Vikan


Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 51

Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 51
STEF MEÐ TILBRIGÐUM FRAMHALD AF BLS. 45. una mína í gær._ En - hún skil- ur ukki slíka hluti. — Hún er ekki eins og ég, sagði stúlkan og stóð upp. Hún opnaði dyrnar. — Þú nærð síð- asta strætisvagninum. Það er svo anzi dýrt að taka leigubíl þangað, sem þú átt heima. Unnur Eiríksdóttir þýddi í FULLRI ALVÖRU FRAMHALD AF BLS. 2. um og þegar glösin standa þarna verður að koma sér upp vín- skáp með speglum að innan, svo flöskurnar sýnist helmingi fleiri en þær eru. Enginn maður með sómatilfinningu lætur krakkana segja frá því í nágrenninu, að það sé ekki til sjónvarp og þess eru dæmi, að menn hafi sett upp loftnet heldur en ekki neitt til að villa um fyrir samanl)urð- arfúsum nágrönnum. Ný nauðsyn, sem skotið hef- ur upp kollinum á síðustu árum og orðið hávær, er að fara út með konunni á dýrt veitinga- hús eða góðan skemmtistað svo sem hálfsmánaðarlega og „borða úti“. Þess munu dæmi eftir því- sem við höfum hlerað, að fólk borði fisk fimm daga í viku til þess að geta náð þessu „tak- marki“. Margt af þessu er auðvitað spurning um að sýnast í stað þess að vera. Það er líka mála sannast, að íslendingar eru ekk- ert einsdæmi í þessum efnum og sumstaðar (til dæmis í Sví- þjóð) eru sagðar enn grátbros- legri sögur af þessum göfugu markmiðum, en hægt væri að tilgreina héðan. Svo er það gamla spurningin, hvort þetta sé eftirsókn eftir vindi eða gefi raunverulega eitt- hvað í aðra hönd. Það sem um er að ræða í aðra hönd er vís- ast aðeins sjálf hamingjan og hvað er nú stórkostlegra? Sumu finnst ef til vill, að ekki verði það beinlínis séð utan á fólki, að það sé neitt hamingju- samara fyrir þetta. Sumir halda því janfvel fram, að ,,þarfirnar“ svonefndu, geri vesalings fólkið einungis taugaveiklað og hver er hamingjusamur með bilaðar taugar? Það er kannski virðing- arvert, að menn skuli nenna að leggja á sig langa og stranga vinnu til þess eins að geta mætt öllum ljessum nýtízku þörfum, eða „lifa menningarlífi" eins og það heitir. En sorglegt er það allt að einu, ef það gefur þrátt fyrir allt engin raunveruleg verðmæti í aðra hönd. GS. MUNKUR EÐA ÍSLENDINGUR FRAMHALD AF BLS. 25. sem ímynd Guðs og hann lifi aðeins sem slíkur? SPURNING: Eins og við vit- um báðir hefur kirkjan og tals- menn hennar hneigst til þess að setja stimpil syndar á allt sem snýr að eðlilegum sam- drætti kynjanna. Umhugsun um ailt slíkt hefur flokkazt undir hugrenningasyndir. Hvernig geta eðlileg mök karls og konu verið synd, þegar þetta er lausn skap- arans á viðhaldi mannkynsins? KROGH: Hver talar um synd? Það er fráleitt, að það sé synd að giftast og eignast börn og þjóna Guði með því að vera hamingjusamur á þann hátt. Hjónabandið er sakramente, helgað af Guði. Þess vegna er allt, sem viðkemur æxlun mann- kynsins fallegt og gott. Þá er aðeins sá munur á, að sá eða sú, sem giftist, hugsar um hvað sé eiginmannsins eða kon- unnar, en sá sem er ógiftur vegna Guðs, er frjáls til að ein- beita sér að því, hvað sé Guðs. Enginn er skyldugur til að gifta sig. Það er heldur enginn skyld- ugur til að vígja líf sitt Gúði. En hafi einhver bundið sig í hjónabandi eða til klausturslífs, er hann auðvitað bundinn upp frá því. SPURNING: Það hefur lengi legið það orð á og sérstaklega með nunnur, að þær séu margar komnar innfyrir klausturmúr- ana sökum einhverrar ógæfu í ástarmálum. Haldið þér ekki, að ástæðan fyrir munklífi sé eins oft mótlæti og persónulegar sorgir eins og ást á guði? KROGH: Spurningu yðar er ekki hægt að svara beinlínis ját- andi eða neitandi. Það er oft undir kringumstæðunum komið. En almennt er óhætt að full- yrða, að fólk kemur af frjálsum vilja. Enginn má vinna klaust- urheit fyrr en eftir langan reynslutíma (minnst 5 ár. Hugs- ið yður, ef trúlofun ætti að standa í 5 ár, áður en gifting væri leyfð!) Endanlega heitið er svo tekið af ráðnum hug, bæði af einstaklingnum og klaustur- yfirvöldunum. En þegar klaust- urheitið hefur verið unnið, hef- ur maðurinn auðvitað skyldur til að lifa eftir, eða með öðr- um orðum að halda sér svo opn- um og móttækilegum fyrir Guði, aff hann meff Guffs hjálp geti staffiff viff heit sitt. Maður, sem unnið hefur klausturheit sitt, getur undir vissum kringumstæðum fengið leyfi til að fara úr klaustrinu. En fari munkur án leyfis, er auð- vitað um trúnaðarbrot að ræða eða við getum kallað það svik. Selct og ábyrgð einstaklingsins helgar sig fegrun augnanna EINGÖNGU Maybelline býður yður allt til augnfegrunar — gæðin óviðjafnan- leg — við ótrúlega lágu verði . . . undursamlegt úrval lita sem gæða augu yðar töfrabliki. Þess vegna er Maybelline ómissandi sérhverri konu sem vill vera eins heillandi og henni var ætlað. Sérgrein Maybelline er fegurð augnanna. U A - Sjálfyddur, sjálfvirkur augnabrúnalitari f sjö litum. B - Augnskuggakrem í 6 litum. C - Vatnsekta „Magic Mascara“ með fjaðrabursta í fjórum litum. D - Stcrk Mascara i 4 litum — litiar og meðal- stærðir. E - Mascarakrem f 4 blæbrigðum — litlar og meðalstærðir. F - Vatnsekta augnlínulitari í 8 litum. G - Mjúkur augnskuggablýantur, sanséraður, f 6 litum. H - Lítill augnabrúnalitari í 8 litum. I - Fullkominn augnháraliðari. gagnvart Guði er hulinn mönn- unum. Það er ekki okkar að dæma, því síður áð fordæma aðra. SPURNING: í nýjustu bók sinni, Skáldatíma, talar Laxness um ábóta 1 klaustri yðar að nafni Dom Alarmo. Hann var í senn búhöldur mikill og guðs- maður og sat staðinn með prýði í allan máta. En svo stakk hann af með sjóð klaustursins, gerð- ist áð mig minnir bísnismaður í París og kvæntist jafnvel þokkagyðju þar. Er þetta satt og er það satt að sjálfur páf- inn í Róm hafi boðið að Don Alarmo skyldi fara í friði eftir sem áður án nokkurrra reki- stefnu? KROGH: Það eina, sem ég veit með vissu, er að viðkomandi er nýlega látinn, og að hann var ábóti hér, en hvarf þegar nazist- ar gerðu innrás í Luxemburg. Hvort upplýsingar Laxness eru réttar veit ég ekki. En e.t.v. gæt- uð þér fengið nánari upplýsing- ar hjá rithöfundinum sjálfum, sem hefur þekkt hinn látna per- sónulega. Hvort páfinn hafi skorizt í leik viðvíkjandi málaferlum um reglubrot, veit ég ekki. Það virð- ist mér ótrúlegt. Það er augljóst, að viðkomandi kirkjuleg yfir- völd geta ráðið öllu um sínar reglur og að slík mál hljóta að verða algjört einkamál kirkjunn- ar. Það hlýtur líka að vera aug- ljóst, að páfinn hefur engar skyldur til að blanda sér í borg- araleg refsimál. SPURNING: Ef þér ættuð son, herra Krogh, munduð þér þá eindregið ráðleggja honum að gerast munkur? KROGH: Nei, það mundi ég eindregið ráða honum frá, svo framarlega sem hann væri í nokkrum vafa! KÍlausturlíf er svo einstaklingsbundið tilfinn- ingamál, að það verður að vera sem sjálfstætt svar við köllun Guðs. Annars á maður á hættu, eins og stundum vill bregða við, að sonur eða dóttir ganga í klaustur til þess að fullnægja kröfum annars hvors foreldr- anna, sem sjálft hefur langað til að gera það sama, en ekki auðnazt það. SPURNING: Gangið þið um með helgisið hversdags, hljóðir og upphafnir, eða eru munkar þvert á móti léttlyndir og með spaugsyrði á vörum? KROGH: Út á við og við fyrstu sýn, virðumst við munkar alvar- legri en aðrir, en við nánari kynni glaðari og kátari en flestir aðrir menn. Við brosum oft. Ég tel mig hafa komizt að raun um, að fólk, sem horfir á veröldina út frá sínum eigin þrönga sjón- arhól, tekur hlutina alvarlegar og hátíðlegar og hefur ekki hemíl á hlátri sínum, en fólk, VIKAN 4. tbl. — K-l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.