Vikan


Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 48
4'&v\*6 \ VC^ ^X>X & V u\ w-^45 . ^ V^ ,^}r ^# ,v.^- 'v ^ 0’ ' «1 , VC> ,b^ ,éN ^V #»* ^ A*' .1 . v,o ^ . áí^ mo' ^V*Vs V . v - ^ ^ >° «* áoN0 .;i°% .*%>' % VVV*^ ’> V'cv o^v V © 5 fc/öff aðeins kr. 20.50 „Ætlarðu ekki að leika þér að dúkkunum þínum?“ sagði hún vin- gjarnlega. „Viltu kannski að ég leiki við þig svolitla stund?“ „Nei takk, — hvað er klukkan?“ „Það eru enn tvær klukkustundir til kvöldverðar," sagði Olga bros- andi. „Heldurðu að mamma og pabbi komi heim í kvöldmat?" „Ekki hef ég heyrt annað.“ „Þau geta að minnsta kosti ekki hringt heim í dag og sagt að þau hafi ekki tíma til þess.“ Olga lagði frá sér bókina og horfði óróleg á barnið. „Hvað átt þú við? Af hverju skildu þau ekki geta hringt heim?“ „Segi það ekki,“ sagði Sofie, og með það dró hún um sig órjúfan- legan þagnarmúr, sem Olga vissi, að ómögulegt var að komast inn í ® Gillette er skrásctt vörumcrki nema hún sjálf vildi. Olga óskaði þess innilega með sjálfri sér að foreldrar Sofie kæmu heim til kvöldverðar. Hún hafði á- hyggjur vegna þess, hvernig þau virtust blind fyrir kærleiksþrá dótt- ur sinnar. Þau virtust geta leyst vandamál allra annarra barna en síns eigin. „Olga, má ég fara í annan kjól. Ég hef fengið blett í þennan, og mig langar svo að vera fín þegar mamma og pabbi koma heim.“ „Já, já, víst máttu það.“ Olga stóð upp til þess að finna hreinan kjól handa henni, og í því var hringt útidyrabjöllunni. Stofu- stúlkan var úti í mjólkurbúð, svo Olga fór sjálf til dyra. Fyrir utan stóð símasendill, og fékk henni sím- skeyti. „KOMUM EKKI í KVÖLDVERÐ. „Segðu mér hvernig þú vissir, 'að síminn var í ólagi,“ sagði Olga og tók Sofie í kjöltu sér. „Ég skar hann af svo pabbi og mamma kæmu heim.“ Olgu var gráti nær, hún fann til bræði gagnvart þessum foreldrum, sem virtu kærleiksþrá dóttur sinnar svo að vettugi. Hún tók þéttar utan um barnið og klappaði henni blíð- lega. „Þetta mátt þú ekki gera,“ sagði Sofie óróleg, —- „svona mega bara pabþar og mömmur og bræður og systur gera. „Heldurðu að ég fái lítinn bróður eða systur til þess að leika mér við?“ „Sofie, mér finnst nú að þetta sé nokkuð, sem þú ættir að spyrja pabba þinn og mömmu um. Segðu þeim að þig langi afskaplega mikið til að eignast lítinn bróður eða syst- ur, og þá kannski gefa þau þér lít- inn leikfélaga.“ „Flýttu þér þá Olga að klæða mig í hreina kjólinn. Og svo vil ég fá gulu slaufuna í hárið, því þá verð ég voða fín þegar mamma og pabbi koma heim.“ „Elskan mín, þau komast ekki heim í matinn, en ég skal lesa fyrir þig eins mikið og þú vilt í kvöld.“ . „Nei, ég vil það ekki,“ og það var harka í rödd barnsins. „Ég vil fara strax að hátta, því ég er ekki svöng.“ Olga horfði á samanherpt andlit telpunnar, og óskaði sér helzt af öllu að hún gæti yfirgefið þetta allt saman og komizt sem lengst frá því. Það. var ofar hennar sálarlegu kröftum að horfa upp á vesalings barnið þjást svona. Þetta var hreint og beint ómannlegt. „Sofie,“ sagði hún. „Þú skalt samt koma í hreina kjólinn og svo skulum við kom í smá bíltúr þegar Kajsa 1 kemur heim úr mjólkurbúðinni." jt Bertil og Margit sátu hvort á sinni skrifstofu og litu yfir skýrslur dags- ins. Margit var orðin þreytt, en ef Wm Bertil vann, þá skyldi hún einnig lllilÍÉ vinna. KVEÐJUR TIL SOFIE. HÁTTAÐU HANA. EITTHVAÐ f ÓLAGI MEÐ SÍMANN. HRINGDU f BILANA- TILKYNNINGAR. BERTIL WALLER'*. Olga vöðlaði skeytinu saman í hendi sér. Hún fann til innra með sér þegar hún leit á Sofie, og hún vissi ekki hvernig hún ætti að færa henni fréttirnar. „Af hverju ferðu svona með svona fínt bréf,“ spurði barnið, „ertu vond út í bréfið?“ „Nei, Sofie,“ sagði Olga, „ég varð bara fyrir svolitlum vonbrigðum. Komdu nú með mér inn í barna- herbergið og við skulum tala svo- lítið saman.“ Samstundis kom efasvipur á and- lit Sofie. Augun dökknuðu og litli fallegi munnurinn varð að mjóu striki á andliti hennar. Hún var lítið eitt ergileg yfir endalokum málsins um Nisse. Ekki þannig að skilja að hún hefði neitt persónulegt á móti veslingnum litla, hún kenndi í brjósti um hann eins og þau hin. En henni fannst samt ekki rétt að halda honum á sjúkra- húsinu, þegar aðrir voru á biðlista. Eining var hún ergileg vegna þess að Bertil hafði ekki viljað lofa henni að tala við Sofie þegar hann hringdi. Hann hafði verið spotzk- ur á svipinn og beðið hana um að hringja ekki sjálfa. Hún hafði ekki getað fengið Sofie úr huga sér allan daginn. Það hafði verið eitthvað í andliti hennar um morguninn, sem minnti Margit helzt á svipbrigði, sem hún varð vör við í andlitum sjúkling- anna sinna. Eitthvað fjarrænt og leitandi. Guði sé lof, að bráðum gátu þau verið öll saman. Sumarleyfið var framundan með öllum sínum yndisleik. Þá breyttist Bertil úr yf- irlækni í fjörugan strákling. Þau léku sér eins og börn, öll þrjú, og — VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.