Vikan


Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 46
nog a0 gera. Pétur og Valdimar hafa einka- umboð, og um leið alla flutninga á Coca-Cola á Akureyri, og Pétur fræddi mig á þvi að sala þar væri að stóraukast með hverju ári. Á afgreiðslunni hjá þeipi í Skipagötunni, hitti ég m. a. Agnar Stefánsson, sem unnið hefur lengi hjá fyrirtækinu, var áður fyrr mjólkurbílstjóri hjá þeim, en er nú hættur slikum akstri. Þráinn Jónsson, ungur maður og röggsam- ur, hefur starfað hjá þeim í 12 ár, og fær ekki að hætta, ef Pétur fær að ráða. Flutningarnir og starf- semin eykst stöðugt. Vegirnir eru helzta torfæran, og kosta fyrirtæk- ið um 300 þúsund krónur á ári i viðhaldskostnað á bílunum, enda ganga þeir úr sér óeðlilega fljótt, og þarf að endurnýja þá á fárra ára fresti. Það er ekki nóg að hafa góða bila, góða bilstjóra, góðan flutn- ing og gott veður. . . Vegirnir eru fyrir öllu, — og þeir eru ekki góðir. G.K. Svo verður hverjum ... Framhald af bls. 17. tára, að sjá hve Clete Miller unni þessari litlu, lokkagyltu dóttur sinni fölskvalaust. Hann bar hana á há- hesti þegar hann fór i pósthúsið á morgnana og herbergið hennar var fullt af lirúðum, sem hann hafði fært henni. Aldrei hafði hann blakað við henní hendi, livorki til að refsa henni né fyrir það' að honum rynni í skap við hana. Það kom fyrir, að hann grét á næturnar, þegar hann vakti og luigsaði um hana litlu dóttur sina, hana Rósu Bellu. Það gat ekk- ert illt leynzt í þeim manni (sögðu nágrannarnir) sem gat unnað barni eins og hann. En nú var Clete hættur að taka eftir þvi sem röddin sagði í símann, enda þótt hann þrýsti talnemanum enn að eyra sér sem fastast. Hann starði með vaxandi spurn út í rökkrið, það var áreiðanlegt að ein- hver hafði verið að kalla á hann með nafni, meira að segja fleiri en einn. Kona hans gekk hljóðum skref- um fram í anddyrið og það var spurning í svip liennar, hvað gat þetta verið? Hrópin og köllin færð- ust stöðugt nær. Maður nokkur kom hlaupandi upp dyraþrepin, þau sáu skugga hans falla á hurðarrúðuna í daufri rökkurskímunni. Hann kall- aði: „Clete ... Clete! Það er hún dóttir þín. Það er hún Rósa litla Bella ...“ Og maðurinn — það var nágranni þeirra handan við götuna, Emmett Jones, og það hafði einmitt verið dóttir hans, sem Rósa Bella ætlaði að fara að leika sér við — hratt hurð frá stöfum, hrópaði óðamála og baðaði út örmum. Hvað? Hvað? spurði Aggie Miller og stóð fyrir aftan mann sinn. „Hvað? Hvað?“ hann hengdi talnemann á og stóð upp. Rósa Bella? Hvað með hana? Kona lians ruddist framhjá honum, hann fann hvassan olnboga hennar rekast í síðu sér, og framhjá ná- grannanum, Emmett. Þegar hún kom út á dyraþrepin, rak hún upp hljóð og hvarf. Clete ruddist nú einnig fram hjá Emmett, en nam staðar á dyraþrepinu. „Yið liöfum gert læknunum við- vart og sjúkrabíllinn er á leiðinni .. . En Clete ... hann átti ekki sök á þessu. Hún hljóp beint fyrir bíl- inn ...“ Clete sneri sér að honum. Hvað var þessi náungi, þessi fábjáni — eiginlega að þvaðra? Óhugsanlegt. Það gat ekkert hafa komið fyrir. Og það hafði ekki heldur neitt kom- ið fyrir. Hún hafði lilaupið út fyrir tefur þá?“ þrumaði hann. „Hvernig stendur á að þeir koma ekki?“ Við- vörunarblístur sjúkrabílsins svaraði honum úr fjarska, og kona hans grét sáran. Hún kraup við hlið dótt- ur sinnar og hafði smeygt lófanum undir herðar henni. „Hvar er hann? Bílstjórinn?“ Öðru sinni vék hópurinn til hlið- ar. Clete sá hvar hann stóð, ungi maðurinn, hópurinn báðum megin við hann og Clete gekk fram, þung- um ögrandi skrefum, en nágrann- arnir þrifu höndum fast um arma honum. „Rólegur, Clete ...“ Blóm á heimilinu: Hvar er bezt að hafa blóm? eftir Paul V. Michelsen. Ég hefi áður nefnt hve nauð- synlegt það sé að velja blómun- um réttan stað í stofunni. Ef við ræktum margar plöntur, mis- munandi tegundar, er um að gera að velja hverri plöntu þá birtu, sem bezt hentar hverri tegund. Eftir því sem við erum lengur samtíða hverri plöntu, sjáum við betur og betur hvers plantan þarfnast af birtu, áburði og vatni. Sem betur fer er það ekki af- gerandi fyrir allar plöntur hvórt þær standa í glugga sem snýr í einhverja ákveðna átt. Víst er að plöntur, sem við ræktum vegna blómanna, sérstaklega vetrar- blómstrandi plöntur ásamt kakt- us og þykkblöðungum verða að fá bjartasta gluggann. En græn- ar plöntur (blaðplöntur og burknar) geta verið í norður- gluggum þar sem aldrei kemur sól. Þetta er þó ekki algild regla, því að blaðplanta eins og t. d. Coleus fær aðeins sína töfrandi litadýrð, sé hún höfð í sem beztri birtu. Fuchia getur aftur á móti blómstrað mikið þó hún sé í norðurglugga. — Hengiplantan Columnea og Saint paulia þola ekki sólina, og ef vatn kemur á blöð þessara tveggja blóma og sólin nær að skína á vatnið munu gráir og brúnir blettir eftir, en betra er þó að hafa þær í góðri birtu. * stundarkorni síðan. Hann hvarflaði spyrjandi augum sínum frá þessum nágranna sínum að hópnum, sem hafði safnazt saman hinum megin á götunni. Skammt þar frá stóð Ijós- ljleikur sportliill eins og tjóðraður við eikarhol. Hann tók til fótanna, kallaði hástöfum á dóttur sína, en brást rödd, þegar hann heyrði nafn hennar í eyrum sér. Fólkið í hópn- um vék til hliðár fyrir honum. Kon- an hans á gráa kjólnum laut að ein- hverju bláreifuðu i götunni. Clete kraup einnig á kné. „Læknirinn er á leiðinni.“ „Það má ekki hreyfa við henni. Það getur riðið á Hfi hennar.“ „Það má ekki einu sinni snerta hana ...“ En hann srterti hana, lagði fing- urgómana á rykuga vanga hennar, strauk lófanum um gullna lokkana. „Hvað kom fyrir?“ hvíslaði hann. „Hvað kom fyrir? ...“ hrópaði hann. Síminn hringdi inni á anddyrinu. Hringdi fimm sinnum áður en hann þagnaði. Það heyrði einhver í hópn- um hirnginguna, en Clete heyrði hana ekki. Hann reis á fætur. „Hvað „Fógetinn er á leiðinni ...“ Ungi maðurinn Iivessti á hann augun. „Hún stökk beint fyrir bil- inn,“ sagði hann. „Ég gat ekki komið í veg fyrir það. Það var ekki mér að kenna. Hún ...“ „Ég drep hann ...“ „Rólegur, Clete. Þetta var ekki honum að kenna.“ „Ég sá það lika, Clete. Það var ekki honum að kenna.“ „Við eigum nú eftir að fá úr því skorið,“ sagði Clete og sneri aftur til dóttur sinnar. Hann kraup enn á kné við hlið henni, hratt kjökr- andi eiginkonu sinni frá, tók litla og hnellna hönd telpunnar í lófa sér. Tár hans hrundu á hana og hann bað, heitt og ákaft, unz ró færðist yfir hann og hann reis á fætur svo að læknirinn gæti tekið til starfa, en nágrannarnir ýttu mjúklega við Aggie og lyftu henni á fætur. Lækn- irinn setti svarta handtösku sína á götuna, kraup á kné, lyfti öðrum augnahvarmi telpunnar og horfði í blátt, hálfbrostið og starandi sjáaldr- ið. Hann þreifaði á slagæðinni, at- hugaði limu og rifbein, beitti siðan báðum höndum og reif upp kjólinn á öxlinni og i Ijós kom blóðugt sár. Hann bar I það einhvern vökva og batt um sárabindi, sem hann dró upp úr sinni svörtu tösku. Siðan stóð hann á fætur. „Lyftið þið henni gætilega, piltar,“ sagði liann. Sterk- ur þefur af sóttlireinsunarlyfi barst út í heitt 'kvöldrökkrið. Þeir lyftu henni igætilega, tóku undir 'höku henni, axlir, bol, mjaðm- ir og fætur — lögðu hana á börur og lyftu þeim inn um opnar skut- dyr á svörtum bil, sem notaður var bæði til sjúkraflutninga og sem lík- vagn, eftir því sem þörf krafði. „Komið á eftir okkur,“ sagði lækn- irinn um leið og hann hvarf inn í bilinn og dyrunum var lokað og svarti billinn hvarf út i kvöldrökkr- ið. ; Öðru sinni lögðu nágrannarnir hendur á arma Clete Millers. Þeir buðu honum, hvcr í kapp við ann- an, að aka honum og konu hans til sjúkrahússins. En hann hratt þeim frá sér. „Nei, ég ek sjálfur,“ lýsti hann yfir, hljóp við fót yfir götuna, ók bláa fólks- bílnum sínum andartaki síðar út úr bílskúrnum á fleygiferð, fyrst aftur á bak og síðan áfram út á götuna. Hann kom auga á Aggie, þar sem hún stóð, grönn og lotin, yzt í hópnum og liann steig á hemlana svo hvein við. „Komdu þér inn í bilinn,“ þrumaði hann. Tvær af ná- grannakonunum leiddu hana að bíln- um og hjálpuðu lienni að setjast inn. Sjúkrabíllinn var þegar úr aug- sýn. Hann varð að ná honum. Hann mátti ekki láta þá skilja þau að. Og allt í einu kviknaði á götuljósunum, svo að glóði á heitt malbikið. „Reyndu að biðja til guðs,“ hvísl- aði kona hans og lagði höndina á arm honum. „Já, biðja til guðs,“ svaraði hann lágt. Og hann bað. Skyrtan hans var rennvot af svita og lófar hans þvalir á stýrishjólinu. Bíll fógetans, svartur með rautt kastljós, ók hratt fram hjá þeim. Ef öðru vísi hefði staðið á, mundi Clete Miller hafa hvesst á hann aug- un og kreppt hnefana ógnandi. Hann hafði einu sinni verið skipaður fó- geti, en sviptur því embætti. „Þeir voru hræddir við mig, og þess vegna komu þeir mér úr stöðunni," sagði hann við Aggie konu sína. „Þeir voru hræddir við mig„ því að þeir vissu að ég var maður réttlátur og mundi berjast fyrir sigri réttlætis- ins í hverju máli.“ Og Aggie hafði sagt: „Já, Clete. Þú ert alltof góður og heill maður til að starfa með þessum mönnum.“ f kvöld höfðu þeir ekið hvor fram hjá öðrum og hvorugur sýnzt veita hinum athygli. Hálf míla — þeim Clete og Aggie fannst báðum að það væri óraveg- ur, og tíminn, sem það tók þau að aka hann, eilifð löng. Hann bað án afláts, nefndi nafn hennar. Rósa Bella. Beygja fyrir horn — og blái Ford- billinn sparn hjólbörðunum við frammi fyrir lágri og undarlegri tigulsteinsbyggingu; þar stóð svarti sjúkrabíllinn, skutdyrnar opnar upp á gátt. Clete stökk út úr bíl sín- — VI KAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.