Vikan


Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 37

Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 37
vasaljósinu og sá nokkra snar- rótartoppa, þar sem þau gengu. Það var hráslagalegt, og henni var kalt. Þau gengu enn niður i móti og hún lét hallast að armi hans. Þá snarstanzaði hann. — Hvað er að? Hann slökkti á vasaljósinu og myrkrið féll að þeim eins og ógagnsær hjúpur. — Ég heyrði eitthvað .... hvíslaði hann. Hún stóð grafkyrr, lagði við hlustirnar en heyrði ekki neitt. —- Hann veitir okkur eftirför, hvíslaði Alan enn. Það er að minnsta kosti einhver á eftir okkur... — Takið nú vel eftir, sagði hann. Gangið beint áfram þessa leið ... beint áfram! Ég sný til baka og reyni að tefja för hans. Það er ekki nema svo sem fimm- tíu metra spölur liéðan á þjóð- veginn. — Þér eruð viss um það? — Já, farið gætilega, en hald- ið stefnunni beint áfram þang- að til þér komið að lágri hæð. Þá skuluð þér beygja til vinstri, og þegar þér hafið gengið stutt- an spöl, hljótið þér að sjá bíl- inn. — En . .. —- Gerið eins og ég hef sagt! Það brá allt í einu fyrir nokk- urri hörku í röddinni. Um leið sleppti hann takinu á armi henni og sneri til baka. Hún lieyrði fótatak hans fjarlægjast út í myrkrið. Á heljarþröm. Hún nam staðar andartak. Það var engu likara en að hún yrði gripin svima, þar sem hún stóð i þessu svarta myrkri, þar sem hún gat ekki einu sinni greint jörðina undir fótum sér. Svo tók hún að feta sig áfram i blindni; ósjálfrátt teygði hún út hendurnar, eins og hún leitaði stuðnings, þó að hún vissi ó- sköp vel, að ekki væri um neitt slíkt að ræða. Alan hafði sagt henni að halda stefnunni beint áfram .. . en hversvegna hafði hann ekki lánað henni vasaljós- ið? Úrsvöl gola lék um andlit henni, og hún heyrði vatnsnið, einhversstaðar í fjarska. Alan Iiafði sagt henni, að það væri ekki nema spölkorn niður. á veginn, og það virtist láta nærri, því að nú varð snarbratt undir fæti. Steinn rann undan fæti henn- ar, stór steinn ... en hann valt ekki, heldur ... hún snarstanzaði og reyndi að sjá gegnum myrkr- ið... Þá heyrði hún kallað, ein- hversstaðar skammt frá sér: — Eruð þér þarna? Eruð þér þarna? Hún svaraði ekki, en kallið barst aftur til eyrna henni. — Hreyfið yður ekki, standið AUSTIN GIPSY 1964 Hinir mörgu sem hafa hug á að kaupa Austin Gipsy landbúnaðarbifreiðina í vor eru vin- samlega beðnir að hafa samband við okkur sem fyrst vegna mikillar eftirspurnar Austin Gipsy fæst með heilli hurð að aftan. * Austin Gipsy með þrautreyndum benzín- eða diesilvélum, sem seldar eru til margra landa í ýmsar gerðir fararækja. * Austin Gipsy á Semi Elliptics fjöðrum er mjúkur í akstri og mjög auðveldur í viðhaldi. * Austin Gipsy hefur farið sigurför um allar jarðir og oft leyst verkefni, sem öðrum sambærilegum farartækjum hef- ur reynzt ofviða. * Austin Gipsy umboðið leggur áherzlu á að hafa nægar birgð- ir varahluta og að veita sem fullkomnasta þjónustu núver- andi og tilvonandi eigendum. * Gerið strax fyrirspurnir til umboðsins og biðjið um verð- skrá og myndalista. GARÐAR GÍSLASON H.F. Sími 11506 VIKAN 4. tbL — gj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.