Vikan


Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 16
Þau voru bæði læknar og önnuðust annarra börn, Sínu eigin barni gleymdu þau algerlega. Þau höfðu haldið samkomulag sitt hvað það snerti að taka ekki vandamál sjúkrahússins með sér inn á heimilið. Það kom reyndar fyrir einstöku sinnum, að Margit missti út úr sér eitthvað, sem snerti vinnu þeirra, en þá sagði augna- tillit Bertils jafnan meira en orð, og þá þagnaði hún, eða breytti um umræðuefni. Hún átti bágt með að venja sig við þá tilhugsun, að hún ætti hann ein, hann væri hennar og aðeins hennar. Hún mundi vel eftir fyrsta degi sínum á sjúkra- húsinu. Þá var hún nýútskrifuð með hugann uppfullan af alls konar fyrirheitum um að helga sig starfinu fullkomlega, og komast sem lengst í sinni grein. Hún bar mikla virðingu fyrir yfirboðara sínum, eins og allir læknar gera í byrjun starfsferils síns. Á skóla- og kandídatsárunum hafði það verið öðru vísi. Þá var það hjá hinum eldri og reyndari, sem ábyrgðin var, en nú hvíldi hún á hennar herðum, að vísu þó undir umsjón yfirlæknisins. Þegar hún kom til sjúkrahússins hafði hún ekki vitað mikið um hann, aðeins að hann var dugmikill og inikilsvirtur í sínu starfi, og var oft nefndur í sam- bandi við prófessorsembætti. Þess vegna varð undrun hennar enn meiri, þegar hún stóð fyrst frammi fyrir honum og horfði inn í augun, sem fékk litla snáða í uppreisnarhug til þess að haga sér eins og fullorðna menn. Já, Bertil var sérlega fær barnasálfræðingur, og hún átti þá ósk heitasta að geta orðið eins og hann, einhvern tíma. Nú höfðu þau verið gift í sex ár og heima áttu þau dásamlega litla dóttur á fimmta ári. Þau höfðu verið einstaklega heppin með að fá gott starfslið, bæði heima og á sjúkrahúsinu, og gátu því helgað starfinu alla krafta sína. Eiginlega þurftu þau ekki að byrja að vinna fyrr en klukkan hálftíu á morgnana, en Bertil hafði enga ró í.sínum beinum, fyrr en hann var kominn á sjúkrahúsið. „Vertu bara heima í tvo tíma í viðbót,“ sagði hann við hana með hlýju brosi. Nei, hún skyldi sýna honum, að hún hafði sömu ábyrgðartilfinningu og hann, og þess vegna var það ekki óalgengt, að þau ækju saman til sjúkrahússins fyrir klukkan sjö á morgnana. Bertil hafði mátt leggja hart að sér til þess að koma starfsemi sjúkrahússins í það horf, sem hann vildi hafa það, en nú var það líka fyrsta flokks, og um- talað langt út fyrir borgartakmörkin. Það kom ekki ósjaldan fyrir, að aðrir læknar komu langt að í heimsókn, til þess að skoða og læra. Þau höfðu útbúið verulega rúmgott móttökuherbergi, sem einnig var notað sem fundarherbergi fyrir sálfræðideildina. Þegar Margit kom inn í þetta herbergi í fyrsta sinn, hafði hún orðið hugfangin eins og barn af því, sem mætti augum hennar. Þarna voru leikföng við hæfi allra barna. Bílar, brúðuvagnar, spil, — já, og fyrir þau börn, j j

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.