Vikan


Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 23

Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 23
EIÐ TIL FREISISINS. SÍÐASTI MAÐURINN VAR AÐ HVERFA NIÐUR, ÞEGAR ÞÝZKUR VARÐMAÐUR IÐAÐI HLAÐINNI SKAMMBYSSU Á HANN OG BJÖST TIL AÐ HLEYPA AF SKOTINU....................... óskaplega, en leyndi því með því að látast vera að geispa. En Þjóðverja grunaði, að ekki væri allt með felldu — annað hvort af því að þeir höfðu séð til Ruperts, eða af því að flugu- maður var í hópi okkar fang- anna, en það var altítt hjá Þjóð- verjum, að þeir hefðu slíka menn í þjónustu sinni. Kom síðar í ljós, að grunur okkar um þetta var á rökum reistur. ALÞJÓÐLEGT SAMFÉLAG Marz 1941. Búðirnar eru að fyllast. Brezka sveitin stækkar smám saman, og eru komumenn allir strokumenn, en þó teljast þrír „spellvirkjar gagnvart Þriðja ríkinu“ — tilheyrðu þrír herprestar þeim flokki. Einn daginn komu til dæmis 60 hol- lenzkir liðforingjar. Það var einkennileg tilviljun, áð æðsti maður þeirra var English majór, en æðsti foringinn okkar var German ofursti! Hollendingar voru hinir glæsilegustu menn og landi sínu til sóma. Þeir voru alltaf vel til fara við fangakann- anirnar, en í því efni vorum við og Frakkar svörtu sauðirnir, enda eru Frakkar yfirleitt lítil snyrtimenni og að auki er þeim illa við hersýningar og liðskann- anir. Við Englendingar höfðum hins vegar þá afsökun, að við höfðum margir týnt ýmsum flik- um okkar, og fengum ekkert til að bæta úr því fyrr en löngu síðar, þegar sending kom frá Rauða krossi Englands. Það var því sundurleit hjörð, sem þarna var, en við gerðum okkur vart fulla grein fyrir því, fyrr en tveir júgóslavneskir liðs- foringjar bættust í hópinn. Þeir voru klæddir víðum, eldrauöum buxum og bláum, útsaumuðum vestum. Þá sáum við, hvað við vorum orðnir sjlþjóðlegt sam- félag! Fyrst ber að nefna Pólverja, en síðan komu Englendingar, írar og Skotar, þá fulltrúar heimsveldisins, flugforingjar frá Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjá- landi, og loks var indverskur herlæknir, Mazumdar að nafni. Meðal Frakka voru líka nokkr- ir menn frá Alsír, einnig Gýð- ingar. Þá hefir Júgóslavíu verið getið, en einnig áttu Belgar þarna sína fulltrúa, svo og Hol- endingar, sem getið hefir verið, og í þeirra hópi voru meira að segja menn frá hollenzku Aust- ur-Indíum. Við fjórmenningarnir, sem höfðum verið fjarverandi nótt- ina forðum, vorum dæmdir í hálfs mánaðar einangrun. Með- an víð vorum að afplána refs- inguna, kom þriðja leiðinjega atvikið, sem gerði okkur enn erfiðara fyrir við að gera göng- in úr matsalnum. Dag nokkurn tókst Frakka og Pólverja að hverfa, og var þeirra ekki sakn- að fyrr en við kvöldkönnunina. Þjóðverja grunaði, áð þeir hefðu stungið af, þegar þeir voru á leið frá knattspyrnuvellinum til kastalans og var leitað í húsum á því svæði. Þar fundust stroku- mennirnir í kjallara mannlauss húss og biðu myrkurs. Þótt erf- itt hefði verið, hafði þeim tek- izt að stinga af úr fylkingunni, sem hélt frá knattspyrnuvellin- um, af því að félagar þeirra tóku að sér að beina athygli varð- anna, átta alls, í aðrar áttir. Svo þegar tölu var kastað á hópinn í kastalagarðinum, var villt um fyrir þýzka foringjanum, sem taldi þá, svo að hann hélt að- eins, að sér hefðu orðið á mis- tök, þegar hann fékk vitlausa tölu við talninguna. Það var leitt, að svo ágæt byrjun skyldi ekki takast betur, er á leið, og að blekkingunni við talninguna var ekki haldið áfram við kvöldkönnunina. Hún fór venjulega fram, þegar dimmt var orðið, en að þessu sinni var hún látin fram fara, meðan enn var bjart, líklega vegna grun- semdar foringjans, sem fylgt hafði mönnunum frá knattleika- vellinum. Kom það raunar oft fyrir, að breytt var um tíma á kvöldkönnunum, til aö koma föngunum á óvart, og það hefðu menn einnig átt að hafa hagfast í sambandi við þessa strokutil- raun. En foringjum þeim, sem hér var um að ræða, tókst að blekkja Þjóðverja og leyna því, að þeir höfðu laumast úr fylkingunni um daginn, því, að þeir sögðust hafa látið sig síga úr glugga nið- ur á grasflötina, þar sem göngin okkar voru undir. Þjóðverjar settu þá sérstakan vörð á þenn- an stað, og kom hann á mínútu fresti alveg að þeim stað, þar sem útgönguhleri ganganna átti að vera. Þetta atvik leiddi til þess, að ég kvartaði við German ofursta og bað hann að koma á betri samræmingu hinna ýmsu fanga- hópa, svo ;<ð menn væru ekki að eyðileggja hver fyrir öðrum, þegar menn væru að undirbúa flótta. Skynsemin var látin ráða, og ég minnist þess ekki, að við höfum orðið fyrir neinum óþæg- indum af völdum annarra fanga við frekari undirbúning fIótt-> ans. En það gekk erfiðlega með göngin. Ég vildi ekki lengja þau frekar, því að þá væri flóttanum frestað um leið, og möguleikar á, að hann tækist, yrðu minni með hverjum degi. Þjóðverjar fóru líka að koma fyrir nýjum, traustum lásum á ýmsum mkil- vægustu stöðunum. Byrjuðu þeir á hurðinni á matsalnum, og gát- um við þá ekki unnið við göng- in um skeið. Við kölluðum þessa nýju lása „krosslása". Auðvcftdast er að lýsa þeim með því að likja þeim við fjóra Yale-Iása, sem samein- a!ðir hafa verið í einn. Kenneth Lockwood tókst að ná vaxaf- steypu af öllum fjórum „fingr- um“ lykilsins að matsalardyrun- um, og hófst ég síðan handa um að reyna að gera eftirlíkingu af lyklinum. Var ég lengi að þessu og notaðist við verkfæri, sem ég fann í tannlækningastofu kastal- ans, en hún var í umsjá fransks tannlæknis. Sleit ég mörgum borum upp til agna við tilraun- ir mínar til að smiða lykil, en gekk ekki. Ég veit svei mér ekki, hvernig farið hefði fyrir mér, ef fórnardýr tannlæknisins hefðu vitað, hvaða sök ég átti á því, hvað allar aðgerðir læknisins voru sársaukafullar. Annars fyllti hann tönn í mér, áður en ég hófst handa um þessar smíða- tilraunir, og gekk það ágætlega. Um þessar mundir, þegar við vorum í mestum vandræðum með, hvernig við ættum að hegða okkur í gangamálinu, sögðu Pet- er Allan og Howard Gee — ný- kominn fangi — sem báðir töl- uðu þýzku reiprennandi, að þeir væru í sambandi við hjálpfúsan, þýzkan varðmann. Byrjaði hann á að smygla til okkar ýmsum matvælum, eggjum fyrir enskt súkkulaði, ósviknu kaffi fyrir kakó, og svo framvegis. Hann tefldi í mikla tvísýnu með þessu, en virtist ekki taka sér það nærri — hann virtist jafnvel of ró- legur — og við afréðum að tefla á tæpasta vað. Ræddu Peter og Howard oft við hann á laun í dyragáttum og þvílíkum stöðum, og sannfærðu hann loks um, að hann gæti grætt stórfé með því að líta við og við „í hina áttina" í tíu mínútur eða svo, þegar hann væri á verði. Vörðurinn lét til leiðast. Hon- um var sagt, að hann ætti að reyna að koma því svo fyrir, að hann yrði skipaður á vörð á ákveðnu, tveggja stunda tíma- bili á nánar tilteknum degi, og ætti hann þá að standa kyrr (það var heimilt) í umræddar tíu mínútur á tilteknum stað á gönguleið sinni. Hann átti að fá 100 mörk fyrirfram upp í 500 marka greiðslu, sem honum var heitíð fyrir þetta, en afganginum átti að fleygja til hans út um tiltekinn glugga, þegar klukku- sutnd væri liðin frá hinum um- ræddu tíu mínútum. Verðinum var ennfremur sagt, að engin ummerki mundu sjást eftir okk- ur, svo að honum mundi ekki verða um þetta kennt. Hann hlustaði á allt, sem þeir Peter og Howard höfðu um þetta að segja og féllst loks á að gera þetta fyrir okkur. Flóttinn var ráðinn. í fyrsta flóttamannahópnum áttu að vera tólf liðsforingjar — þar af fjórir Pólverjar. Frakkar og Hollendingar voru komnir fyrir svo skömmu, en Pólverjar voru hins vegar traustir félag- ar okkar, og þess vegna tókum við þá með. Það réð einnig nokkru, að Pólverjar voru ágætir málamenn, og loks þótti þetta gott fyrir siðferðisþrek fanganna í búðunum. Pólverjar höfðu ver- ið mjög hjálpfúsir frá öndverðu. Flestir töluðu þeir þýzku reip- rennandi, og þeir okkar, sem ætl- uðu að halda til Norðursjávar eða Póllands, tóku pólska for- ingja með með sem félaga. Sum ir okkar afréðu þó að fara ein- förum. Ég varð einnig að glíma við annað vandamál — hvernig ætti Framliald á næstu síðn. VIKAN 4. tbl. — 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.