Vikan


Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 21

Vikan - 09.05.1963, Blaðsíða 21
sig síðan niður svo að okkur bar við himin, og tók af okkur fjölda mynda í öllum stellingum. Síðan voru allar þessar myndir skoðaðar, lagfærðar og snúið við, þannig að útkoman yrði sem glæfralegust. Jafnvel báturinn var eintómt plat. Við fórum vestur á Grandagarð, þar sem tugir báta eru uppi á þurru landi. Þar fundum við þokkalegan bát, þar sem tveir inenn voru að vinna. Við fengum þá til að lofa okkur að taka mynd um borð í bátnum, og þeir leyfðu okkur góðfúslega að hafa þá með á myndunum. Auðvitað fór báturinn aldrei neitt, enda er hvergi sagt að svo hafi verið: „Okkur þótti óþarfi að fara á bát alla leið frá Reykjavík ... við gátum varla merkt að báturinn hreyfðist, þótt skipverjar hefðu sýnilega nóg að gera ...“ o. s. frv. Frásögnin um steininn, sem datt ofan í hausinn á Sigurði er skáldsaga. Það er bezt að viðurkenna það, en hún er öllum meinlaus nema Sigurði, sem margsinnis hefur verið spurður að því síðan, hvort hann hafi ekk- ert skánað við höggið. Annars hefðu flestir getað séð í gegn um þetta, og satt að segja héldum við að svo yrði. Við höfðum jafn- vel nokkrar smá-leiðbeiningar til þess að lesendur gætu áttað sig á gríninu. Á einum stað stendur t. d. í les- málinu: „... þar til ég gat teygt ísöxina upp á efstu brún láréttra klettanna .. .“ Og ef þið hefðuð skoðað myndirnar gaumgæfilega, hefðuð þið vafalaust séð ýmsa galla á þeim. Á einum stað sést að reipi, sem liggur nokkurn veginn lárétt skv. myndinni, bungar uppávið. Annars staðar sést á mosann í klettasprungum — utan í sæbarðri eynni. Og þeir, sem þekkja nokkuð til Eldeyjar, sjá strax að þar eru myndirnar ekki teknar. Hún er að mestu úr móbergi, en á myndunum sést grágrýti og sums staðar jafnvel hraun. Á Eldey er heldur enginn gróður. Það sem sælöðrið hefur ekki barið burt hafa fuglarnir kæft fyrir löngu síðan í driti. Onnur ábending var í textanum. Þar er tekið fram að við hefðum farið þessa ferð „í byrjun apríl“. Satt að segja er þetta fyrsta flokks 1. apríl-ferð. Við sáum nefnilega fram á að vegna þess að 1. apríl kom upp á mánudegi, þá mundu blöðin ekki hafa tækifæri til að stríða ykkur á þeim degi, nema þá Vísir. Okkur finnst 1. og 3. Eins og þíð sjáið á þessum tveimur myndum, breyttum við mynd- inni sáralítið í síðasta blaði. Ef þið hafið það við hendina, sjáið þið, að þið blekktuð ykkur sjálf. Þegar þið flettið upp á opnunni, kemur í Ijós, að við liggjum allir flatir á klöppinni, en þið sneruð okkur við, svo við sýnd- umst hanga utan í hamri. 2. Flettið aftur upp í síðasta blaði, þar til þið komið að myndinni af Gísla í hvíldarstellingunni. Þá sjáið þið, að maðurinn getur ómögulega haldið jafnvægi svona utan í þverhníptu bjargi. Hann heldur sér meira að segja í bandið, sem liggur niður úr honum. Nei, hann lagðist á hliðina með rass- inn í stein, sém stóð upp úr klöppinni — það var þægilegt og hættulítið. 4. Það var gott að hvíla sig á klöpp- inni, því það er líka þreytandi, að iðka leikfimi á láréttu. . • •• , ,, , 5. ÞaS er verið að undirbúa það að hcngja Sigurð i pokann. Gisli hjálpar honum að binda á sig vaðinn, en Snorri horfir á Guðmund festa þollinn. 6. Guðmundur setur sig í stellingar á klöppinni, og Sigurður hjálpar honum. líka að við mættum vera með í gríninu, jafnvel þótt Vikan komi ekki út á þeim degi, sérstaklega ef að grínið er eins saklaust og það var hjá okkur. Við vitum ekki til að neinn hafi verið plataður niður að höfn, austur að Ölfusá eða á nokkurn annan stað vegna þessarar greinar, en vonum bara að lesendur hafi svo þroskaða kímnigáfu að þeir geti brosað með okkur að þessu gamni. 7. Snorri og Guðmundur poka Sigurð á klöppinni. Uppstoppuð álka horfir á. 8. Svona var Sigurður dreginn upp á barðið. Hér sést glöggt, hversu lágt það var. — 9. mynd er upprifjun úr síðasta blaði; við lagfærðum aðeins bakgrunninn tii þess að uppdrátturinn liti betur út. í raun og veru má ýmislegt læra af þessu. Það kemur í ljós að ekki er ávallt að treysta ljósmyndum, þótt þær séu raunverulegar á að líta. Ekki er allt heldur satt sem kemur á prenti, þótt Vikan leitist við að þræða veg dyggðarinnar að jafnaði, — og okkur kemur aldrei til hugar að gera slíka brellu nema við látum ykkur vita af því síðar hvers kyns er, -—- eins og nú er gert. Þessi grein sannar líka að það er hægðarleikur að villa fólki sýn með loðnum útskýringum og villandi athugasemdum. Þess vegna er eins gott að athuga sinn gang vel og vandlega, þegar samningar 10. Við gátum varla merkt, að bátur- inn lireyfðist, segir í fyrri greininni, og það er varla von, Svona uppi á þurru landi. Framhald á bls. 39. VIKAN 19. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.