Vikan


Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 35

Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 35
MORÐ í TUNGLSLJÓSI FEAMHALD AF BLS. 11. Vesalings gamla konan. Að nokkru andartaki liðnu heyrði hún fótatak frammi i anddyrinu, mjúkt og fjaður- magnað fótatak, eins og þar færi köttur. Svo námu þau staðar, og hún heyrði lágan smell, þeg- ar talnema símans var lyft af króknum. Dimm rödd sagði eitt- hvað i símann, hún lieyrði ekki hvað. Og nú gat hún ekki með neinu móti setið kyrr í stóln- um. Um leið og hún stóð upp, sló klukkan tólf. Miðnætti. Hún var dauðþreytt, en allar skynjanir liennar glað- vakandi og á varðbergi. Hún gekk út að glugganum og horfði út i garðinn, sem lá baðaður mánaskini. Þá opnuðust stofudyrnar. Gamla konan kom inn. Hún var náföl. — Ug ætla að vísa þér leið- ina upp í svefnherbergið, mælti hún lágum rómi. Það er dálít- ið, sem við þurfum að athuga, og það er bezt að þú lcomir þér strax í háttinn, væna min. — Kærar þakkir. Gamla konan starði framund- an sér, sinum skæru briinu aug- um, eins og hún sæi hana ekki. — .Bróðir minn er fundinn, sagði hún lágt. Skotinn til bana. Það var Smitli gamli, sem fann hann. Hann kom fyrir stundu síðan og tilkynnti okkur það. Þetta er þungt áfall. Hann var að vísu orðinn aldraður maður, en enginn bjóst við því, að dauða hans mundi bera þannig að. —- Það er liörmulegt að heyra... Gamla konan heyrði annað- livort ekki orð hennar, eða veitti þeim ekki athygli. — Jæja, Smith gamli, vesalingur- inn sá arna. Ekki var það hann, sem vann þetta ódáðaverk ■— liann var ekki einu sinni með riffilinn sinn með sér i þettn skiptið. Og nú fyrst leit hún á Mörthu, og augnatillit hennar dapurt og spyrjandi. — Hver getur fengið sig til að fremja slikt ódæði.. . myrða gamlan mann .. . — Kannski þ'að hafi verið slys? — Nei, slys hefur það ekki verið. Jæja, komdu nú með mér upp í svefnherbergið, væna mín. Þeir koma með Hkið þá og þeg- ar. Nú var aftur orðið liljótt og kyrrt i húsinu. Martha hélt á eftir gömlu kon- unni upp breiðan stigann. Þegar hún hafði opnað dyrn- ar og gengið inn í gestaherherg- ið, samkvæmt bendingu gömlu konunnar, leit hún um öxl. En gámla konan var horfin, hljóð- um skrefum eins og hún gengi í svefni. Rekkjan stóð uppreidd og garnla konan hafði lagt náttkjól lianda Jienni ofan á sængina. Herbergið var vingjarnlegt og vel búið gömlum húsgögnum úr valhnotuviði. Hún settist á rekkjustokkinn, sat þar nokkra hríð og lagði við hlustir. Þurfti ekki lengi að biða þess að hún lieyrði einmitt það, sem liún liafði bú- izt við — lágværar karlmanns- raddir og þungt fótatak, þegar þeir báru likið af þeim myrta inn i lnisið. Svo varð allt hljótt aftur, en Martha sat enn um hríð á rekkjustokknum. Svo reis hún seinlega á fætur, klæddi sig úr kjólnum, hengdi liann inn í fata- skápinn ásamt kápunni, og lagð- ist upp i. Hún vildi ekki afklæð- vst frekar, og langa hrið enn lá liún vakandi og starði upp i loft- ið á herberginu. Það var varla unnt að luigsa sér tvo unga menn öllu ólíkari hvorn öðrum. Annar hár vexti og grannur, dökkur á brún og brá, atkvæðamikill og aðlaðandi — og hinn, frændi hans, hvers- dagslegur, traustur og rólegur. Og það var þessi hái, dökk- hærði, sem átti að liafa skotið til hana aldraðan og varnarlaus- an mann. Það var sannarlega örðugt að leggja trúnað á það, þrátt fyrir allt. Henni hrá allt i einu. Hún hafði orðið sjónarvottur að því cr alvarlegur glæ])ur var fram- inn, og það gat orðið til þess að hún yrði kölluð fyrir rétt, sem vitni í morðmálinu. Slikt var hræðileg tilhugsun. Og frain- hurður hennar fyrir réttinum gat orðið til þess, að maður yrði hengdur. Ef hún gæti aðeins flúið liéðan á stundinni. .. Hvað átti hún ciginlega til bragðs að taka? Átti hún að reyna að komast til haka yfir hæðrrdröoin, setjast inn í bílinn og biða þar átekta? Það yrði þýðingarlaust. Alan vissi þegar hver hún var. Hann þekkti bróð- ur liennar. Veitt eftirför. Iíún lineig útaf, yfirkomin af jireytu. Lokaði augunum, og ef til vill festi hún blund sem snöggvast, því að hún hrökk upp við það, að drepið var lágt á hcrbergisdyrnar. Hún reis upp í rekkjunni og fékk ákafan lijartslátt. Enn var drepið á dyr. Hún reyndi að sjá á armbandsúrið. Það lilaut að vera langt liðið nætur. Hún læddist hljóðlega fram- úr, að skápnum og sveipaði sig kápunni. Að þvi húnu opnaði hún hurðina. Hún sá þrekvaxinn mann standa í húminu frammi á gang- inum, og bar þegar lcennsl á að það var Alan. Hann talaði til liennar hvísllágt um leið og hann kom inn i herbergið til liennar. — Þér verðið að afsaka, að ég skuli ryðjast þannig inn, en ég held að það sé öruggast fyrir yður, allra hluta vegna, að þér haldið á brott héðan tafarlaust. Ég er búin að ná i bensinið, og ég skal fylgja yður upp á jijóðveginn. Er yður nokkuð að vanbúnaði? Henni hafði létt óumræðilega strax, jiegar hún heyrði og sá að það var Alan. — Ég get lagt af stað sam- stundis, svaraði hún. Ég liafði allan varann á og afklæddist ekki nema að litlu leyti. — Ágætt. Þá híð ég eftir yður hérna frammi á ganginum. En farið eins hljóðlega og yður er unnt. Þegar hann var farinn fram fyrir, tók liún kjólinn út úr skápnum og klæddist, og jiegar luin hafði tekið með sér hand- töskuna sina, hélt liún hljóðlega fram á ganginn, þar sem Alan beið hennar. — Helen frænka tók inn svefn- töflur, svo að ekki er nein hætta ú að hún vakni. Og liann sefur líka. Komið með mér . . . Þau héldu niður stigaþrepin, og þegar þau komu niður i and- dyrið, tók hann undir liönd lienni, leiddi liana gegnum eld- húsið og um bakdyrnar út i garðinn. Þar tók hann brúsa með bensíni, sem hann hafði falið bak við vatnstunnuna, og síðan héldu þau áfram ferð sinni. Hann leiddi liana enn. Máninn var genginn undir og svo myrkt, að það var með naumindum að hún greindi skugga útihúsanna, þegar þau gengu þar framhjá. — Þetta er raeira niðamyrkr- ið, tautaði hún. — Já, svaraði hann, en ég ætti að rata liérna um hæðar- drögin. Og ég held að ég viti svona nokkurnveginn hvar þér skilduð bilinn eftir. Við skulum koma hérna — j)að er styttra. Þegar þau höfðu gengið nokk- urn spöl, kveikti liann á vasa- ljósi og beindi geislanum fram fyrir fætur þeim. Hún hrasaði engu að síður, og eftir það hélt hann fastara um arm henni. Áð- ur en varði gerðist óslétt undir fæti, en hánn hélt áfram, ör- uggum, jöfnum skrefum ■—- og gætti jiess að ganga ekki hrað- ara en svo að luin ætti auðvelt með að fylgja honum. — Þið liafið fundið liann, sagði hún eftir drykklanga þögn. — Já, hann hefur verið skot- inn í bakið á örskömmu færi. — En lögreglan . .. hefur hún nokkurn sérstaklega grunaðan? — Það komumst við ekki áð raun um fyrr en á morgun. Fó- getinn var að minnast á nokkra veiðijijófa, sem orðið hefði vart hér í nágrenninu að undanförnu. —- Þetta hlýtur að hafa gerzt um stundarfjórðung yfir ellefu. Ég veit, að það tók mig tiu min- útur að ganga heim að bænum. — Það er undarlegt. Ég var einmitt úti að svipast um eftir lionum rétt áður en þér komuð. Hún hrasaði enn. •— Eruð þér viss um að við séum á réttri leið? spurði hún. — Viss? Já, það er ég. Ég þekki mig hérna eins og ég væri heima á eldhúsgólfinu. Hún starði i geislablettinn frá VIKAN 4. tbl. — gg uHgfrú yndisfríð býður yður hið landsþekkta konfekt frá. NÓ-A, HVAR E R ÖRKIN HANS NOA’ tiX et alltaf saml lclkurlnn I hcnnl Ynd- lsfrlS okkar. Hún hefur fallS örklna hans Nóa einhvers staSar f hlaSlnu og heitlr göSum verSlaunum handa þelm, sem getur íundlS örklna. VerSIaunin eru stór kon- fektkassl, fullur af hezta konfektl, og framleiSandlnn er au.SvltaS SælgætisgDrS- in Néi. Nafn Helmlil Örkln er á hls. i £>á> 7m SÍSast er dregiS var hlaut verSIaunlni Kristinn Ó. Grímsson Engjaveg 6, Selfossi. Vinntngánna má vltja á skrifstofu Vikuhnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.