Vikan


Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 18
Framhald af bls. 11. FANMR KILMANJARO „Ég læt þig um það“, sagði hann. „Ég er þreyttur". Nú sá hann járnbrautarstöðina í Karagatch fyrir hugskotsjónum sínum og hann stóð hjá farangrinum og það voru framljósin á Austur- landahraðlestinni, sem nú rufu myrkrið og hann var að yfirgefa Þrakíu eftir undanhaldið. Þetta var eitt af því, sem hann hafði geymt sér að skrifa um, eins það, þegar hann sat við morgun- verðarborðið, horfði út um gluggann og sá snjó- inn á fjöllunum í Búlgaríu og ritari Nansens- stofnunarinnar spurði gamla manninn hvort þetta væri snjór og gamli maðurinn leit þang- að og sagði. Nei þetta er ekki snjór. Það er of snemma árs til að geta verið snjór. Og ritar- inn endurtók við hinar stúlkurnar. Nei, Nei, þið skiljið það. Þetta er ekki snjór og þau sögðu öll. Þetta er ekki snjór okkur hefur skjátlazt. En víst var það snjór og hann sendi fólkið út þangað, þegar hann framkvæmdi íbúaskiptin. Og snjór var það sem það óð þangað til það varð úti um veturinn. Það var líka snjór, sem féll í jólavikunni um árið uppi í Guertal, árið sem þeir höfðust við í bústað skógarhöggsmannsins þar sem stóri ferhyrndi postulínsarinninn fyllti hálfa stofuna og þeir sváfu á dýnum troðnum beykilaufi, það var þegar liðhlaupinn kom blóðrisa á fótunum út úr snjónum. Hann sagði að lögreglan væri á hælum sér og þeir gáfu honum ullarsokka og töfðu lögreglumennina með rabbi þangað til fennt var í slóð hans. I Schrunz, á jóladaginn, var snjóbirtan slík að skar í augun þegar maður leit út úr vínkránni og sá alla vera að koma heim úr kirkjunni. Það var þegar þeir gengu sleðatroðna, hland- gula brautina meðfram ánni milli brattra furu- ásanna, skíðin lágu þungt á öxlunum, og þar sem þeir fóru brunrennuna miklu niður jökul- inn fyrir ofan Madlener-skálann, mjöllin var mjúk að sjá eins og þeyttur rjómi á köku og duftiétt í sér og hann mundi hið hljóðlausa hraða skrið þegar maður renndi sér niður eins og fugl. Þeir sátu tepptir í snjó og stórhríð í Madlener- skálanum í það skiptið og spiluðu í reykjar- stybbunni af skriðljósinu og boðin hækkuðu stöðugt eftir því sem herra Lent tapaði meiru. Loks tapaði hann öllu. Öllu, skíðaskólapening- unum og öllum gróðanum af starfstímabilinu og loks ei?um sínum. Hann gat séð hann fyrir sér með sitt langa nef, þegar hann tók spilin og hóf síðan sagnirnar, „Sans Voir“. Þá var stöðugt spilað. Maður spilaði þegar ekki var nógur snjór og maður spilaði þegar allt fór í kaf í snjó. Honum varð hugsað um það hve miklum hluta ævinnar hann hefði eytt við fjár- hættuspil. En hann hafði aldrei skrifað orð um það, eða um þann kalda og bjarta jóladag og fjöllin sem umluktu flugvélina þegar Barker flaug yfir víglínuna til að varpa sprengjum á jóla- leyfislest austurrísku liðsforingjanna, rak flótta þeirra með vélbyssuskothríð. Hann minntist þess þegar Barker kom á eftir inn í borðskál- ann og fór að segja þeim af þessu. Og þagnar- innar, sem sló á hópinn þegar einhver'jum varð að orði. „Djöfulsins morðhundurinn þinn“. Það voru sömu Austurríkismennirnir sem þeir drápu þá og sem gengu seinna með honum á skíðum.Nei, ekki þeir sömu. Hans, sem var skíða- félagi hans allt það ár, hafði verið í keisara- legu skyttusveitinni og er þeir fóru saman á héraveiðar upp í dalverpið fyrir ofan sögunar- mylluna höfðu þeir rætt um bardagann á Pasubio og árásina á Pertica og Asalone og hann hafði aldrei skrifað eitt orð um það. Ekki held- ur um það, sem gerðlst að Monte Corno, eða Siete Commum, eða að Arsiedo. Hve marga vetur hafði hann dvalizt í Voral- fjöllunum og Aralfjöllunum? Þeir voru fjórir og hann minntist náungans sem vildi selja hon- um refinn, þegar þeir gengu til Bludenz til að kaupa gjafir, og hins sterka bragðs af góðu kirsuberja-brennivíni og hvernig lausamjöllin rauk um þá þegar þeir brunuðu með hrópum og köllum síðasta spölinn fram á brekkubrún- ina beint framaf, síðan gegnum trjágarðinn í þrem beygjum og yfir skurðinn upp á ísi lagð- an veginn bak við krána. Hnykkti lausum fót- böndum, sparn við skíðunum og reisti þau upp við timburvegginn á kránni, bjarmann af lampa- ljósinu lagði út um gluggann og fyrir innan, í reykmettaðri, nývína-angandi hlýjunni, var leikið á harmóniku. „Hvar dvöldumst við í París?“ spurði hann konuna sína, sem sat hjá honum á tjaldstól, þesí>a stundina í Afríku. „Að Crillon. Það veiztu." „Hví skyldi ég vita það?“ „Við dvöldumst þar alltaf". „Nei. Ekki alltaf.“ „Þar og að Pavillion Henri-Quatre í St. Germain. Þú sagðist hafa ást á þeim stöðum“. „Ástin er mykjuhaugur", sagði Harry. „Og ég er haninn sem hreykir sér upp á hann til að gala“. „Ef þú verður að kveðja“, sagði hún, „er það þá óhjákvæmileg nauðsyn fyrir þig að ganga á milli bols og höfuðs á öllu því sem þú skilur við? Ertu nauðbeygður að drepa hestinn þinn og konuna þína, og brenna söðli þínum og her- týgjum?" „Já,“ sagði hann. Þessir andskotans peningar þinir voru hertýgi mín. Sverð mitt og skjöldur". „Byrjaðu ekki“. „Þá það. Ég skal sleppa því. Ekki langar mig til að særa þig“. „Það var helzt til seint séð“. „Þá það. Þá held ég áfram að særa þig. Það er öllu skemmtilegra. Þann eina leik, sem ég hef í raun og veru nokkurn tíma haft gaman af að eiga við þig get ég ekki leikið nú“. „Nei, þetta er ekki satt. Það var margt annað, sem þú nauzt með mér og ég gerði allt, sem þú fórst fram á við mig“. „Ó, í öllum guðanna bænum, hættu þessu gorti“. , Honum varð litið á hana og sá að hún grét. „Hlustaðu á mig“, sagði hann. „Heldurðu að ég hafi einhverja skemmtun af þessu? Ég veit ekki hvers vegna ég geri það. Það er tilraun til að myrða í því skyni að mega sjálfur halda lífi, geri ég ráð fyrir. Ég var hinn rólegasti þegar við byrjuðum að tala saman. Það var ekki ætlun mín að koma þessu af stað, og nú er ég snarbrjálaður og eins grimmúðlegur við þig og ég get frekast orðið. Taktu ekki neitt mark á því, vina mín, sem ég segi. Raunveru- lega elska ég þig. Þú veizt að ég elska þig. Ég hef aldrei unnað neinni annarri á sama hátt og ég elska þig“. Hann brá fyrir sig þeirri venjulegu lygi sem aflaði honum viðurværis. „Þú ert mér góður“. skáldskap. Rotnun og skáldskap. Rotnuðum skáldskap“. „Hættu þessu, Harry, hvers vegna þarftu endilega að breytast í djöful núna?“ „Ég vil ekkert eftir skilja“, sagði maðurinn. „Ég vil ekkert eftir skilja“. Það var komið kvöld og hann hafði sofið. Sólin var gengin undir bak við hæðirnar og það teygðu sig skuggar þvert yfir sléttuna og smærri dýrin stóðu á beit rétt hjá tjaldstæð- inu; lutu snöggt höfði og vingsuðu dindlinum, hann veitti því athygli hve þau héldu sig nú sem fjærst kjarrskóginum. Fuglarnir höfðust ekki lengur við niðri í grasinu. Þeir húktu allir þunglamalega uppi í tré. Þeir voru enn fleiri en áður. Einkavikapilturinn hans sat hjá rekki- unni. „Memsahib farin á veiðar", sagði pilturinn. „Þarfnast Bwana ...“ „Einskis". Hún hafði farið til að afla þeim kjöts og, vitandi hve hann naut þess að virða fyrir sér veiðidýrin, hafði hún farið það langt að hún yrði ekki til að styggja þau burt úr þessum litla krók sléttunnar, sem hann sá yfir. Hún var alltaf hugulsöm, hugsaði hann. Mundi allt sem hún vissi, eða hafði lesið, eða sem hún hafði einhvern tíma heyrt. Það var ekki hennar sök að hann hafði lifað sjálfan sig þegar er hann tók saman vifí hana. Hvernig gat kona vitað að maður meinti ekki neitt af því, sem hann sagði; að hann talaði ein- uneis af vana og til þess að vera þægilegur? Eftir að hann meinti ekki lensur það sem hann sagði, báru lygar hans meiri árangur í skiptum við konur, en hann hafði náð meðan hann sagði þeim sannleikann. Það var ekki fyrst og fremst það að hann laug, heldur hitt, að ekki var framar neinn sann- leika að segja. Hann hafði lifað lífi sínu og því var lokið og þá tók hann að lifa því aftur með allt öðru fólki og við meiri peningaráð, á þeim stöðum sem honum þóttu beztir, og nokkrum nýjum. Hann forðaðist allar hugleiðingar og það var dásamlegt. Hann var innviðatraustur svo hann fór ekki í hundana. eins og þeir flestir. og hann lét sem hann hefði ekki neinn áhuga á því starfi, sem hann lagði stund á áður, nú þegar hann var ekki fær um bað lengur. En, við sjálfan sig, sagði hann að hann ætlaði að skrifa um þetta fólk; um bá vellríku; að hann væri í rauninni ekki einn af beim heldur niósnari í landi þeirra: að hann mundi yfirgefa það og skrifa um það og einu sinni yrði þá skrifað um það af manni sem þekkti það, sem hann var að skrifa um. En hann mundi aldrei láta af því verða. því að sérhver dagur sem hann skrifaði ekki neitt, naut lífsþæginda, gekk á mála þess sem hann fvrirleit. forheimskaði hann og slævði vilja hans til starfs svo að hann. að lokum. vann alls ekki neitt. Fólkið sem hann umgekkst nú var mun hetra í viðkvnningu þegar hann vann ekkert. f Afríku hafði hann verið sælastur meðan hann var og hét. svo að hann hafði leitað þanvað til að byria á nýian leik. Þau höfðu búið þennan veiðileiðangur sem minnstum þægindum. Það voru ekki neinar mannraunir; en það var enginn munaður og hann hafði búizt við pð hann mundi fá aftur þiálfun á þann há-tt. Að það gæti í vissum skiln- ingi eytt offitunni úr sál hans á sama hátt, og hnefaleikarinn leitar upp í fjölb'n í þeim til- gangi að brenna offituna úr líkama sínum. Hún hafði kunnað þessu vel. Hún kvaðst elska það. Hún elskaði allt sem var æsilest. . sem hafði umhverfisbrevtinpu í för með sér, ■^þar sem var nvtt fólk og allt til ánægju. Og j*l^hann hafði talið sér trú um að hann endur- „Þú ert skækja“, sagði hann. „Þú ert forrík^heimti þrek sitt og löngun til starfa. Ef bví skækja. Þetta er skáldlegt. Nú er ég fullur aflwH Framhald á bls. 40. jg — VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.