Vikan


Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 11

Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 11
Samandrag úr fyrri hiuta Marta er að koma úr brúðkaupi systur sinnar í London, þegar bíllinn hennar verður bensínlaus á eyðílegum sveitavegi. Sér til afþreyingar hyggst hún ganga upp á nærliggjandi hnjúk og tekur með sér sjónauka, því bjart er af tunglsljósi og skyggni gott. í fjallgöngu þessari verður hún vitni að því, þegar gamall maður fellur fyrir skoti og ungur maður kemur að líkinu. Frá sér af skelf- ingu hleypur hún niður af hnjúknum heim að bóndabæ, sem hún hafði séð, og knýr þar dyra. Þar eru fyrir roskin kona og ungur maður, og taka þau henni vel, þrátt fyrir að gamla konan hef- ur áhyggjur af ungum manni, sem er úti að svipast um eftir veiðiþjófi. Mörtu er boðið til gesta- herbergis og talin á næturgistingu. Frændinn erenn ókominn heim. ÞaS varð þögn í stofunni. Alan blés frá sér tóbaksreykniun, og tif stunda- klukkunnar á veggnum rauf eitt kyrröina. Hún leit á hann og spurði, með ör- væntingarhreim i röddinni: — Viljið þér ekki fylgja mér upp á veginn? —- Þér viljið þá siður nátta yður hérna? — Já. l'ig vildi lielzt leggja tafarlaust af stað. Hann stóð með reykjarpípuna sína i liöndunum og þagði nokkurt andartak. — Það var eitthvað, sem þér sáuð í kvöld, er ekki svo? Iiún stóð upp og greip báðum hönd- um að kverkum sér. — Hvernig vitið þér það? — Ég get mér þess til. Hvað sáuð þér eiginlega? Hún dró djúpt andann. ■—Ég stóð þarna uppi á hæðarbrúninni mcð sjón- aukann. Svo kom ég auga á bæjarhúsin hérna. Og skammt frá þeim, sá ég hvar stóð gamall maður í grennd við greni- lund. — Já, ég kannast við staðinn, sagði Alan. En maðurinn — getið þér lýst honum? —- Hann var lágvaxinn . . . dálitið lot- inn ... — Það hlýtur að hafa verið Georg frændi. Haldið þér áfram . . . — Ég lieyrði skothvell. . . Gamli mað- urinn lineig niður ... Alan færði sig skref nær lienni. — Og svo? — Andartaki síðar kom ég auga á ann- an mann. Hann gekk þangað, sem gamli maðurinn lá, laut að honum andartak, en hvarf svo á brott. Hann var með riff- il i hendi. — Og þessi maður .. . sáuð þér hann svo greinilcga, að þér munduð þckkja hann aftur? Hún kom ekki upp neinu orði. — Ég skil óslcöp vel, livernig yður hlýtur að vera innanbrjósts, sagði hann, og röddin var þrungin umhyggju og ástúð. Yður hlýtur að hafa liðið hræði- lega, eftir að þér urðuð sjónarvottar að þessu. Hversvegna hafið þér ekkert minnst á þetta fyrr í kvöld? — Ég veit það ekki. Það var svo örðugt. að færa þetta í tal.. . það virtist svo ó- sennilegt.. . eins og martröð .. . — Og þegar Davíð frændi minn kom inn, báruð þér þegar kennsl á hann, var ekki svo? Hún kinkaði kolli. — En ... ég skil þetta ekki . . . sagði liún. ■— Þér vitið livorki aðstæðurnar né það sem á undan er gengið, svo að ekki er við þvi að búast. Hann lagði höndina á öxl henni, oð það var eins og hann talaði öllu fremur við sjálfan sig en hana, en augna- tillit hans bar vitni um trúnað og kvíða í senn. — Við erum náfrændur, við Davíð, mælti hann enn, og við búum hérna i samein- ingu. Þegar gamli frændi deyr, fær Davið greiddan sinn hluta arfsins eftir hann. Dav- ið hefur lengi liaft í hyggju að flytjast til Bandarikjanna, og þangað fer hann, þegar þar að kemur. Hann er skapbráður, og það er Georg frændi líka. Þeim lenti saman i harkalegu rifrildi i gær, og því lauk svo, að Georg gamli hafði í hótunum við hann; kvaðst skyldi gera hann arflausan, og harð- neitaði honum um alla fjárhagslega aðstoð í sambandi við Bandaríkjaförina. Davið hefur alla ævi verið lialdinn einhverju eirð- arleysi og aldrei tollað við neitt til lengdar. Svo var það í kvöld, að hann kvaðst ætla til Oakhampton; ók af stað liéðan um átta- lcytið, en sennilega hefur hann ekki farið langt, þvi að liann veit að Georg gamli er vanur að breg'öa sér í göngu um landareign- ina á kvöldin, einkum þegár tungl er í fyll- ingu og lieiðskírt veður — ýmist til að veiða kanínur, eða stugga við veiðiþjófum. Þér vitið svo sjálf framhaldið bctur en ég. Og þegar Davið kom inn fyrir andartaki síðan, báruð þér óðara kennsl á hann. Hú kinkaði enn kolli til samþykkis og virti fyrir sér rólcgt andlit lians. — En gamli frændi ykkar liggur þarna úti . . . ef hann væri nú ekki dáinn . . .Hversvegna hafizt þið ekkert að? — Því miður geri ég ekki ráð fyrir að ég geti orðið að neinu liði. En nú fer ég, samt sem áður, fyrst ég veit hvar hans er að leita. En áður en ég fer, verðið þér að heita mér einu. — Já! — Verið hér um kyrrt þangað til dag- ar, að minnsta kosti. En livort sem þér gerið það eða ekki, þá megið þér ekki fyrir nokkurn mun láta Davíð fylgja yður. Ég slcal fylgja yður sjálfur, ef til þess kenmr. — Hvað eigið þér við? —- Ég þekki frænda minn, því megið þér trúa. Hann brosti til liennar. - Þér eruð ung og falleg. Mér þykir fyrir þvi, að forlögin skuli hafa hagað þvi þannið, að þetta liefur valdið yður óþægindum. Hann þagnaði við og hlustaði. Allt hafði verið hljótt til þessa, en nú lieyrð- ist samtal frannni... rödd gömlu kon- unnar, liá og hvell .. . Hann brosti enn til hennar. ■— Þér skuluð vera kyrr liérna. Ég er hræddur um að eitthvað sé að gerast þarna frammi.. Hann gekk út úr stofunni, hröðum skrefum, og skildi hana eftir eina. Ilún lineig niður í hægindastól. Hann var mjúkur og það var hlýtt og nota- legt þarna inni í stofunni og róandi ilmur af heitu kaffi, en hún sat cngu að síður stjörf og eins og á nálum, og beið þess með kvíða og eftirvæntingu, sem næst yrði. Ilún liafði orðið sjónarvottur að rnorð- inu á gamla manninum, og hún hafði séð sjálfan morðingjann standa yfir liki lians. Hún hafði orðið vitni að fjölskyldu- harmleik. Það var cins og martröð, og hún vildi fyrir alla muni vakna af henni og vera laus allra mála. Ef hún gæti aðeins komizt á brott héðan. Morðing- inn liafði áreiðanlega þegar fengið grun um að hún hefði orðið einhyers vísari . . . að minnsta kosti liafði Alan getið sér þess til. Hún lagði yið eyrun og lilust- aði sem hún mátti, en raddirnar Iiöfðu fjarlægzt aftur, og luin lieyrði ekki nema óminn af samtali þeirra. Framhald á hls. 35. VIKAN 4. tbl. — U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.