Vikan


Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 16
Undir kvöld að afliðnum einum af þessum brunaheitu sólskinsdögum — þegar rykmekkirnir stíga trylltan dans eftir hverri vegarbrún, laufin hanga máttvana og hræringarlaus á limi eikartrjánna, menn og dýr skreið- ast áfram með blóðhlaup í æðum undir heiðlogandi himni — að afliðnum einum slíkum degi, i þann mund sem stjörnurnar tóku að tindra eins og litlir lampar fjarst í vestri. varð sex ára telpa að nafni Rósa Bella Miller fyrir bil úli fyrir heimili sínu í hænum við tóbaksekrurnar. Eftir fyrstu stöðvunargrip liemlanna rann híllinn áfram nokkur fet áður en bílstjórinn, ekki enn afvitandi, ef til vill, en þegar svipstjarfur af skelfingu, beygði krappt út af götunni. Höggsláin að framan lenti á bol eikartrés, ekki harkalega, liægt, dumpandi. Hreyfillinn stöðvaðist með hryglusogi. Framdyrunum stýrismegin var hrundið upp. Bílstjórinn, kannski tuttugu ára, með óharðnað andlit sem elzt hafði skyndilega, stökk út og hljóp til baka þangað sem Rósa Bella Miller lá. ,Hann kraup við hlið henni. Blár I^jóllinn var þegar blettaður hlóði á öxlunum við kragann. Langhærðir livarmar hennar voru lulctir, en munn- urinn opinn. Andardrátturinn bærði örlítið rykið á götunni þar sem hún lá. „Guð minn góður,“ hvíslaði bílstjórinn. „Hún hljóp beint fyrir bílinn.“ Hann leit upp, krafðist þegar sýknunar, þó að enginn væri þarna enn sem heyrði til hans. „Ég gat ekki komið í veg fyrir ])að, hvíslaði hann. „Það var ekki mér að kenna. Hún liljóp beint fyrir bílinn hjá mér.“ Hann rétti úr sér og leit í kringum sig í hræðslu og örvæntingu, hafði allur elzt, eins og andlitið, í einni svipan. Bósa Bella Miller hafði verið að ljúka við kvöldverðinn með foreldrum sínum, farið með diskinn sinn og mataráliöldin fram í eldbúsið, og eftir að móðir hennar hafði veitt henni leyfi til þess og faðir liennar kysst hana og faðmað hana að sér, hljóp hún út til að leika sér við dóttur nágrannans, hinum meginn við götuna og tveim dyrum austar. Foreldrar hennar höfðu ekki heyrt dumban árekstur krómsins og stálsins við holdið og beinin. Móðir hennar, Agnes (eða Aggie) var að taka saman það, sem eftir var á borðinu og fara með það fram í eld- húsið. Faðirinn, Cletus (Clete) Miller, hafði hort á eftir dóttur sinni, þegar hún hljóp út úr stofunni, svipur hans Ijómaði af ástúð og ánægju. Nú varpaði hann frá sér pappírsþurrkunni og setti upp svip, sem helzt mátti af ráða að hann væri maður sem neytti matar af þvi ekki yrði hjá þvi komizt, og jafnvel frekar sér til gremju en ánægju. 16 VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.