Vikan


Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 4
Títeliið aðeins það beiia Aríslov'iwj't UNDIRKJÓLAR kr. 275,00 — 349,50 NÁTTKJÓLAR kr. 275,00 — 525,00 undirfatnaður úr þykku nælon er bæði fallegur og svo sterkur, að hann er nær óslítandi. Hvernig stendur á því... að tóbakstegundir á markaðnum eru svona ofboðslega misdýrar? Mér datt í hug að kaupa mér viður- kennt (líklega þó nokkuð gott) enskt píputóbak um daginn — og hvað heldurðu að dósin (smá-árans-dós) hafi kostað? Upp undir 250 krónur. Segi og skrifa: 250 krónur. Hvernig stendur á því, að framleiðendumir komast upp með svona okur? K. K. K. --------Framleiðendurnir kom- ast upp með svona okur einfald- lega vegna þess að neytendur eru ginnkeyptir fyrir þessum fjára. Þessi smá-árans-dós þín mundi sennilega fljótt lækka í verði, ef við neytendur værum nógu skyn- samir til að kaupa hana ekki. Þetta er ekki flóknara en það. Misskilningur... Stundum berast okkur bréf frá lesendum, sem biðja okkur ótrúleg- ustu bóna, svo sem að senda sér upplýsingar um hitt og þetta bréf- Iega. Þetta er auðvitað mesti mis- skilningur — við erum engin upp- lýsingaþjónusta fyrir einstaklinga. Þegar við veitum einhverjar upp- lýsingar í þessum dálkum, gerum við það jafnan af því að þær eiga erindi til fleiri en eins lesanda. Eitt slíkt bréf barst okkur frá Þór- disi á Dalvík, en hún má ekki vera að því að bíða eftir að Vikan komi út með svari við bréfi hennar, svo að hún sendir burðargjald með bréf- inu undir svarbréfið. Ég vona, að lesendur geri sér það ljóst, að starf- semi okkar er engan veginn fólgin í slíkri þjónustu. Þórdís þessi lýkur bréfi sínu á þessa leið: P. S. Ég les alltaf myndasögúrnar en mér finnst fram úr hófi staf- setninin í Binna og Pinna. -— ----Hvað finnst þér fram úr hófi, segirðu? er einfaldlega sá að taka þetta próf. Einfalt, er það ekki? Umkvörtun... Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður, því að ég er ekki mikið fyrir að kvartá. En ég get ekki setið á mér lengur með að skrifa. Þannig er mál með vexti að við fórum nokkrir saman í Háskólabíó til að sjá og heyra í hinum heimsfrægu Delta Rythm Boys og skemmtum okkur mjög vel. Svo nokkrum dögum síð- ar, sjáum við auglýst í öllum dag- blöðum að útvarpa eigi hljómleik- um með þeim og biðum við með óþreyju eftir þessu. (Þetta var aug- lýst á laugardag fyrir páska kl. 23.55). Svo þegar við skrúfum frá útvarpinu á þessum tíma, þá eru þeir takk fyrir búnir að vera, sungu kl. 21.20 og við töpuðum þar með af þeim. Kæri Póstur, ég eða rétt- ara sagt við, viljum biðja þig um að koma því á framfæri að þetta verði endurtekið. Með fyrirfram þakklæti Margir reiðir. Hár eða heysáta... Kæri Póstur. Við erum hérna tvær vinkonur og eigum í miklum erfiðleikum. Það er nú þannig mál með vexti, að við erum báðar með sítt hár og þurfum þess vegna að hafa mikið fyrir að lagfæra það. Við rúllum því ýmist út að neðan eða inn og eig- um því erfitt með að láta það rísa nógu hátt í hnakkanum því að ef það rís ekki nógu hátt þá er mað- ur svo lágkúrulegur. Þess vegna snú- um við okkur nú til þín kæri Póstur, þar sem þú hefur alltaf góð ráð við öllu. Finnst þér að við ættum að láta klippa okkur? Vonumst fljótt eftir svari. Tvær í vanda staddar. Próflaus ... Kæri Póstur! Fyrir rúmum mánuði tók ég bíl- próf. Á ökuskírteininu mínu stend- ur, að ég hafi rétt til að stjórna bifreið af annarri gerð en „leigu- bifreið til mannflutninga", „vöru- bifreið fyrir 5 smálesta farm eða meira“, „fólksbifreið fyrir fleiri en 16 farþega“. Hvers vegna er þetta? Þarf maður að ná ákveðnum aldri, hafa sér- staka reynslu eða hæfileika? Það myndi vera mjög hagstætt fyrir mig að hafa þetta „stærravörubílapróf". O. E. — — — Ég sé ekki annað en það liggi Ijóst fyrir að þú verð- ir að taka sérstakt próf til að öðlast þessi réttindi. Galdurinn — — — Nú, hvemig væri að „túbera“ sig ögn í hnakkanum? En í guðanna bænum ekki gera of mikið af þeim fjára. íslenzkar ungpíur hafa einhvern veginn fengið þá flugu í kollinn, að eng- in sé pía með píum nema hún geti blásið út á sér hárið, þann- ig að það líkist heljarmikilli hey- sátu. En allt er bezt í hófi. Ég veit satt að segja ekki hvar þess- ar hárprúðu píur hafa fundið fyr- irmynd sína, en eitt er víst, að sú fyrirmynd hefur naumast skartað jafnmyndarlegri sátu og margar íslenzku smádömumar, sem spóka sig á rúntinum á góð- kvöldum. Hárið er handhægasta náttúru- djásn konunnar, en hryggilegt er að sjá, hversu herfilega margar dömurnar misnota þetta djásn. ^ — VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.