Vikan


Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 47
FIAT fyrir fjölskylduna Saraeinar flesta kosti litlu bílanna. Sparneytinn, og- ódýr. Verð aðeins 101 þús. krónur. Laugavegi 178 Sími 38000 um, lét Aggie um aS komast út eina síns liðs, og hljóp yfir rykgráa, sól- sviSna flötina upp aS aSaldyrunum. „Hvar er hún?“ kallaSi hann. „Hvert var fariS meS hana?“ Hjúkrunarkona (hann sá hvítan klæSnaSinn og gullnæluna en ©kk- ert andlit) hraSaSi sér til móts viS hann. „Nei, nei, hún var flutt inn í slysadeildina. Þeir gera allt, sem i þeirra valdi stendur." „En ég verS aS fá aS sjá hana.“ „Nei, nei, fyrir alla muni. GeriS svo vel aS fá ySur sæti þarna og bíSa.“ Honum fannst sem úr sér drægi mátt. ÞaS er aS ná tökum á mér, sagSi hann viS sjálfan sig. Koma fram viS mig hefndum. Hann leyfSi hjúkrunarkonunni aS leiSa sig aS stórum og djúpum leSurdregnum hægindastól. Hann gróf likama sinn i djúpri mýkt hans, fól andlitiS i höndum sér. Eftir andartak fann hann hönd lagSa á öxl sér. Honum varS lítiÖi upp og sá i gráfölt andlit Aggie, eiginkonu sinnar. Hún lagSist á hnén viS stólinn, þar sem hann sat. „ViS verðum aS biðja,“ hvislaði hún. „Biðja til guðs.‘ Hann heyrði sjálfan sig biðja. „ó, almáttugur guð, gefðu aS hún lifi, gefðu að hún lifi. Ég skal allt til þess vinna. Ég skal verða betri maður. Ég skal verða góður maður. Ég veit að ég hef verið illmenni ...“ „Nei, nei, Clete,“ tók Aggie fram í fyrir honum. „Það hefur þú ekki verið,” hrópaði hún. Honum brá við. HafSi hann beð- ið upphátt? Og hann bað þögull meS sjálfum sér. Ó, almáttugur guð, gefðu að hún lifi, gefðu að hún lifi. Öll vitund han,s, allt hans hold, blóð og bein, lagðist á eitt i bænar- ákalli hans. Allt það, sem var ó- dauðlegt í honum sjálfum, kallaði hana fram úr riki skugganna. Og það var eins og hann tryði því, að hann gæti með sameinuðu átaki líkama og sálar lyft henni upp af hyljum myrkursins í birtuna og ijósið; svo skelfdist hann allt í einu mikillæti sitt og bað guð að gefa sér auðmjúkt hjarta. En engu að síður barðist hann enn i bæn sinni um líf hennar. Hún verður, verður, verðúr að lifa. Hún má ekki deyja. Hann hóf upp hendur sinar. Sál hans og líkami hóf sig i bæn fyrir lífi litlu telpunnar. „Clete„“ heyrði hann einhvern segja. „Clete, hlustaðu á mig sem snöggvast.' Hann leit upp. Emory Barnes fó- geti stóð framrni fyrir honum, mik- ill maður vexti og feitur, órakaður, hélt á hattinum i hendinni, grá skyrtan hans rennvot í gegn af svita. „Clete,“ endurtók hann. „Mig tekur þetta sárt, Clete.“ „Ég veit að þig tekur þetta sárt, Emory, og ég met það við þig.“ „Þú vildir ef til vill tala við pilt- inn, sem fyrir þessu varS?“ Clete stóð upp. Aggie, sem hvarf nú aftur i gleymsku, reis seinlega á fætur. Nokkrir af nágrönnunum stóðu úti i horni og horfðu þögulir á þau. „Já,“ svaraði Clete. „Láttu hann koma hingað.“ „En athugaðu það, Clete, að hann átti enga sök á þessu,“ mælti fóget- inn enn og tvísteig frammi fyrir honum. „Ég yfirheyrði tvo sjónar- votta, og þeim ber saman um að hann hafi alls ekki ekið hratt, og að litla telpan ykkar hafi hlaupið beint fyrir bilinn.“ „Ég sagði þér að láta hann koma hingað.“ „Clete .... ég vara þig við, sjálfs þín vegna ...“ „Láttu hann koma.“ „Clete,“ mælti Aggie lágt og lagSi hendina á arm honum. „Mundu hvaS segir í biblíunni: Dæmið ekki ...“ Fógetinn hikaði enn, sneri loks fram á ganginn og kallaði „Allt í lagi, George. Komdu hingað.“ Ungl- ingurinn (George, Clete vissi ekki seinna nafnið) nálgaðist hægum skrefum, tiltrandi og náfölur. Hann nam staðar frammi fyrir Clete eins og hann stæði fyrir dómi, en endur- tók, „það var ekki mér að kenna, herra Miller, ég sver aS það var ekki mér að kenna.“ Hann beið í kvíða og örvæntingu. „Mig tekur þetta sárt,“ livíslaði hann að lokum. Clete kinkaði kolli. „ViS verðum að fyrirgefa," sagði hann. „Á slikri stundu sem þessari, verðum við að fyrirgefa.“ Barnes fógeti varp þungt öndinni. „Allt í lagi, George,“ sagði hann og gaf piltinum bendingu. „Farðu út- fyrir og dokaðu þar við. Ég geri ekki ráð fyrir að nieira verði gert úr þessu.“ Pilturinn hélt á brott út að dyr- unum og hvarf út. Barnes fógeti virti Clete fyrir sér nokkur andartök. „Clete,“ sagði hann og kinkaði kolli. „Þú ert góð- ur maður ...“ „Það veiztu að hann er, Emory Barnes,“ hrópaði Aggie, af slíku skapi, að enginn hefSi trúað henni til. „ÞaS er leitt áð' þú skyldir ekki gera þér það ljóst áður en þú sveikst hann.“ „Aggie,“ sagði hann með festu og ástúð i senn. „Róleg, Aggie, viS verðum að fyrirgefa. GuS tekur ekki bænir okkar á þessari stundu til greina nema við fyrirgefum eins og okkur verður fyrirgefið.“ „Clete,“ mælti Aggie bænarrómi. „Clete, vertu ekki að ásaka mig, eins og á stendur." „ÞaS geri ég ekki heldur, Aggie. ÞaS geri ég ekki. Okkur er ekki að öllu leyti sjálfrátt ...“ „Hvar er læknirinn?" spurði hún. „Hann hlýtur að geta sagt okkur eitthvað.“ Fógetinn kinkaði kolli og gekk inn á ganginn. Kom aftur að vörmu spori og sagði að læknarnir vildu ekkert láta uppskátt enn. Hjúkrun- arkonu bar að, hún sagði að það væri einhver í símanum, sem vildi tala við Clete Miller. „Ég get ekki,“ sagði hann en hikaði við. „Ég get það ekki núna,“ sagði hann, en hélt þó á eftir lijúkrunarkonunni um dimman gang inn i myrka og þrönga skrifstofu. Hann tók talnemann og hvislaði: „Já?“ SiSan hlustaSi hann VIKAN 19. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.