Vikan


Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 50
Hann fann hvernig augnlokin sigu og limi hans þraut allan mátt. Hann reyndi ac5 hrista af sér mókið. ÞaS var ekki viðeigandi að sofna þarna eins og á stóð. Aggie kom hon- um til aðstoðar og tók um hönd hans. Hann spennti fingur herinar, það lá við að sú litla áreynsla þreytti hann, svo máttvana var hann. Hann varð gagntekinn hvíld og friði. Það var ekkert, ekkert ... og læknirinn stóð frammi fyrir honum. Clete reis seinlega úr sæti, róiegur og innilega þreyttur. Engin undr- un varð á honum séð, ekkert þakk- læti, ekkert halelúja, þeigar hann heyrði læknirinn segja: „Það verð- ur allt í lagi með hana.“ Clete minntist þess, sem hann hafði svo oft séð í sjónvarpinu. Þannig var það líka alltaf i sjónvarpinu: Lækn- irinn á hvíta kuflinum (með dýr- lingssvip og mælandi dýrlingsröddu) sagði líka alltaf, það verður allt i lagi. En Clete var um megna að leika sitt hlutverk. Hann gerði einungis að kinka kolli. Hann hafði nefni- lega verið þess fullviss nokkra hríð, að allt mundi verða í lagi. Hann var RENAULT. Framhald af bls. 31. gír á ferð. Hann er aðeins til hess að taka af stað í. Mér fannst að það þyrfti svolítið að átta sig á þriðja gírnum, hann er lengra í burtu en mér fannst eðlilegt í fyrstu. Stjórn- tækin eru öll við hendina; Ijósin eru kveikt með smellurofa neðan á stýrisstönginni; biðljós kveikt með sams konar rofa ofan á, ljósastillir er í armi út frá stýrisstöng vinstra megin; þar er líka flauta, lágvær eintóna ef ýtt er laust á en hávær tvítóna ef betur er fylgt eftir. Hægra megin er stefnuljósaarmur. Þurrku- rofinn er í borði vinstra megin og þar er einnig rúðusprauta, og kraft- mikil miðstöðin er stillt fyrir miðju. R-8 er með eina skemmtilega og þægilega nýjung, sem áreiðanlega á eftir að ganga aftur í fleiri bíl- um. Þeir hafa sleppt alveg smá- gluggunum framan við aðalrúðuna á framhurðinni, sem ætlaðir eru til þess að fá þægilega loftræstingu. í staðinn eru litlar ristar, sín hvor- um megin í mælaborðinu, sem gust- sér upp verkstæði fyrir Renault á Grensásvegi 18. Svo er bara að spjara sig. Vél: 48 ha, fjögra strokka, 956 ccm. Borvídd 65 mm, slaglengd 72 mm. Vatnskæld með innsigluðu kælikerfi, liggur aftan í. Drif á aft- urhjólum. 4 gírar áfram, allir sam- stilltir nema fyrsti. Lengd 3,99 m, breidd 1,49 m, hæð 1,41 m. Hæð undir 20 cm. Beygjuradíus 4,7 m. Hámarkshraði 130 km. Viðbragð 0—80 km á 13,9 sek. Þyngd 810 kg. Verð (fyrir nýju tollskrána) 144 þúsund. — Umboð Columbus. ★ SKYSSAN. Framhald af hls- 34- stæðum, herra minn. Þér yrðu'ð mjög undrandi, ef þér sæjuð' lista yfir viðskiptavini mína. Colonel Ingalls sagði hægt: — Vilduð þér vera svo góður að sýna mér bréf bróður mins. —• Ah, sagði hr. Joreth og gerði stút á munninn. -— Þetta er ó- sanngjarnt af yður, Colonel. — Þér hljótið tð sjá að ég get ekki liaft það. Dað væri vægast Höndin með stafnum tók snögg- lega viðbragð, og stafurinn slóst harkalega i úlnliðinn á hr. Joreth. Skammbyssan flaug úr hendi hans og skrölti eftir gólfinu, og Colonel Ingalls sparkaði i hana fyrir aft- an hann. — Það er ekki mál þeirr- ar tegundar, sem ættingjar prests vildu gera opinbert, er það? Þeg- ar þér lesið um dauða einhvers, hvað er til að aftra yður í að senda reikning? Mjög oft borga ættingj- arnir og þegja síðan. Mjög kænlegt hragð, herra. Hr. Joreth tók um úlnliðinn og kveinkaði sér. Ég slcil ekki þessa vitleysu ..., sagði hann. — Hvernig dirfizt þér . . .? — Sannarlega, sagði Colonel Ingalls. — Undir venjulegum kring- umstæðum væri mér lika ómögu- legt að skilja þetta, herra, en i þessu tilfelli gerðuð þér skyssu, herra minn. Það vill svo til að ég er alveg sannfærður um að bróðir minn heitinn pantaði engar bæk- ur hjá yður, einnig að hann geymdi jjær aldrei leynilega eða las þær leynilega. Þess hefur áreiðanlega BIFREIÐA-FERÐA FULLKOMIN ÞJÓNUSTÁ TRYGGINGAR FYRIR SANNVIRÐI - GRFIDDUR TRYGGING TEKJUAFGANGUR SIÐAN 1949: 37 MILLJÓNIR KR. SÍMI 20500 maður trúaður, hann hafði snúið sér til guðs í bæn. „Henni voru gefin deyfilyf, svo að hún sefur eins og er,“ mælti lækn- irinn enn. „Hún vaknar snemma i fyrramálið. Kannski getið þið feng- ið að sjá hana þá.“ Læknirinn beið. Örvæntingarfull- ir foreldrar spyrja alltaf margs. Þeir vilja fá að vita hvert smáatriði. En þessir foreldrar yfirgáfu hann án þess að spyrja neins og héldu rak- leitt til dyra. Læknirinn var ný- kominn til starfa þar í borg. Langt að. Hann fann, áð sér mundi aldrei takast að skilja þetta fólk. Clete ók hægt heimleiðis. Tók víð- ar beygjur fyrir hvert horn. Þegar heim kom, settist Aggie í sauinastól- inn sinn i dagstofunni og teygði fram langar, magrar býfurnar. Það minnti hann á fætur Clemmy, langa, óhreina, nakta og blæðandi. Hann gekk fram í eldhúsið, nam staðar við borðið og sá að Aggie hafði, áreiðanlega í fyrsta skiptið i hjú- skap þeirra hlaupið frá diskum og mataráhöldum hálfþvegnum. Hann fann hreint glas, fyllti það af köldu vatni og drakk úr því í einum teig. Svitadroparnir stóðu á enni hans. Skyrtan loddi við hann. Hann brá sér úr henni og fleygði henni á gólfið. Síðan gekk hann út á bak- dyraþrepin. Næturgolan svalaði honum. Dvergfururnar í garðinum bar við myrkan himininn. „Guði sé lof og dýrð,“ hvíslaði hann. Stjörn- urnar tindruðu. Blikuðu og döns- uðu fyrir tárvotum augum hans. ★ ar inn um, ef á þarf að halda. Þetta er stórsniðugur og sáraeinfaldur út- búnaður. Annars er hægt að skrúfa niður rúðurnar í báðum framhurð- unum, en það er bókaskápasystem á rúðunum í afturhurðunum. Það er mikil orka í þessum bíl. 48 hestar, og þeir þurfa ekki að knýja nema 750 kg, enda fara þeir létt með það. Og hámarkshraðinn er 145 km. Mér fannst 100 eiginlega alveg nógur hraði, og þá er farið að heyrast dálítið hátt í mótornum. En það er hægt að halda þeim hraða langtímum saman, ef vegur- inn og umferðin hindra ekki. Að ytra útliti er þetta fallegur og stílhreinn bíll. Hurðirnar líta út fyrir að vera heldur litlar, en það er auðvelt að komast upp í bílinn og fara út úr honum, enda er hann fjögurra dyra. Það er einna verst að komast út undan stýrinu, að minnsta kosti fyrir fótalanga. Vélin er að aftan og drif á afturhjólum, og það er ekki alveg laust við að maður finni það á hallandi eða mis- kúptum vegi, að mótorinn er aftaní. — Farangursrúmið framan í er rúmgott og vel aðgengilegt, og vara- hjólið í sérgeymslu undir því. Þetta er eigulegur gripur •— eða svo finnst mér. En það gildir hið sama um hann og marga aðra: Möguleikinn til þess að eiga hann hér, er fyrst og fremst kominn undir því, að umboðið standi sig með viðgerða- og varahlutaþjónustu. Viljinn til þess sýnist vera fyrir hendi, a. m. k. hefur það nú komið sagt frekt af mér að geyma nokkuð, sem gæti skapað jafn mikil vandræði. Ég hef afrit af reikningnum, og það er nægj- anlegt, í þessu tilfelli, býst ég við. Þér hljótið að skilja aðstöðu mína. — Fyllilega, sagði Colenel Ing- alls, — það er staða svívirðilegs þorpara og bófa, og ég hef ánægju af að lúberja yður. Og hann þreif stafinn undan liandleggnum. Hr. Joreth renndi sér fimlega úr sæti sínu, greip símtólið á skrifborðinu og kastaði stól í veg fyrir Ingalls. — Miðstöð, sagði hann, -— ég þarf að fá lögregluna. Síðan rykkti hann í borðskúffuna og þreif skammbyssu upp úr henni. — Jæja, herra minn, sagði hann og sneri baki að veggnum. — Við skulum sjá. Ég hef orðið að þola miklar skammir af yður, en það er komið nóg af því. Að vissu leyti skil ég tilefnið til reiði yðar, þó að það af- saki ekki hegðun yðar. Ef þér vilj- ið sjálfur fara út héðan á stund- inni og senda mér ávísun fyrir upphæðinni, sem skuldin hljóðar á, skulum við' láta það gott heita. Ef þér kjósið heldur að bíða komu lögreglunnar . . . Colonel hélt fast um staf sinn. — Ég held, að ég kjósi heldur að bíða lögreglunnar, sagði hann af undraveðri stillingu. Ég var of fljótfær. Með tilliti til listans yfir þessa svokölluðu viðskiptavini, sem þér segið að myndi koma mér á óvart, þá eru vafalaust fleiri, sem málið snertir. ekki verið getið í eftirmælunum, en siðustu 15 árin var séra Ingalls svo ólánssamur að vera algjörlega blindur. Og hérna, herra minn, kemur lögregluþjónninn, sem þér báðuð um. ★ ÉJQ — VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.