snöggvast fyrir munninn og senda okkur augnaráð,
sem er blandið ótta og fyrirlitningu. Margar þeirra sem komnar eru af unga aldri eru
tannlausar og með einhverskonar fjólubláa flekki eða útbrot á niðurandlitinu. Þó kann
vel að vera, að þær séu allt að því að vera fallegar í augum tjörukallanna á torginu,
sem standa álútir í júgarbuxunum sínum. Menn líta allt • öðrum augum á konur og
ástir- í hinum arabiska heimi en hér á Vesturlöndum. í okkar augum er staða þessara
kvenna átakanleg, þær sjálfar miður geðslegar og að minnsta kosti talsverð mótsetn-
ing við gínurnar í glugganum.
Heitt rökkrið leggst yfir Damaskus áður en því verður komið við að sjá alla merkis-
staði. Merkilegast af öllu er leiðsögumaðurinn, Arabi með slatta af Fransmannablóði
að því er virðist og það er raunar ekki ólíklegt, hér voru frönsk yfirráð og franskt her-
lið. En orkan sem býr innra með honum er sjálfsagt ein fimmtíu megatonn og við
erum örskammt komin þegar við vitum allt það helzta um líf hans og frábæra tungu-
málakunnáttu. Honum nægir ekki að tala ensku, þó það dugi; franska, þýzka og ítalska
verða að fá að fljóta með. Svo kann hann nokkrar sænskar setningar og heimtar að
fá að segja það á íslenzku, sem hann þarf að þylja fyrir okkur um borgina.
— Merhaba, merhaba, segir hann. Segið þið bara merhaba. Það þýðir góðan dag.
Good morning, merhaba, very easy. You try. Sehr gut. What did you say it was? Góðan
dag. Alright. Ce tres biens. Francaise? Je parle Francaise aussi. Alright. Alla vackra
flickors skál. —
Þannig lét hann dæluna ganga og satt að segja stal hann senunni frá borginni — að
minnsta kosti öðru hvoru, enda var honum meira áhugamál að vekja áhuga á sinni
eigin persónu en þessari borg, sem fyrir löngu var orðin hversdagsleg fyrir hann.
Ég man eftir Omayod moskunni, dýrlegu guðshúsi þar sem þeir segja að Jóhannes
skírari sé grafinn. Þar voru Múhameðstrúarmenn í röðum að tala við Allah eins og lög
gera ráð fyrir, en leiðsögumaðurinn gat ekki á sér setið og lét dæluna ganga; nú var
Framhald á bls. 34.
VIKAN 8. tbl. — JEj