Vikan


Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 21.02.1963, Blaðsíða 47
skaða og leiðinda. Það mikilvægasta, sem ungir menn geta tamið sér, í umgengni við stúlkur er að vera ákveðnir og og að vera tillitssamir. Þetta tvennt getur farið saman og á að fara sainan. Það er cinskis nýtt að kunna allar kurteisisvenjur sem til eru, ef ekki fylgir þeim raunveru- leg tillitssemi. Það er jafn gagns- laust að kunna þær, ef menn geta aldrei tekið ákvörðun um eitt eða neitt. Kurteisinni má likja við um- ferðarreglur. Ef lienni fylgir ekki tillitssemi, kemur hún ekki að not- um og fyrr eða seinna lenda menn i vandræðum. Það er þvi miður allt og algengt að menn geri ekki greinarmun á því að vera tillitssamir og að vera óákveðnir. Það er jafn algengt að menn geri ekki mun á þvi að vera ákveðnir og að vera ruddalegir. Þó er í báðum filfellum regin- munur á. Kvenfólk vill ekki þurfa að ákveða alla skapaða liluti fyrir karlmcnnina. Þær vilja að vísu að tillit sé tekið lil þeirra álits, en ekki endilega að það fái að ráða, ef karlmennirnir eru svolítið lagn- ir við það. T>að er hins vegar fátt, sem er jafn ógeðfelt stúlkum, sem raunar öllum, eins og ruddaskap- ur, enda er hann venjulega variu artæki veikgeðja manna, sem oft geta haft furðu stcrkan likama. Að lokum þetta: Reynið aldrei að eiga stúlku að vini, á sama hátt og karlmann. Það gctur aldrei gengið og endar venjulega með leiðindum, nema menn geri sér grein fyrir muninum. Þegar karl- maðurinn hugsar um hluti, fer konan eftir tilfinningum. Það er augljóst að' það þarf mikla lagni, hjá báðum aðilum, til að svo ólíkar verur geli umgengizt far- sællega. En þó að það sé fyrir- höfn, er lnin vissulega þess virði. Svo getur skýrum skjöplazt. Framhald af bls. 17. sem hún átti að sjá um þennan dag. Dagurinn var sannarlega fullskip- aður. Öll þessi samtöl við foreldra barnanna voru fremur erfið, vegna þess, að þau tóku yfirleitt svo lang- an tíma. Jafnframt varð hún að stjórna viðtölunum af ýtrustu nær- gætni, til þess, að ekki virtist sem um hnýsni væri að ræða. En læknirinn varð samt sem áður að kynnast foreldrunum eins vel og unnt var, þar sem mikið var undir því komið, hvort árangur myndi nást með barninu sjálfu. Það kom fyrir að ein og ein móðir kom með mótbárur, ef henni fannst þessi ókunna kona vera að reyna að seil- ast of langt inn í hennar einkamál, jafnvel þótt hún væri læknir. Oft var Margit dauðuppgefin að loknum deginum á sjúkrahúsinu, og óskaði sér þess helzt af öllu að mega njóta hvíldar og afslöppunar á heim- ili sínu, en Bertil var alltaf jafn sprækur á þessum tíma dags. Oft kom það fyrir, að hann scndi hana heim, og var þá jafnan með augun glampandi af starfsáhuga. „Farðu nú heim á bílnum,“ sagði hann, „þú verður að minnsta kosti að koma Sofie í rúmið. Ég geng bara heim þegar ég er búinn. Hversu oft hafði hún ekki óskað sér að hafa þann góða eiginleika Bertils, að geta af eigin vilja úti- lokað sjúkrahúsið og alla litlu sjúklingana úr huga sér á kvöldin. Og einnig að geta risið aftur til vinnu af fítonskrafti eftir nokkurra stunda svefn. Þetta var nokkuð, sem Bertil hafði tileinkað sér vegna hinna sorglegu endaloka föður hans. Faðir hans hafði verið yfirlæknir á geðveikrasjúkrahúsi, og lét af- komu allra sjúklinga sinna snerta sig svo persónulega, að það reið vinur minn. Þegar þú yfirgefur deildina eftir dagsverkið, þá læstu þar allt inni, taktu engar áhyggjur með þér heim. Ekkert, ekki svo mikið sem að sjúklingur hvarfli að þér utan vinnutímans." „Þessu lofa ég, pabbi.“ Viku eftir að Bertil var aftur kominn til vinnu, fékk hann fregnir af sjálfsmorði föður síns. Ábyrgðin og meðaumkunin við sjúklingunum var orðin of mikil fyrir hann. Bertil hafði farið að ráði föður síns, frami hans hafði verið ör, og nú var hann hólpinn, öruggur og hamingjusamur með tilveruna. Viðræðufundirnir, sem hann hélt með starfsliði sínu um sjúklingana, Mini er mest selda bifreiðin í Englandi. Hefur framhjóladrif. Lipur og létt í akstri. Er rúmgóð o.g gott útsýni. Kraftmikil vél, en þá sparneytin. GARÐAR GÍSLASON H. F. Bifreiðaverzlun. — Sími 11506. honum að lokum að fullu. Bertil hafði sagt henni frá síðasta samtal- inu við föður sinn. Hann hafði komið heim í jóla- leyfi, og hafði orðið bilt við, er hann tók eftir þeim breytingum, sem orð- ið höfðu á föður hans. „Þú slítur þér út, pabbi.“ „Já, sonur minn. Þessi bannsetta atvinnugrein hefur gjörsamlega dregið úr mér allan þrótt. Veldu þér hana ekki, farðu í aðra sér- grein.“ „Já, en pabbi. Þú veizt, að ég á enga ósk heitari en þá, að feta í fótspor þín, en vitanlega eru það börnin, sem eiga hug minn allan.“ „Já, já, þú hefur alltaf vitað hvað þú vilt, drengur minn. En eitt gott ráð vil ég samt gefa þér í veganesti, höfðu ekki neikvæð áhrif á hann, miklu frekar örvandi. Margit hafði tekið eftir hve augu hans Ijómuðu, á meðan á þessum fundum stóð, þegar hann sat ásamt hjúkrunarkonunum, læknum og öðr- um í starfsliðinu, þessu fólki, sem eins og hann, hafði helgað líf sitt þeim tilgangi að hjúkra og hjálpa litlum hjálparvana börnum, svo þau mættu alast upp sem heilbrigðar og eðlilegar manneskjur. Klukkan tvö þennan dag átti einmitt að halda einn slíkan fund, og Margit beið raunverulega með óþreyju eftir því, að klukkan yrði tvö. Sjálf þurfti hún að bera upp tilfellið um hann Nisse. Hún hafði oft látið í veðri vaka, að tími væri kominn til að útskrifa Nisse frá sjúkrahúsinu. Vera hans þar virtist ekki gefa neinn árangur, og það eina, sem upp úr henni hafðist, var aukinn erill fyrir hjúkrunarkonurnar og læknana, og truflunin fyrir hina litlu s'úk'inga. „Nú, hvað hefur aðstoðnrmaður minn að segja í dag,“ spurði Bertil hana, er fundurinn hafði haíizt. „Það er Nisse, aftur,“ sagði hún ákveðinni röddu. „Mér finnst við verðum að útskrifa hann strax. Þið þekkið öll hana Evu litlu, í morgun heyrði ég hana nota mjög cheflaðan munnsöfnuð. Mér brá við. og þegar ég spurði hana á eintali hvar hún hefði lært þessi orð, sagði hún: „H.iá Nisse," og horfði á mig stórum sak- leysisaugum. Þið getið ímvndað ykkur, að þetta fékk heilmikið á mig, og við berum ábyrgð á þeim öllum.“ „Þetta var ein heljar löng skýrsla," sagði Bertil brosandi, „og nú skulum við, sennilega í fimmtug- asta skiptið, taka fyrir tilfellið Nisse, sem virðist liggja Margit svo mjög á hjarta. Persónulega vil ég hafa hann hér svo lengi sem mögu- legt er. Reyndar þykir mér leitt. að í þessum mánuði höfum við orðið að vísa frá sjúklinvum, helzt vildi ég taka bá alla inn. Ég læt mér einna helzt detta í hug að taka Nisse með mér í sumarleyíið, og gefa honum kost á að alast upp eins og önnur börn.“ „Drottinn minn dýri,“ hálfhrópaði Margit í skelfingu. Það væri bá aldeilis félagsskapurinn, s?m Sofie vantar helzt!“ ,,Það er ekkert alvarlegt, sem að Nisse er,“ sagði yfirhjúkrunarkon- an rólegri röddu, að venju. „Hann er bara mjög óhamingjusamur. Þið ættuð að sjá augu hans um heim- sóknartimann. Því miður getum við ekki litið í öll horn allan daginn, svo fyrir kemur, að hann laumast framhjá okkur inn í heimsóknar- herbereið. Við fáum ævinlega kvart- anir frá foreldrum, sem vilja fá að vera í friði með sínum börnum, en Nisse lan.gar aðeins til þess að vera aðnjótandi mannlegrar hlýju og samveru við einhvern." „Já, einmitt," sagði Bertil hugs- andi, „allt stafar þetta af löngun hans eftir kærleika. Ef við aðeins gætum fengið móðurina til þess að koma hingað og tala við hann. Víst í hundrað skipti er ég búinn að reyna að hringja til hennar, og fá hana til þess að koma og heimsækja hann, eða að minnsta kosti tala við okkur, en hún vill alls ekki koma. Þó hef ég heyrt frá mörgum, að hún sé góð húsmóðir og hugsi vel um hin börnin sín, og ekki er fá- tæktinni fyrir að fara á heimilinu heldur. Mér er skapi næst að fara heim til hennar einhvern daginn og tala alvarlega við hana.“ Nisse fékk að vera kyrr á sjúkra- húsinu, jafnvel þótt biðlistinn væri langur, og lengdist með degi hverj- um. Sofie sat umkringd af leikföng- unum sínum án þess að hreyfa við þeim. Barnfóstran, Olga, sat úti við glugga með bók í kjöltu sér, en gaf barninu hornauga við og við. VIKAN 8. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.