Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 41
Ég undirritaður óska að gerast nemandi í:
MÖTORFRÆÐI
□ Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu.
□ Greiðsla hjálögð kr.____________
Heimilisfang
Mótorfræöi II kennir leyndardóma dieselvélarinnar. Sami
kennari — verö kr. 350,C
Sjófarendur — kynnizt vélunum. Fyllið út seðilinn hér til
hliSar og sendiS hann til BRÉFASKÖLA SÍS, Sambandshúsinu,
Reykjavík.
Innritum allt árið - BRÉFASKÓLI SÍS
„Hvað er að, Henry?“ spurði
konan.
„Ekkert," sagði hann. „Þú ættir
að færa þig um set. Yfir á kulborða."
„Skipti Molo um umbúðirnar?“
„Já, ég nota nú einungis bórvatn.“
„Hvernig líður þér?“
„Ég er dálítið máttfarinn."
„Ég ætla að fá mér bað,“ sagði
hún. „Ég verð enga stund. Svo borða
ég með þér og síðan flytjum við
hengirekkjuna inn.“
Það var gott, sagði hann við sjálf-
an sig, að við hættum að rífast.
Hann hafði aldrei rifizt að ráði við
þessa konu, en við hverja þá konu
sem hann unni hafði hann hins veg-
ar rifizt svo mikið að þau höfðu
að lokum, alltaf, fyrir tæringu
rifrildisins, ráðið því bana sem þau
áttu sameiginlega. Hann hafði elsk-
að of mikið, krafizt of mikils, og
honum hélzt ekki á neinu.
HONUM varð hugsað til þess,
þegar hann var aleinn í Konstantín-
ópel forðum, hafði staðið í rifrildi
í París áður en hann hélt þaðan.
Hann hafði legið með hórum nótt
og nýtan dag, og síðan, þegar það
var á enda, og honum hafði ekki
tekizt að vinna bug á einman-
leika sínum, heldur einungis gert
sér hann óbærilegri, hafði hann
skrifað henni, þeirri fyrstu, þeirri
sem yfirgaf hann, og sagt henni frá
því í bréfinu, hvernig hann hefði
aldrei reynzt þess umkominn að
ganga á milli bols og höfuðs á ein-
manaleikanum ... Hvernig hann
hefði orðið magnþrota og heltekinn
hið innra með sér einu sinni þegar
hann hélt að hann hefði komið auga
á hana úti fyrir Regence, og að
hann veitti eftirför hverri konu sem
minnti hann á hana á götu, kviði
því að það kæmi á daginn að það
væri ekki hún, kviði því að verða
að sjá á bak þeim tilfinningum, sem
hún vakti með honum. Hvernig hver
sú kona sem hann lagðist með gerði
söknuð hans enn sárari. Hvernig
að það sem hún hafði gert gat aldrei
skipti neinu máli þar sem hann
vissi að hann gat aldrei læknazt af
ást sinni á henni. Hann skrifaði
þetta bréf í klúbbnum, allsgáður,
og sendi það í pósti til New York,
bað hana að skrifa sér og senda
bréfið til skrifstofunnar í París.
Það virtist öruggt. Og þetta kvöld
er hann saknaði hennar svo sárt
að hann var allur heltekinn hið
innra, gekk hann meðfram Taxims,
náði í stelpu og bauð henni í kvöld-
verð. Hann hafði farið með hana
á dansstað á eftir, hún dansaði illa,
og hann hafði skipt á henni og skap-
heitri armenískri mellu, sem neri
kvið sínum við hann svo við sjálft
lá að undan brynni. Hann tók hana
af brezkum undirforingja úr stór-
skotaliðinu eftir að hafa slegizt við
hann. Stórskotaliðinn skoraði á
hann að koma út með sér og þeir
slógust í myrkrinu á steinlögðu
strætinu. Hann hafði slegið hann
tvisvar, þungt, á kjammann og þeg-
ar hann lá ekki samt var honum
ljóst að þetta yrðu hressileg slags-
mál. Stórskotaliðinn barði hann
fyrst á skrokkinn síðan á gagnaug-
að. Hann beitti enn vinstri hendi
og hitti og stórskotaliðinn flaug á
hann og þreif í treyjuna hans og
reif af henni ermina og hann barði
hann tvisvar aftanvert við eyrað og
rotaði hann síðan með hægri hend-
inni og hratt honum frá sér. Þegar
skotliðinn féll skall hann á hausinn
og hann hljóp á brott með stelpuna
því að hann heyrði að herlögreglan
var á leiðinni. Þau náðu í leigubíl
og óku út til Rimmiley Hissa með-
fram Bosporus, og hringinn, og aft-
ur til baka í nætursvalanum og
gengu til rekkju og hún var eins
lík ofþroskuðum ávexti á að taka
og á að líta, en mjúk á hörund
eins og rósarblað, safamikil, þétt
á kviðinn, brjóstamikil, og það
þurfti ekki neinn svæfil undir þjó-
hnappana, og hann yfirgaf hana áð-
ur en hún var vöknuð og leit skjátu-
lega út í fölri morgunskímunni og
hann kom til Pera Palace með glóð-
arauga og bar frakkann sinn því að
aðra ermina vantaði á hann.
Það sama kvöld hélt hann til
Anatoliu og hann minntist þess að
seinna í þeirri ferð, óku þeir allan
daginn um valmúaakra sem þeir
ræktuðu til að vinna úr ópíum og
hve undarleg'a líðan það vakti, og
loks virtust allar fjarlægðir rangar,
þegar þeir hófu árásina með hinum
nýkomnu liðsforingjum frá Const-
anz, sem kunnu andskotann ekki
neitt, og stórskotaliðið hafði skotið
á þeirra eigin hersveitir og brezki
eftirlitsforinginn grét eins og barn.
Það var þennan dag sem hann sá
í fyrsta skipti dauða menn klædda
hvítum ballettpilsum og á tákróka-
skóm með hríðskotabyssur í hönd-
um. Tyrkirnir höfðu sótt fram stöð-
ugt og þunglamalega og hann hafði
séð mennina í pilsunum taka til fót-
anna og liðsforingjana skjóta á þá
og taka síðan sjálfa til fótanna og
hann og brezki eftirlitsforinginn
höfðu hlaupið þangað til hann fékk
sting fyrir brjóstið og hann fékk
rammt bragð í munninn og þeir
staðnæmdust bak við kletta nokkra
og enn sóttu Tyrkirnir fram eins
þunglamalega og áður. Seinna hafði
hann séð það gerast, sem hann mátti
aldrei hugsa um og enn seinna hafði
hann séð það enn verra. Og þegar
hann kom aftur til Parísar í það
skiptið gat hann því hvorki rætt
um það né heyrt á það minnzt. Og
þegar hann fór þar framhjá kaffi-
húsi nokkru, sat bandaríska skáldið
þar með hlaða af diskum fyrir
framan sig og heimskusvip á kart-
öfluandlitinu og ræddi um Dada að-
gerðirnar við Rúmena sem kvaðst
heita Tristan Tzara, sem alltaf bar
einglyrni og hafði höfuðverk, og
þegar hann var kominn aftur heim
í íbúðina til konu sinnar sem hann
elskaði nú aftur, allt rifrildi gleymt,
öllu brjálæði lokið, glaður yfir að
vera kominn heim, var pósturinn
hans sendur þangað frá skrifstof-
unni. Því var svarið við bréfinu sem
hann hafði skrifað borið inn á
bakka einn morguninn og þegar
hann sá rithöndina kólnaði hann
aliur upp og reyndi að lauma bréf-
inu undir annað bréf. En kona hans
spurði: „Frá hverjum er þetta bréf,
vinur minn?“ og það varð endirinn
á því upphafi.
Hann minntist hinna góðu stunda
sem liann hafði átt með þeim öll-
um, og rifrildisins. Það var eins og
“ 41
VIKAN 8. tbl.