Vikan


Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 39

Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 39
DÆGUR ÓTTANS. Framhald af bls. 29. með straumnum. Hann kinkaði vin- gjamlega kolli til dyravarðarins, til kvennanna við símaborðið bak við glervegginn í anddyrinu og til skrifstofustúlknanna ungu, sem voru þegar farnar að vinna af kappi við ritvélar sínar í skrifstofunni fyrir framan einkaskrifstofu hans. Þegar hann sat um síðir við skrif- borð sitt, réðst hann á póst dagsins af þvílíku kappi, að tvær hraðrit- unarstúlkur áttu fullt í fangi með að fylgjast með honum. Síðan leit hann á skrána yfir þá, sem lagðir höfðu verið inn um nóttina, og las sjúkralýsingu Andy Grays varðandi Bert Rilling. Enginn annar en Gray hefði getað bjargað lífi ölgerðar- mannsins, hugsaði hann ... og eng- inn vafi lék á því, að Rilling myndi verða enn einn bandamaður Cather- ine, þegar ekki yrði lengur hægt að skjóta á frest vandamálinu varðandi flutning sjúkrahússins. „Afsakið, en ...“ Hann settist upp snögglega. Einka- ritari hans leit á hann rannsakandi augum gegnum svört hornspangar- gleraugun. „Já, hvað er það, ungfrú Steele?“ „Það situr lögregluforingi þarna frammi og bíður eftir yður ásamt manni frá ríkislögreglunni. Þeir segja, að þér eigið von á þeim.“ Hurlbut aftur! Martin Ash hleypti brúnum dálítið gramur. Helzt lang- aði hann til að skjóta þessum fundi á frest, þar til eftir hádegisverð, en hafði engar almennilegar afsakanir á reiðum höndum. „Segið þeim, að ég verði tilbúinn eftir andartak." Áður en Ash stóð á fætur frá skrifborði sínu, hringdi hann til handlækningadeildarinnar til að fá síðustu fréttir af manninum, sem lent hafði í brunaslysinu. Mannin- um leið nú mun verr en áður, eins og við var að búast. Enn voru djúpar áhyggjuhrukkur á enni Ash, þegar hann opnaði dyrnar fram í litla her- bergið, þar sem hann var vanur að taka á móti einkasjúklingum sínum. Enda þótt ritari hans hefði sagt honum, að Hurlbut væri ekki einn, nam hann samt staðar dálítið skelk- aður, þegar hann mætti rannsakandi augnaráði Don Saunders. Þegar rík- islögreglan fól honum rannsókn einhvers máls, hlaut það að vera mjög alvarlegt. En þessi duglegi, skapharði leynilögreglumaður var mjög vingjarnlegur, þegar hann rétti honum höndina. „Ash læknir, ég veit, að þér eigið annríkt. Ég skal reyna að vera stutt- orður ...“ „Hafið þér handsamað glæpa- manninn?“ „Nei, því miður ekki. Getið þér veitt okkur aðstoð við það?“ „Nei, herra Saunders. Sjúklingur- inn, sem við tókum við í gær eftir slysið, hefur ekki fengið rænu aft- ur. Og því miður fer líðan hans versnandi með hverri klukkustund." Saunders brosti — þetta var ein- kennileg, köld gretta. „Hurlbut lög- regluforingi og ég erum búnir að vera uppi hjá honum. Við getum víst afskrifað hann. Hvað haldið þér, Hurlbut?" Lögregluforinginn kinkaði kolli og hagræddi sér í hægindastólnum. „Mér er það hulin ráðgáta, að hann skuli ekki vera dauður fyrir löngu.“ Ash yppti öxlum. „Það getum við þakkað hinum dásamlegu, nýtízku lyfjum okkar. En ég er hræddur um, að þér megið ekki búast við að fá neinar upplýsingar hjá honum.“ „Samt getur hann orðið okkur til nokkurs gagns, ef við förum rétt að öllu saman." Saunders laut fram og honum var mikið niðri fyrir. „Það um hans kom upp um hann. „Það skiptir engu máli, hvað mér finnst eða ekki. Að einu leyti harma ég, að Hurlbut lét þetta smáræði síast út, en ef til vill getur það orðið okkur til gagns. Það leikur enginn vafi á því, að við stöndum andspæn- is morðingja — mjög hættulegum manni — og ef hann les hinar ýmsu fregnir, sem blöðin hafa birt, og veltir þeim dálítið fyrir sér, verður hann ef til vill sammála sjálfum sér um, að hyggilegast muni vera að þagga niður í sjúklingi yðar í eitt skipti fyrir öll.“ aður, að hann komi úr fylgsni sínu. Setjum nú svo, að honum skjóti raunverulega upp og hann sleppi úr höndum okkar — en skilji eftir vítisvél sína .. .“ „Haldið þér, að hann hiki ekki við að sprengja heilt hverfi í New York í loft upp — bara til að þagga niður í sjúklingi okkar?“ „Ef til vill telur hann, að það sé ekki ómaksins vert. Enginn okkar veit það með vissu.“ „Og hvað viljið þér þá að ég geri?“ Framhald í næsta hlaSi. Nivea lnnlheldur Eucerlt — efni skylt húSlitunni — frá l>vl stafa hin gðSu áhrif þess. ÉG NOTA NIVEA EN ÞÉR? Núið Nivea á andUtið aS kveldi: »á verður morgunraksturlnn þægilegri og auSveldari. Og eftir raksturinn hefur Nivea dásamleg áhrif. __ GOTT ER AÐ TIL ER NIVEA! Látið NIVEA fullkomna raksturinn. N',V£A V er þess vegna, sem við erum komnir — til að biðja yður að veita okkur aðstoð.“ „Ég skil ekki, hvað þið eruð að fara. Að hvaða leyti gæti ég orðið ykkur hjálpsamur?“ „Þér hafið vitanlega séð árdegis- blöðin?“ „Ég leit aðeins á fyrirsagnimar.“ „Eins og þér vitið, skýrði Hurlbut frá því í gær, að mennirnir tveir, sem urðu fyrir slysinu, væru frá Brookhaven. Blað Collins hefur auðsýnt mikinn þegnskap og sagt söguna, eins og okkur kemur bezt. Því miður verður það ekki sagt um minni blöðin. Eitt af þeim hrópar upp um, að atommorðingi leiki laus- um hala á Manhattan .. „Trúið þér því sjálfur?“ Andlit Saunders var sviplaus gríma; aðeins örlítill glampi í aug- Hurlbut var bersýnilega þeirrar skoðunar, að hann yrði einnig að láta ljós sitt skína þarna. „Þau skrifa öll, að við búumst við að upplýsa málið á hverri stundu,“ sagði hann þurrlega. „Og þau ljúga svo senni- lega um þetta, að það lá við, að ég tryði því!“ Martin Ash lyfti annarri hendi til að komast að. „Þér hafið útbúið ágæta gildru, lögregluforingi,“ tók hann til máls, „en ég fæ ekki séð, hvers vegna ég ætti að vera hluti af beitunni . ..“ „Það eruð þér heldur ekki, Ash læknir,“ svaraði Hurlbut. „En East Side-sjúkrahúsið er enn gildra. Menn mínir eru enn á verði um- hverfis sjúkrahúsið, og við leitum í sífellu um allt hverfið — einung- is af því að við vonumst til þess, að afbrotamaðurinn verði svo skelk- Játning Vikumanna. Framhald af hls. 21. eru gerðir næst, og að vera viss um að allt sé skýrt og greinilega tekið fram, til þess að misskilningur komi ekki upp síðar. Kannski hefur einhver líka farið að undrast hvernig í ósköpunum ljósmyndarinn hefði getað tekið all- ar þessar myndir af okkur, hvar sem við vorum staddir utan í lóðréttum klettunum. Sá maður hefði hlotið að hafa vængi, sem hefði tekið þær myndir. En Kristján hefur ekki vængi, og vafasamt að hann fái þá nokkurntíma eftir þessar blekk- ingar. Annars verðið þið að viðurkenna það, að það er mikið þægilegra að liggja á maganum á sléttri klöpp, heldur en að klífa upp í Eldey. Og þótt við séum tilbúnir hvenær sem er, til að stofna lífi okkar í hættu bara til að skemmta ykkur, lesend- ur góðir, þá er þetta óneitanlega þægilegri og öruggari aðferð. Þannig var „hagnýting nýjustu tækni og aðferðir til ljósmynda- töku“ hjá okkur. En við höfðum bæði gott af úti- verunni þennan dag, og gaman af tiltækinu. Satt að segja vorum við hlæjandi allan daginn og áttum fullt í fangi með að stilla okkur á meðan myndirnar voru teknar. Hugsið ykkur t. d. þegar mynd- in er tekin af okkur þegar við er- um að draga Sigurð upp á bjargið. Sennilega er aðferðin alls ekki tæknilega rétt, en það gerði lítið til því að barðið, sem við drógum Sigurð uppá var svo lágt, að hann átti fullt í fangi með að beygja sig niður undir það, svo að myndin gæti orðið eðlileg. Nú vonum við bara að þið missið ekki alveg trúna á efni Vikunnar almennt. Okkur finnst nauðsynlegt að lífga dálítið upp á það með skrýtnum tiltækjum og gamni ann- að slagið, og til þess að gera eins gott úr þessu og okkur er mögu- legt, hefur Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi skrifað fyrir Vikuna grein um Eldey, uppgöngu Hjalta og félaga hans og ýmis konar annan fróðleik um eyna, en Þorsteinn hef- ur safnað ógrynnum af gögnum um þessa ey ■— og raunar fleiri — hefur með höndum talningu fugls í eynni eftir loftmyndum, og veit manna mest um flest það, er Eldey við- kemur. G. K. VIKAN 19. tbl. — 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.