Vikan


Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 2
VORTIZKAN 1963 KARLMANNAFÖT TWEEDJAKKAR TERRYLENEBUXUR Úrvalið er glæsilegra en nokkru sinni fyrr GEFJUN Kirkjustræti í fullri alvöru: VANRÆKSLA Maður rekst alltaf öðru hverju í blöðum og tímaritum á skrif um málvöndun, nýyrðamyndun og mál- hreinsun, auk þess sem út af þessu spinnast oftlega hinar áköfustu deil- ur manna á milli, og er þetta allt saman gott og blessað. En mér finnst þó einn þáttur í þeirri viðleitni manna að gera móðurmálið sem feg- urst og fullkomnast, svívirðilega vanræktur. fslendingar hreykja sér oft af því, að ekkert mál í heiminum sé betur fallið til orðmyndunar en íslenzkan. Vel getur verið, að þetta sé allt saman satt, en við verðum engu að síður að horfast í augu við þá sárgrætilegu staðreynd að ís- lenzkan er í mörgu fátæk og stend- ur málum nágranna okkar stundum langt að baki. Nýyrðaspekingar keppast með sveittan skallann við að mynda nýyrði yfir þau orð, sem sífellt eru að koma „á markaðinn“, og hafa þeir því miður sjaldnast erindi sem erfiði. Þessi málhrein- leikahroki íslendinga gengur orðið of langt. Ef fram kemur nýtt, erlent orð, sem mætti íslenzka með góðu móti og nota þá hina erlendu uppi- stöðu orðsins, verður að finna eitt- hvert orðskrípi yfir þetta sama orð, sem engum dettur samt í hug að leggja sér í munn. Menn nota þau erlend orð, sem þeim eru tömust, enda tekst þeim treglega að tjá sig með allflestum af þessum orð- skrimslum, sem ætlazt er til að all- ir föðurlands- og málsvinir temji sér. Og nú kem ég loksins að efninu: Á meðan orðmyndunarspekingarnir okkar keppast við að finna íslenzk orð yfir ný erlend orð, gleyma þeir öðru. (ég vil skjóta því hér inn í, að allflest þau nýyrði, sem orðmynd- unarspekingarnir eru að bisa við að snúa á íslenzku, eru tæknileg orð, sem notuð eru næstum eingöngu af fagmönnum, og til þess að gera sig skiljanlega, verða þessir fagmenn einfaldlega að nota erlenda — mér liggur við að segja: alþjóðlega — tækniorðið, e. t. v. með svolitlum keim af íslenzkri áherzlu og fram- burði). Nei — orðmyndunarspeking- arnir okkar ættu fyrst að snúa sér að öðru og öllu merkilegra verk- efni: að finna upp íslenzk orð yfir fjöldann allan af erlendum orðum — ekki tæknilegum — sem hverjum útlendingi eru töm og nauðsynleg til eðlilegrar tjáningar. Hlutverk máls- ins er nú einu sinni að tjá hugsanir — og oft vill það — því miður —• Framhald á bls. 32. 2 — VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.