Vikan


Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 19

Vikan - 23.01.1964, Blaðsíða 19
Teikning: GYLFI REYKDAL Ralph varð mjög undrandi, er hún símaði til hans og spurði hann, hvort hann vildi staðfesta að þau væru trúlofuð, ef hann yrði spurður um það. Hún sagð- ist skyldi skýra fyrir honum síð- ar, hvernig á þessu stæði, og vit- anlega væri þetta engin „alvöru- trúlofun". — Þetta er prýðileg hugmynd! svaraði hann, og eftir augnabliks umhugsun hélt hann áfram: — Ef ég gæti þá beðið þig um að gera mér smágreiða í staðinn. — Þú mátt biðja mig um hvað sem er, sagði hún. — Þá erum við sammála. Ég skal segja þér hvað um er að ræða, þegar við hittumst. Ég lít inn eftir hálftíma. Er Jock þarna nokkurs staðar nærri? — Það held ég. ■—• Ágætt. Ég þarf að sækja til hans ávísun. Ertu í næði þarna við símann. — Ég hef verið það, en nú heyri ég, að einhver er að koma, sagði hún lágt. Hún lauk símtal- inu. — Ég verð tilbúin eftir hálf- tíma ... Það var Meg sem kom inn í forstofuna. — Ég talaði við Ralph, sagði Clare. — Hann ætlar að aka mér á brautarstöðina ... Er eitthvað að? spurði hún þegar hún sá svipinn á Meg. — Ekki annað en það að mér finnst ég vita allt — og ekkert. — Um hvað? spurði Clare með öndina í hálsinum. — Um þig. -— Hvernig þá það? Það er ekki mikið að vita. Ég hélt að allt væri á enda kljáð núna ... Og ég veit að Faith er orðin hamingjusöm aftur. Meg kinkaði kolli. — En ert þú hamingjusöm? — Ég skal von bráðar sýna þér að ég er það, sagði Clare hiklaust. Þær heyrðu bíl staðnæmast fyrir utan. Eftir augnablik var Simon kominn inn til þeirra. — Ert það þú, Simon? sagði Meg forviða. — Ég héit að þú værir í Salisbury ennþá! Simon var gramur sjálfum sér fyrir að hafa rokið út í bíl- inn og ekið til baka fyrr en hann hafði ætlað sér, en dylgj- ur Joan höfðu komið honum úr jafnvægi. Hann sagði við sjáif- an sig að sér væri sama um allt, ef hann aðeins væri sér þess meðvitandi að Clare þætti vænt um hann og að enginn skuggi væri milli þeirra. Hann gerði sér engar tálvonir um framtíðina eða um sína eigin getu til að breyta framtíðinni. Og tilhugs- unin um að eiga að missa Clare, lá eins og farg á honum. En Framhald á bls. 54 VIKAN 4. tbl. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.